Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2019 20:55 Lyklar að fjórum íbúðum voru afhentir í kvöld. Vísir/Friðrik Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. Kostnaður við byggingu íbúðanna fór rúmlega 400 milljónum króna fram úr áætlun og bættust því fimm til sjö milljónir á kostnaðarverð hverrar íbúðar.Sjá einnig: Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé óneitanlega slæmt að kaupendur hafi fengið þennan bakreikning eftir að gengið var frá sölu. Hins vegar hafi meirihluti kaupenda samþykkt skilmálabreytinguna eftir að fundað var með þeim. Kaupendur sautján íbúða samþykktu að greiða þann kostnað sem féll á íbúðirnar eftir kaupsamning. Kaupendur fjögurra vilja skoða réttarstöðu sína frekar og tveir hafa lýst því yfir að þeir íhugi að leita réttar síns fyrir dómstólum. Almennt hafi fólk þó sýnt málinu skilning. Ekki hagnaðardrifið verkefni Félag eldri borgara byggir afkomu sína nær alfarið á félagsgjöldum eftir því er segir í tilkynningunni. Þau selji íbúðirnar á kostnaðarverði og því sé nærtækast að líta á verkefnið sem nokkurs konar byggingarfélag þeirra sem vilja kaupa íbúðirnar. Í tilkynningunni segir að ummæli lögmanna í fjölmiðlum bendi til þess að þeir haldi að um hefðbundinn fasteignaviðskipti sé að ræða. Stjórn félagsins segir svo ekki vera. „Þegar framkvæmdir hófust lá fyrir listi með nöfnum rúmlega fjögur hundruð félagsmanna sem lýstu yfir áhuga. Þannig gat félagið fengið lánsloforð frá bankanum sem þurfti til framkvæmdarinnar. FEB tók að sér hlutverk milliliðar án nokkurrar þóknunar í samræmi við markmið og tilgang félagsins.“ Þá er tekið fram að helsti tilgangur félagsins sé að stuðla að bættum kjörum eldri borgara og velferð þeirra. Því hlutverki yrði stefnt í voða færi svo að félagsmenn færu að leita réttar síns fyrir dómstólum. „Tilgangur og starfsemi félagsins; svo sem að berjast fyrir hagsmunum eldri borgara, stuðla að félagslegri virkni þeirra og velferð, væri stefnt í voða, ef félagið lendir í erfiðum og löngum málaferlum við félagsmenn sína.“Lögmaður segir breytingarnar ekki eðlilegar Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Víði Smára Pedersen, aðjúnkt í kröfurétti við Háskóla Íslands, sem sagði málflutning félagsins skjóta skökku við. Allt tal um að dómstólaleiðin væri tímafrek og kostnaðarsöm væri ekki rétt. Þá hafi félagið sjálft gefið í skyn að það hafi í sjálfu sér engar varnir, þau hafi einfaldlega biðlað til sinna félagsmanna um að koma til móts við þessa hækkun. „Ef þú viðurkennir þá skyldu sem er búið að höfða dómsmál um þá er ekkert dómsmál til staðar. Það dómsmál mun ekki taka nema einn dag og vera frekar ódýrt í rekstri af því ef að þú viðurkennir bara skyldu þína til að afhenda fasteignina þá er náttúrlega ekkert dómsmál,“ sagði Víðir. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13 Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. Kostnaður við byggingu íbúðanna fór rúmlega 400 milljónum króna fram úr áætlun og bættust því fimm til sjö milljónir á kostnaðarverð hverrar íbúðar.Sjá einnig: Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé óneitanlega slæmt að kaupendur hafi fengið þennan bakreikning eftir að gengið var frá sölu. Hins vegar hafi meirihluti kaupenda samþykkt skilmálabreytinguna eftir að fundað var með þeim. Kaupendur sautján íbúða samþykktu að greiða þann kostnað sem féll á íbúðirnar eftir kaupsamning. Kaupendur fjögurra vilja skoða réttarstöðu sína frekar og tveir hafa lýst því yfir að þeir íhugi að leita réttar síns fyrir dómstólum. Almennt hafi fólk þó sýnt málinu skilning. Ekki hagnaðardrifið verkefni Félag eldri borgara byggir afkomu sína nær alfarið á félagsgjöldum eftir því er segir í tilkynningunni. Þau selji íbúðirnar á kostnaðarverði og því sé nærtækast að líta á verkefnið sem nokkurs konar byggingarfélag þeirra sem vilja kaupa íbúðirnar. Í tilkynningunni segir að ummæli lögmanna í fjölmiðlum bendi til þess að þeir haldi að um hefðbundinn fasteignaviðskipti sé að ræða. Stjórn félagsins segir svo ekki vera. „Þegar framkvæmdir hófust lá fyrir listi með nöfnum rúmlega fjögur hundruð félagsmanna sem lýstu yfir áhuga. Þannig gat félagið fengið lánsloforð frá bankanum sem þurfti til framkvæmdarinnar. FEB tók að sér hlutverk milliliðar án nokkurrar þóknunar í samræmi við markmið og tilgang félagsins.“ Þá er tekið fram að helsti tilgangur félagsins sé að stuðla að bættum kjörum eldri borgara og velferð þeirra. Því hlutverki yrði stefnt í voða færi svo að félagsmenn færu að leita réttar síns fyrir dómstólum. „Tilgangur og starfsemi félagsins; svo sem að berjast fyrir hagsmunum eldri borgara, stuðla að félagslegri virkni þeirra og velferð, væri stefnt í voða, ef félagið lendir í erfiðum og löngum málaferlum við félagsmenn sína.“Lögmaður segir breytingarnar ekki eðlilegar Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Víði Smára Pedersen, aðjúnkt í kröfurétti við Háskóla Íslands, sem sagði málflutning félagsins skjóta skökku við. Allt tal um að dómstólaleiðin væri tímafrek og kostnaðarsöm væri ekki rétt. Þá hafi félagið sjálft gefið í skyn að það hafi í sjálfu sér engar varnir, þau hafi einfaldlega biðlað til sinna félagsmanna um að koma til móts við þessa hækkun. „Ef þú viðurkennir þá skyldu sem er búið að höfða dómsmál um þá er ekkert dómsmál til staðar. Það dómsmál mun ekki taka nema einn dag og vera frekar ódýrt í rekstri af því ef að þú viðurkennir bara skyldu þína til að afhenda fasteignina þá er náttúrlega ekkert dómsmál,“ sagði Víðir.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13 Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13
Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40