Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. mars 2019 19:37 Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. „Þetta eru mjög sérstakar aðgerðir. Ég hef nú aldrei séð það áður að það séu svona verkföll, hótelið við hliðina á okkur er ekki í verkfalli, það eru handpikkuð einhver fyrirtæki og þau fara í verkfall,“ segir Kristófer. Hann var á hlaupum milli herbergja á Center hotel Klöpp þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta mun hafa mjög alvarleg áhrif til lengri tíma þegar bæði Efling og VR fara því það er allt okkar starfsfólk.“ „Kannski hafa okkar mistök verið að hótelin eru orðin eins og staðan er núna ofurseld þessum félögum að því leyti að við höfum ekki marga aðra starfsmenn,“ bætir hann við en langflest starfsfólk hótelkeðjunnar er í Eflingu eða VR. „Þetta er svolítið alvarleg staða þegar svona kemur upp en þetta hefur ekki komið upp í mjög langan tíma.“ Þá segir hann stöðuna sem blasi við vera enn dekkri sé litið til þrenginga á öðrum sviðum sem hafi bein áhrif á hótelgeirann, til dæmis staða flugfélaganna. „Við erum í beinu sambandi við stærstu ferðakaupstefnu heims og við sjáum hvað er að ske þar. Þar vilja menn helst bara ræða verkföll en ekki vöruna sem að við erum að reyna að selja þannig að auðvitað eru áhyggjur hjá fólki,“ segir Kristófer.Sjá einnig: Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Hann segist ekki muna eftir viðlíka aðgerðum á sínum um tuttugu ára ferli í bransanum. „Þegar að ég byrjaði hérna þá voru menn vel á veg komnir með þjóðarsáttina og þetta skandinavíska módel sem við höfum verið að vinna að þar sem að menn setjast niður og horfa, jafnhæfir aðilar beggja vegna, á hvað er til skiptanna. Nú er búið að bylta þessu og henda þjóðarsáttinni fyrir róða með SALEK-samningunum og komnar nýjar aðferðir. Það er það sem við þurfum að takast á við,“ segir Kristófer.Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela.Vísir/SigurjónBjó um rúmin á Hótel Borg „Þetta eru um hundrað starfsmenn sem eru í Eflingu og sem eru í boðuðu verkfalli þannig að þetta voru um 70 manns sem að lögðu niður störf klukkan tíu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, sem var önnum kafinn við þrif á Hótel Borg. Hann segir daginn í dag hafa gengið vonum framar en segir ljóst að frekari verkföll muni bíta enn frekar. Góður undirbúningur fyrir daginn í dag hafi orðið til þess að starfsemin hafi gengið nokkuð vel upp. „Við þurftum reyndar að loka fyrir sölu þannig að við erum með skaða þar og við erum búin að biðja gestina okkar um að tékka fyrr út þannig að við þurfum í flestum tilvikum að borga eitthvað fyrir það, veita afslátt og annað slíkt,“ segir Páll. „Starfsfólkið er búið að spila þetta mjög vel með okkur og það eru nokkrir sem að byrjuðu fyrr í morgun.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. „Þetta eru mjög sérstakar aðgerðir. Ég hef nú aldrei séð það áður að það séu svona verkföll, hótelið við hliðina á okkur er ekki í verkfalli, það eru handpikkuð einhver fyrirtæki og þau fara í verkfall,“ segir Kristófer. Hann var á hlaupum milli herbergja á Center hotel Klöpp þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta mun hafa mjög alvarleg áhrif til lengri tíma þegar bæði Efling og VR fara því það er allt okkar starfsfólk.“ „Kannski hafa okkar mistök verið að hótelin eru orðin eins og staðan er núna ofurseld þessum félögum að því leyti að við höfum ekki marga aðra starfsmenn,“ bætir hann við en langflest starfsfólk hótelkeðjunnar er í Eflingu eða VR. „Þetta er svolítið alvarleg staða þegar svona kemur upp en þetta hefur ekki komið upp í mjög langan tíma.“ Þá segir hann stöðuna sem blasi við vera enn dekkri sé litið til þrenginga á öðrum sviðum sem hafi bein áhrif á hótelgeirann, til dæmis staða flugfélaganna. „Við erum í beinu sambandi við stærstu ferðakaupstefnu heims og við sjáum hvað er að ske þar. Þar vilja menn helst bara ræða verkföll en ekki vöruna sem að við erum að reyna að selja þannig að auðvitað eru áhyggjur hjá fólki,“ segir Kristófer.Sjá einnig: Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Hann segist ekki muna eftir viðlíka aðgerðum á sínum um tuttugu ára ferli í bransanum. „Þegar að ég byrjaði hérna þá voru menn vel á veg komnir með þjóðarsáttina og þetta skandinavíska módel sem við höfum verið að vinna að þar sem að menn setjast niður og horfa, jafnhæfir aðilar beggja vegna, á hvað er til skiptanna. Nú er búið að bylta þessu og henda þjóðarsáttinni fyrir róða með SALEK-samningunum og komnar nýjar aðferðir. Það er það sem við þurfum að takast á við,“ segir Kristófer.Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela.Vísir/SigurjónBjó um rúmin á Hótel Borg „Þetta eru um hundrað starfsmenn sem eru í Eflingu og sem eru í boðuðu verkfalli þannig að þetta voru um 70 manns sem að lögðu niður störf klukkan tíu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, sem var önnum kafinn við þrif á Hótel Borg. Hann segir daginn í dag hafa gengið vonum framar en segir ljóst að frekari verkföll muni bíta enn frekar. Góður undirbúningur fyrir daginn í dag hafi orðið til þess að starfsemin hafi gengið nokkuð vel upp. „Við þurftum reyndar að loka fyrir sölu þannig að við erum með skaða þar og við erum búin að biðja gestina okkar um að tékka fyrr út þannig að við þurfum í flestum tilvikum að borga eitthvað fyrir það, veita afslátt og annað slíkt,“ segir Páll. „Starfsfólkið er búið að spila þetta mjög vel með okkur og það eru nokkrir sem að byrjuðu fyrr í morgun.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12
Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00
Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49