Landsmenn hefðu getað greitt töluvert lægri vexti Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2019 10:06 Aldrei verið erfiðara að kaupa fyrstu eign en nú, samkvæmt greiningu Íslandsbanka. Vísir/vilhelm Greining Íslandsbanka spáir 3% árlegri hækkun íbúðaverðs til 2021 og að raunverð svo gott sem standi í stað á sama tímabili. Þá hefðu Íslendingar getað greitt lægri vexti en raunin varð miðað við skattskýrslur á síðastliðnu ári. Þetta kemur fram í nýbirtri greiningu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. Í skýrslunni kemur fram að íbúðaverð hafi hækkað um 5,2% að raunvirði árið 2018 frá árinu á undan. Gert er ráð fyrir því að raunverð íbúða standi í stað á árinu og hækki svo einungis um 0,2% umfram almennt verðlag á næsta ári og 0,5% árið 2021. „Nýjasta verðbólguspá Greiningar hljóðar upp á 3,1% meðalverðbólgu í ár, 2,6% árið 2020 og 2,8% verðbólgu árið 2021. Við spáum því um 3% árlegri hækkun húsnæðisverðs að nafnvirði á umræddu tímabili.“Vaxtaálögur 81 milljarður en hefðu getað verið 69 Þá voru vigtaðir húsnæðislánavextir heimila landsins 4,9% á síðastliðnu ári miðað við skattskýrslur landsmanna. Vigtaðir vextir hefðu hins vegar getað verið 0,7 prósentum lægri, eða 4,2%, ef gert væri ráð fyrir að öll íbúðalán bæru lægstu vexti sem stóðu til boða á sama tíma. Það jafngildir 15% lægri vaxtabyrði. Vaxtaálögur vegna íbúðalána námu því 81 milljarði króna á síðastliðnu ári en hefðu getað verið 12 milljörðum lægri. Áðurnefnt dæmi miðar við vexti fjármálafyrirtækja en lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum hagstæðari kjör sem eru háð strangari lántökuskilyrðum. „Bendir þetta til þess að svigrúm sé til þess að ná fram enn frekari hagræðingu. Sé, til einföldunar, litið framhjá skilyrðum lífeyrissjóða gætu vaxtaálögur heimila landsins verið um helmingi lægri eða sem nemur um 38 mö.kr. Undirstrikar þetta mikilvægi þess að þekkja markaðsvexti sem standa til boða hverju sinni með það fyrir augum að endurfjármagna og draga úr vaxtakostnaði,“ segir í greiningu Íslandsbanka.Hér að neðan má hlusta á Elvar Orra Hreinsson, sérfræðing hjá Greiningu Íslandsbanka, ræða nýútgefna skýrslu.Fermetrinn aldrei dýrari Þá er meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu rúmlega 460 þúsund krónur og hefur aldrei verið hærra að raunvirði. Verðið er til dæmis 9% hærra en þegar það náði hæstu hæðum í síðustu uppsveiflu árið 2007. Meðalfermetraverð á landsbyggðinni er 277 þúsund krónur og 13% hærra en það var árið 2007 og hefur því heldur aldrei verið hærra að raunvirði. Meðalfermetraverð eigna undir 70 fermetrum á höfuðborgarsvæðinu er rúmlega 572 þúsund krónur og hefur aldrei verið hærra að raunvirði, en það hefur hækkað um 77% á höfuðborgarsvæðinu og 75% á landsbyggðinni. Verðið er 20% hærra en þegar það náði hæstu hæðum í síðustu uppsveiflu. Því hefur aldrei verið eins dýrt að eignast smáar eignir á Íslandi eins og nú. Aldrei verið erfiðara að kaupa fyrstu eign Fyrstu kaupendur eru margir á aldrinum 25-34 ára og sækja í smærri eignir í samræmi við kaupgetu. Kaupmáttur þessa hóps hefur þó haldist illa í hendur við raunverð smærri eigna. „Frá árinu 2000 hafa staðvirtar ráðstöfunartekjur þessa aldurshóps aukist um 15%. Á sama tíma hefur raunverð eigna sem eru 70 m2 eða minni hátt í tvöfaldast (93%). Í núverandi uppsveiflu hefur þetta samband rofnað töluvert.