Özil er launahæsti leikmaður Arsenal en hann hefur ekki verið í náðinni hjá Emery. Hann hefur nú verið utan leikmannahóps Arsenal í síðustu tveimur leikjum.
Hann hefur einungis leikið tvo leiki á tímabilinu og Emery segir að það séu eðlilegar skýringar á því.
„Ég hugsa alltaf hvaða leikmenn henta best í hvern leik og bestu leikmennirnir eru í hópnum hverju sinni og hjálpa okkur,“ sagði Emery í samtali við BT Sport eftir leikinn.
Shots fired at Mesut Ozil by Unai Emery #Arsenal#AFChttps://t.co/VyZe39QJlGpic.twitter.com/PwV0pLxpOJ
— Daily Star Sport (@DailyStar_Sport) October 4, 2019
„Þegar ég ákveð að hann sé ekki í leikmannahópnum þá er það vegna þess að einhver annar leikmaður á það meira skilið. Á sunnudaginn er annar leikur og þá munum við ákveða það eftir sömu formúlu.“
„Bestu ellefu leikmennirnir til þess að vinna leikinn á sunnudaginn verða valdir til þess að spila á erfiðum útivelli hjá Bournemouth. Við munum halda áfram að velja á þá vegu og þannig verður það alltaf,“ sagði Emery.