Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2019 10:20 Þinghúsið í Missouri. Vísir/AP Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. Guardian greinir frá. Löggjöfin var samþykkt af efri deild þingsins síðasta fimmtudag og fékk samþykki fulltrúadeildar í gærkvöldi. Lögin hafa því verið borin fyrir ríkisstjórann, Mike Parson, og er búist við því að Parson, sem kemur úr röðum repúblikanaflokksins, muni staðfesta lögin með undirskrift sinni. Parson hefur stutt löggjöfina og á stuðningsfundi í vikunni sagði hann „Þangað til að þungunarrof verður ekki framkvæmt í landinu, mun ég aldrei gefa eftir í baráttunni fyrir lífum“ Með nýrri löggjöf í Missouri verður þungunarrof óheimilt í ríkinu eftir átta vikur, tveimur vikum síðar en í Alabama. Líkt og í Alabama verða ekki gerðar undantekningar vegna nauðgunar eða sifjaspells. Þó verður hægt að gangast undir þungunarrof ógni þungunin lífi móður. Læknar í Missouri, sem framkvæma þungunarrof eftir meira en 8 vikna þungun, eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi en fyrir sama „brot“ í Alabama geta læknar hlotið 99 ára fangelsisdóm. Konur í Missouri sem gangast undir þungunarrof eiga ekki í hættu að verða dæmdar til fangelsisvistar. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. Guardian greinir frá. Löggjöfin var samþykkt af efri deild þingsins síðasta fimmtudag og fékk samþykki fulltrúadeildar í gærkvöldi. Lögin hafa því verið borin fyrir ríkisstjórann, Mike Parson, og er búist við því að Parson, sem kemur úr röðum repúblikanaflokksins, muni staðfesta lögin með undirskrift sinni. Parson hefur stutt löggjöfina og á stuðningsfundi í vikunni sagði hann „Þangað til að þungunarrof verður ekki framkvæmt í landinu, mun ég aldrei gefa eftir í baráttunni fyrir lífum“ Með nýrri löggjöf í Missouri verður þungunarrof óheimilt í ríkinu eftir átta vikur, tveimur vikum síðar en í Alabama. Líkt og í Alabama verða ekki gerðar undantekningar vegna nauðgunar eða sifjaspells. Þó verður hægt að gangast undir þungunarrof ógni þungunin lífi móður. Læknar í Missouri, sem framkvæma þungunarrof eftir meira en 8 vikna þungun, eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi en fyrir sama „brot“ í Alabama geta læknar hlotið 99 ára fangelsisdóm. Konur í Missouri sem gangast undir þungunarrof eiga ekki í hættu að verða dæmdar til fangelsisvistar.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00