Segir landsmenn þurfa að venjast lyfjaskorti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2019 19:00 Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi líklega að fara venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi að venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum séu að fást við sama vanda. Nú skorti um hundrað lyf hér á landi og ástandið geti orðið alvarlegt. Skorturinn sé hins vegar helmingi meiri í Noregi. Lyfsalar og Læknafélag Íslands hafa komið fram og lýst yfir að óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hafi verið á landinu undanfarin misseri. Þetta valdi því að oft taki afgreiðsla lyfja lengri tíma en ella og ekki sé lengur nóg að í apótekum sé aðeins einn lyfjafræðingur á vakt hverju sinni. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki útlit fyrir að þetta breytist. „Þetta er viðvarandi ástand og hefur verið og lyfjastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum eru líka að fást við þetta,“ segir Rúna. Hún segir að hér á landi skorti innan við hundrað lyf en skorturinn sé til að mynda um helmingi meiri í Noregi. „Við höfum ekki lent í því ennþá en það getur komið til alvarlegs lyfjaskorts,“ segir hún.Framleiðslan komin á of fáar hendur Ýmsar ástæður geta verið fyrir lyfjaskortinum. „Oft er þetta þannig að hráefnin og lokaafurðinn eru komin á fárra hendur svo ef það kemur eitthvað upp í framleiðsluferlinu hefur það víðtaæk áhrif um allan heim,“ segir Rúna. Þá hafi kröfur við flutning og losun lyfja aukist. Loks hafi markaðsleyfi lyfja verið færð til vegna Brexit. Kvartað hefur verið yfir ferlinu sem tekur við þegar sækja þarf um undanþágulyf en þá þurfa sjúklingar að fá nýjan lyfseðil hjá lækni. Rúna segir að það mál sé að einhverju leiti leyst í nýjum lyfjalögum. „Í nýjum lyfjalögum sem ráðherra leggur fyrir alþingi á komandi þingi er kveðið á um rýmri heimildir til að ávísa undanþágulyfjum þannig að það þarf ekki alltaf að leita til læknis þegar slíka mál koma upp,“ segir Rúna sem bætir við að þetta ástand þýði að allir sem koma að málaflokknum þurfi að vera lausnamiðaðir. Lyfjastofnun hefur einnig þurft að bregðast við skortinum hjá sér. „Við höfum þurft að bregðast við lyfjaskortinum hjá okkur með því að bæta við heilu stöðugildi. Og svo eru fjölmargar deildir innan stofnunarinnar sem koma að þessu máli,“ segir Rúna. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi að venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum séu að fást við sama vanda. Nú skorti um hundrað lyf hér á landi og ástandið geti orðið alvarlegt. Skorturinn sé hins vegar helmingi meiri í Noregi. Lyfsalar og Læknafélag Íslands hafa komið fram og lýst yfir að óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hafi verið á landinu undanfarin misseri. Þetta valdi því að oft taki afgreiðsla lyfja lengri tíma en ella og ekki sé lengur nóg að í apótekum sé aðeins einn lyfjafræðingur á vakt hverju sinni. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki útlit fyrir að þetta breytist. „Þetta er viðvarandi ástand og hefur verið og lyfjastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum eru líka að fást við þetta,“ segir Rúna. Hún segir að hér á landi skorti innan við hundrað lyf en skorturinn sé til að mynda um helmingi meiri í Noregi. „Við höfum ekki lent í því ennþá en það getur komið til alvarlegs lyfjaskorts,“ segir hún.Framleiðslan komin á of fáar hendur Ýmsar ástæður geta verið fyrir lyfjaskortinum. „Oft er þetta þannig að hráefnin og lokaafurðinn eru komin á fárra hendur svo ef það kemur eitthvað upp í framleiðsluferlinu hefur það víðtaæk áhrif um allan heim,“ segir Rúna. Þá hafi kröfur við flutning og losun lyfja aukist. Loks hafi markaðsleyfi lyfja verið færð til vegna Brexit. Kvartað hefur verið yfir ferlinu sem tekur við þegar sækja þarf um undanþágulyf en þá þurfa sjúklingar að fá nýjan lyfseðil hjá lækni. Rúna segir að það mál sé að einhverju leiti leyst í nýjum lyfjalögum. „Í nýjum lyfjalögum sem ráðherra leggur fyrir alþingi á komandi þingi er kveðið á um rýmri heimildir til að ávísa undanþágulyfjum þannig að það þarf ekki alltaf að leita til læknis þegar slíka mál koma upp,“ segir Rúna sem bætir við að þetta ástand þýði að allir sem koma að málaflokknum þurfi að vera lausnamiðaðir. Lyfjastofnun hefur einnig þurft að bregðast við skortinum hjá sér. „Við höfum þurft að bregðast við lyfjaskortinum hjá okkur með því að bæta við heilu stöðugildi. Og svo eru fjölmargar deildir innan stofnunarinnar sem koma að þessu máli,“ segir Rúna.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira