Hegningarauka krafist við dóminn í Landsréttarmálinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. október 2019 07:00 Vilhjálmur H VIlhjálmsson lögmaður. Fréttablaðið/GVA Tvö sakamál gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni, kæranda Landsréttarmálsins, eru nú rekin fyrir íslenskum dómstólum; eitt fyrir Héraðsdómi Suðurlands þar sem Guðmundur neitar sök og annað sem þegar hefur verið dæmt í héraði og er nú rekið fyrir Landsrétti. Í báðum málunum er ákært fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna; sams konar brot og í málinu sem Guðmundur vann gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, í Landsréttarmálinu svokallaða. Málin tvö varða meint brot sem framin voru áður en dómur var kveðinn upp í málinu sem fór að lokum til MDE. Hegningarlögin mæla fyrir um að í slíkum tilvikum skuli höfða ný mál og dæma hegningarauka við hinn fallna dóm, það er að auka við refsinguna sem búið er að dæma manninn til, í stað þess að kveða upp nýjan dóm með nýrri refsiákvörðun. „Þetta er enn ein óvissan sem málskotið til yfirdeildarinnar skapar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Guðmundar, og bætir við: „Það er auðvitað mjög óvenjulegt að dæma hegningarauka við dóm sem fyrir liggur að var ólöglegur samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins. Það er ástæða þess að við förum með þessi mál í gegnum öll dómstigin.“ Aðalmeðferð verður öðru málinu í Landsrétti 14. október og í hinu málinu í Héraðsdómi Suðurlands 21. október. Vilhjálmur segist ekki geta ímyndað sér hvernig dómstólarnir fari með málin. Nógu snúið sé fyrir réttarkerfið að bregðast við dómi MDE í Landsréttarmálinu en við það bætist nú langt tímabil óvissu meðan beðið er niðurstöðu yfirdeildar. Búist er við að biðin eftir niðurstöðu yfirdeildar geti orðið tvö ár. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tvö sakamál gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni, kæranda Landsréttarmálsins, eru nú rekin fyrir íslenskum dómstólum; eitt fyrir Héraðsdómi Suðurlands þar sem Guðmundur neitar sök og annað sem þegar hefur verið dæmt í héraði og er nú rekið fyrir Landsrétti. Í báðum málunum er ákært fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna; sams konar brot og í málinu sem Guðmundur vann gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, í Landsréttarmálinu svokallaða. Málin tvö varða meint brot sem framin voru áður en dómur var kveðinn upp í málinu sem fór að lokum til MDE. Hegningarlögin mæla fyrir um að í slíkum tilvikum skuli höfða ný mál og dæma hegningarauka við hinn fallna dóm, það er að auka við refsinguna sem búið er að dæma manninn til, í stað þess að kveða upp nýjan dóm með nýrri refsiákvörðun. „Þetta er enn ein óvissan sem málskotið til yfirdeildarinnar skapar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Guðmundar, og bætir við: „Það er auðvitað mjög óvenjulegt að dæma hegningarauka við dóm sem fyrir liggur að var ólöglegur samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins. Það er ástæða þess að við förum með þessi mál í gegnum öll dómstigin.“ Aðalmeðferð verður öðru málinu í Landsrétti 14. október og í hinu málinu í Héraðsdómi Suðurlands 21. október. Vilhjálmur segist ekki geta ímyndað sér hvernig dómstólarnir fari með málin. Nógu snúið sé fyrir réttarkerfið að bregðast við dómi MDE í Landsréttarmálinu en við það bætist nú langt tímabil óvissu meðan beðið er niðurstöðu yfirdeildar. Búist er við að biðin eftir niðurstöðu yfirdeildar geti orðið tvö ár.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira