Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. ágúst 2019 12:00 Leiðtogar Norðurlandanna. F.v Katrin Sjögren, forsætisráðherra Álandseyja, Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, Mette fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur og Katrín jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Mynd/Egill Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna hófst í Hörpu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna fimm ásamt leiðtogum Grænlands og Álandseyja funduðu með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og hvað Norðurlöndin og norræn fyrirtæki gætu gert til að uppfylla þau markmið. Leiðtogarnir og fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu í dag yfirlýsingu sem leggur áherslu á þrjú heimsmarkmiðanna. Jafnrétti kynjanna, sjálfbæra neyslu og framleiðslu og loftslagsbreytingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti meðal annars á fundinum að leiðtogar Norðurlandanna sammæltust um nýja stefnu fyrir Norðurlöndin. Að svæðið yrði það sjálfbærasta í heiminum. „Okkar sameiginlega sýn fyrir Norðurlöndin er að svæðið verði það sjálfbærasta í heiminum,“ sagði Katrín. „Ég held að það sýni hversu brýnt það er að takast á við loftslagsvandann. Loftslagsmálin eru orðin þungamiðja ákvarðanatöku á samnorrænum vettvangi.“ Á blaðamannafundi forsætisráðherranna kom greinilega fram að nokkur einhugur væri um að öflugt samstarf hins opinbera og einkaaðila væri nauðsynlegt til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og fyrir auknu kynjajafnrétti. Það kom meðal annars fram í máli Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur.Leiðtogar Norðurlandanna og fulltrúar fyrirtækjanna stilltu sér upp á „fjölskyldumynd“ í lok fundar.Mynd/Egill„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að hið opinbera og einkageirinn haldist hönd í hönd,“ sagði Fredriksen. „Ég tel að ég tali fyrir hönd allra hér þegar ég segi að forysta norrænna forstjóra í þessum málum er mikill innblástur og við eigum að vinna að þessu saman sem forysta á hnattrænum vettvangi.“ „Við þurfum að vinna í auknu mæli með einkageiranum,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. „Við þurfum að gera það í nærumhverfinu, á landsvísu og á hnattræna vísu einfaldlega af því að við erum sterkari sameinuð.“ Johann Dennilind, forstjóri sænska fjarskiptarisans Telia, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd norrænna fyrirtækja. „Við sjáum það að þetta gerist ekki nema með samvinnu þessara tveggja aðila,“ segir Birna. „Það er mikill áhugi í viðskiptalífinu að ýta þessu áfram og að sjálfsögðu eiga stjórnvöld að nýta sér það.“ Hún segir að einn af lykilþáttunum í yfirlýsingunni snúi að byrjum fyrirtækjanna. Að þeir virði bæði umhverfið og jafnrétti. „Það sem er kannski stærst í þessu er að við erum að fara að gera meiri kröfur til okkar byrgja varðandi það hvernig þeir eru að stunda sín viðskipti.“ Danmörk Finnland Grænland Jafnréttismál Noregur Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna hófst í Hörpu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna fimm ásamt leiðtogum Grænlands og Álandseyja funduðu með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og hvað Norðurlöndin og norræn fyrirtæki gætu gert til að uppfylla þau markmið. Leiðtogarnir og fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu í dag yfirlýsingu sem leggur áherslu á þrjú heimsmarkmiðanna. Jafnrétti kynjanna, sjálfbæra neyslu og framleiðslu og loftslagsbreytingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti meðal annars á fundinum að leiðtogar Norðurlandanna sammæltust um nýja stefnu fyrir Norðurlöndin. Að svæðið yrði það sjálfbærasta í heiminum. „Okkar sameiginlega sýn fyrir Norðurlöndin er að svæðið verði það sjálfbærasta í heiminum,“ sagði Katrín. „Ég held að það sýni hversu brýnt það er að takast á við loftslagsvandann. Loftslagsmálin eru orðin þungamiðja ákvarðanatöku á samnorrænum vettvangi.“ Á blaðamannafundi forsætisráðherranna kom greinilega fram að nokkur einhugur væri um að öflugt samstarf hins opinbera og einkaaðila væri nauðsynlegt til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og fyrir auknu kynjajafnrétti. Það kom meðal annars fram í máli Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur.Leiðtogar Norðurlandanna og fulltrúar fyrirtækjanna stilltu sér upp á „fjölskyldumynd“ í lok fundar.Mynd/Egill„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að hið opinbera og einkageirinn haldist hönd í hönd,“ sagði Fredriksen. „Ég tel að ég tali fyrir hönd allra hér þegar ég segi að forysta norrænna forstjóra í þessum málum er mikill innblástur og við eigum að vinna að þessu saman sem forysta á hnattrænum vettvangi.“ „Við þurfum að vinna í auknu mæli með einkageiranum,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. „Við þurfum að gera það í nærumhverfinu, á landsvísu og á hnattræna vísu einfaldlega af því að við erum sterkari sameinuð.“ Johann Dennilind, forstjóri sænska fjarskiptarisans Telia, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd norrænna fyrirtækja. „Við sjáum það að þetta gerist ekki nema með samvinnu þessara tveggja aðila,“ segir Birna. „Það er mikill áhugi í viðskiptalífinu að ýta þessu áfram og að sjálfsögðu eiga stjórnvöld að nýta sér það.“ Hún segir að einn af lykilþáttunum í yfirlýsingunni snúi að byrjum fyrirtækjanna. Að þeir virði bæði umhverfið og jafnrétti. „Það sem er kannski stærst í þessu er að við erum að fara að gera meiri kröfur til okkar byrgja varðandi það hvernig þeir eru að stunda sín viðskipti.“
Danmörk Finnland Grænland Jafnréttismál Noregur Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
„Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30
Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15
Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15
Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33