Það hefur mikið gengið á hjá eiginkonum knattspyrnumannanna Jamie Vardy og Wayne Rooney undanfarnar vikur en það má með sanni segja að þær séu í stríði.
Coleen Rooney birti á dögunum tilfinningaþrungna færslu um að Rebekah Vardy hafi verið að leka öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun slúðurmiðilinn.
Færslan var afar dramatísk en Coleen endaði á því að skrifa: „Þetta er……. aðgangur Rebeku Vardy,“ en færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan.
This has been a burden in my life for a few years now and finally I have got to the bottom of it...... pic.twitter.com/0YqJAoXuK1
— Coleen Rooney (@ColeenRoo) October 9, 2019
Margt og mikið hefur gengið á síðan þá en fjölskyldurnar eru sagðar ekki tala saman. Rebekah Vardy nýtti sér því tækifærið í gær.
Jamie Vardy skoraði þrennu er Leicester niðurlægði Southampton, 9-0, og því skrifaði Rebekah Vardy á Twitter-síðu sína í gær:
„Þetta er ….. Jamie Vardy #9,“ skrifaði hún og setti kall með. Tístið má sjá hér að neðan.
It’s...... Jamie Vardy #9
— Rebekah Vardy (@RebekahVardy) October 25, 2019
Leicester hefur byrjað leiktíðina frábærlega og er í 2. sæti deildarinnar með 20 stig.