Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. mars 2019 19:37 Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. „Þetta eru mjög sérstakar aðgerðir. Ég hef nú aldrei séð það áður að það séu svona verkföll, hótelið við hliðina á okkur er ekki í verkfalli, það eru handpikkuð einhver fyrirtæki og þau fara í verkfall,“ segir Kristófer. Hann var á hlaupum milli herbergja á Center hotel Klöpp þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta mun hafa mjög alvarleg áhrif til lengri tíma þegar bæði Efling og VR fara því það er allt okkar starfsfólk.“ „Kannski hafa okkar mistök verið að hótelin eru orðin eins og staðan er núna ofurseld þessum félögum að því leyti að við höfum ekki marga aðra starfsmenn,“ bætir hann við en langflest starfsfólk hótelkeðjunnar er í Eflingu eða VR. „Þetta er svolítið alvarleg staða þegar svona kemur upp en þetta hefur ekki komið upp í mjög langan tíma.“ Þá segir hann stöðuna sem blasi við vera enn dekkri sé litið til þrenginga á öðrum sviðum sem hafi bein áhrif á hótelgeirann, til dæmis staða flugfélaganna. „Við erum í beinu sambandi við stærstu ferðakaupstefnu heims og við sjáum hvað er að ske þar. Þar vilja menn helst bara ræða verkföll en ekki vöruna sem að við erum að reyna að selja þannig að auðvitað eru áhyggjur hjá fólki,“ segir Kristófer.Sjá einnig: Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Hann segist ekki muna eftir viðlíka aðgerðum á sínum um tuttugu ára ferli í bransanum. „Þegar að ég byrjaði hérna þá voru menn vel á veg komnir með þjóðarsáttina og þetta skandinavíska módel sem við höfum verið að vinna að þar sem að menn setjast niður og horfa, jafnhæfir aðilar beggja vegna, á hvað er til skiptanna. Nú er búið að bylta þessu og henda þjóðarsáttinni fyrir róða með SALEK-samningunum og komnar nýjar aðferðir. Það er það sem við þurfum að takast á við,“ segir Kristófer.Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela.Vísir/SigurjónBjó um rúmin á Hótel Borg „Þetta eru um hundrað starfsmenn sem eru í Eflingu og sem eru í boðuðu verkfalli þannig að þetta voru um 70 manns sem að lögðu niður störf klukkan tíu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, sem var önnum kafinn við þrif á Hótel Borg. Hann segir daginn í dag hafa gengið vonum framar en segir ljóst að frekari verkföll muni bíta enn frekar. Góður undirbúningur fyrir daginn í dag hafi orðið til þess að starfsemin hafi gengið nokkuð vel upp. „Við þurftum reyndar að loka fyrir sölu þannig að við erum með skaða þar og við erum búin að biðja gestina okkar um að tékka fyrr út þannig að við þurfum í flestum tilvikum að borga eitthvað fyrir það, veita afslátt og annað slíkt,“ segir Páll. „Starfsfólkið er búið að spila þetta mjög vel með okkur og það eru nokkrir sem að byrjuðu fyrr í morgun.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. „Þetta eru mjög sérstakar aðgerðir. Ég hef nú aldrei séð það áður að það séu svona verkföll, hótelið við hliðina á okkur er ekki í verkfalli, það eru handpikkuð einhver fyrirtæki og þau fara í verkfall,“ segir Kristófer. Hann var á hlaupum milli herbergja á Center hotel Klöpp þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta mun hafa mjög alvarleg áhrif til lengri tíma þegar bæði Efling og VR fara því það er allt okkar starfsfólk.“ „Kannski hafa okkar mistök verið að hótelin eru orðin eins og staðan er núna ofurseld þessum félögum að því leyti að við höfum ekki marga aðra starfsmenn,“ bætir hann við en langflest starfsfólk hótelkeðjunnar er í Eflingu eða VR. „Þetta er svolítið alvarleg staða þegar svona kemur upp en þetta hefur ekki komið upp í mjög langan tíma.“ Þá segir hann stöðuna sem blasi við vera enn dekkri sé litið til þrenginga á öðrum sviðum sem hafi bein áhrif á hótelgeirann, til dæmis staða flugfélaganna. „Við erum í beinu sambandi við stærstu ferðakaupstefnu heims og við sjáum hvað er að ske þar. Þar vilja menn helst bara ræða verkföll en ekki vöruna sem að við erum að reyna að selja þannig að auðvitað eru áhyggjur hjá fólki,“ segir Kristófer.Sjá einnig: Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Hann segist ekki muna eftir viðlíka aðgerðum á sínum um tuttugu ára ferli í bransanum. „Þegar að ég byrjaði hérna þá voru menn vel á veg komnir með þjóðarsáttina og þetta skandinavíska módel sem við höfum verið að vinna að þar sem að menn setjast niður og horfa, jafnhæfir aðilar beggja vegna, á hvað er til skiptanna. Nú er búið að bylta þessu og henda þjóðarsáttinni fyrir róða með SALEK-samningunum og komnar nýjar aðferðir. Það er það sem við þurfum að takast á við,“ segir Kristófer.Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela.Vísir/SigurjónBjó um rúmin á Hótel Borg „Þetta eru um hundrað starfsmenn sem eru í Eflingu og sem eru í boðuðu verkfalli þannig að þetta voru um 70 manns sem að lögðu niður störf klukkan tíu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, sem var önnum kafinn við þrif á Hótel Borg. Hann segir daginn í dag hafa gengið vonum framar en segir ljóst að frekari verkföll muni bíta enn frekar. Góður undirbúningur fyrir daginn í dag hafi orðið til þess að starfsemin hafi gengið nokkuð vel upp. „Við þurftum reyndar að loka fyrir sölu þannig að við erum með skaða þar og við erum búin að biðja gestina okkar um að tékka fyrr út þannig að við þurfum í flestum tilvikum að borga eitthvað fyrir það, veita afslátt og annað slíkt,“ segir Páll. „Starfsfólkið er búið að spila þetta mjög vel með okkur og það eru nokkrir sem að byrjuðu fyrr í morgun.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12
Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00
Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49