Erlent

Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu

Andri Eysteinsson skrifar
Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó.
Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó. Getty/Mario Tema
Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. AP greinir frá.

Fyrr hafði Crusius játað verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist þá hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Crusius er sagður hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst síðastliðinn.

Fjölmennt var í réttarsalnum í El Paso þegar málið var tekið fyrir. Ákæruyfirvöld í El Paso hafa greint frá því að farið verði fram á dauðarefsingu yfir Crusius. Öryggisgæsla verður aukin á meðan að réttað verður yfir Crusius enda er búist við miklum hita og fjölmenni.

Crusius gaf sig fram til lögreglu klukkustund eftir skotárásina og fram kemur í skýrslu að hann hafi strax játað á sig morðin með orðunum „ég er árásarmaðurinn“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×