Hópurinn telur 20 leikmenn, þar af þrjá markverði.
Af 20 leikmönnum í hópnum eru átta á mála hjá erlendum félögum.
Hópur U17 ára landsliðs karla fyrir lokakeppni EM 2019 sem fer fram í Dublin 3.-19. maí.
Our men's U17 squad for the #U17EURO held in Dublin in May!#fyririslandpic.twitter.com/YBJJPhESf1
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 24, 2019
Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Rússlandi.
Fyrsti leikurinn er gegn Rússum laugardaginn 4. maí klukkan 13:00. Þriðjudaginn 7. maí mæta íslensku strákarnir Ungverjum og föstudaginn 10. maí mæta þeir Portúgölum í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í Dublin en sá þriðji í Longford.
Tvö efstu liðin úr riðlunum fjórum komast í 8-liða úrslit sem verða leikin 12. og 13. maí.