Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fréttamenn Stöðvar 2 hafa í dag fylgst náið með verkfallsaðgerðum hótelþerna í Eflingu. Rætt verður við stjórnendur Eflingar, hótelþernur í verkfalli og framkvæmdastjóra og eigendur hótela í fréttatíma Stöðvar 2 sem hefst klukkan 18:30.

Fréttamaður okkar verður í beinni útsendingu frá Gamla bíói þar sem Efling og menningar-og friðarsamtökin MFÍK hafa verið með dagskrá og aðstöðu síðan klukkan tíu í morgun.

Leikskólastarfsmaður á Egilsstöðum hefur nú veikst af mislingum og er það fimmta staðfesta mislingasmitið hér á landi. Við segjum nánar frá því í fréttatímanum en ráðist verður í umfangsmiklar bólusetningar á Höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi um helgina.

Sagt verður frá ýmsum viðburðum sem voru haldnir í dag í tilefni að alþjóðlegum baráttudegi kvenna og frá fyrstu niðurstöðum í rannsókn um áfallasögu kvenna þar sem um þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í námi eða starfi og um fimmtungur þeirra er með merki um áfallastreituröskun.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar tvö, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×