“ Árið 2018 var íbúðaverð um 39% yfir langtímameðaltali hlutfalls íbúðaverðs smærri eigna og kaupmáttar 25–34 ára. Má því segja að það ár hafi verið um 39% erfiðara að eignast íbúðí þessum stærðarflokki en að meðaltali á tímabilinu. „Það hefur því aldrei verið erfiðara, miðað við laun, að kaupa fyrstu fasteign en nú þegar horft er til undanfarinna tveggja áratuga.“ Greiningu Íslandsbanka má lesa í heild hér. Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir 3% árlegri hækkun íbúðaverðs til 2021 og að raunverð svo gott sem standi í stað á sama tímabili. Þá hefðu Íslendingar getað greitt lægri vexti en raunin varð miðað við skattskýrslur á síðastliðnu ári. Þetta kemur fram í nýbirtri greiningu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. Í skýrslunni kemur fram að íbúðaverð hafi hækkað um 5,2% að raunvirði árið 2018 frá árinu á undan. Gert er ráð fyrir því að raunverð íbúða standi í stað á árinu og hækki svo einungis um 0,2% umfram almennt verðlag á næsta ári og 0,5% árið 2021. „Nýjasta verðbólguspá Greiningar hljóðar upp á 3,1% meðalverðbólgu í ár, 2,6% árið 2020 og 2,8% verðbólgu árið 2021. Við spáum því um 3% árlegri hækkun húsnæðisverðs að nafnvirði á umræddu tímabili.“Vaxtaálögur 81 milljarður en hefðu getað verið 69 Þá voru vigtaðir húsnæðislánavextir heimila landsins 4,9% á síðastliðnu ári miðað við skattskýrslur landsmanna. Vigtaðir vextir hefðu hins vegar getað verið 0,7 prósentum lægri, eða 4,2%, ef gert væri ráð fyrir að öll íbúðalán bæru lægstu vexti sem stóðu til boða á sama tíma. Það jafngildir 15% lægri vaxtabyrði. Vaxtaálögur vegna íbúðalána námu því 81 milljarði króna á síðastliðnu ári en hefðu getað verið 12 milljörðum lægri. Áðurnefnt dæmi miðar við vexti fjármálafyrirtækja en lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum hagstæðari kjör sem eru háð strangari lántökuskilyrðum. „Bendir þetta til þess að svigrúm sé til þess að ná fram enn frekari hagræðingu. Sé, til einföldunar, litið framhjá skilyrðum lífeyrissjóða gætu vaxtaálögur heimila landsins verið um helmingi lægri eða sem nemur um 38 mö.kr. Undirstrikar þetta mikilvægi þess að þekkja markaðsvexti sem standa til boða hverju sinni með það fyrir augum að endurfjármagna og draga úr vaxtakostnaði,“ segir í greiningu Íslandsbanka.Hér að neðan má hlusta á Elvar Orra Hreinsson, sérfræðing hjá Greiningu Íslandsbanka, ræða nýútgefna skýrslu.Fermetrinn aldrei dýrari Þá er meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu rúmlega 460 þúsund krónur og hefur aldrei verið hærra að raunvirði. Verðið er til dæmis 9% hærra en þegar það náði hæstu hæðum í síðustu uppsveiflu árið 2007. Meðalfermetraverð á landsbyggðinni er 277 þúsund krónur og 13% hærra en það var árið 2007 og hefur því heldur aldrei verið hærra að raunvirði. Meðalfermetraverð eigna undir 70 fermetrum á höfuðborgarsvæðinu er rúmlega 572 þúsund krónur og hefur aldrei verið hærra að raunvirði, en það hefur hækkað um 77% á höfuðborgarsvæðinu og 75% á landsbyggðinni. Verðið er 20% hærra en þegar það náði hæstu hæðum í síðustu uppsveiflu. Því hefur aldrei verið eins dýrt að eignast smáar eignir á Íslandi eins og nú. Aldrei verið erfiðara að kaupa fyrstu eign Fyrstu kaupendur eru margir á aldrinum 25-34 ára og sækja í smærri eignir í samræmi við kaupgetu. Kaupmáttur þessa hóps hefur þó haldist illa í hendur við raunverð smærri eigna. „Frá árinu 2000 hafa staðvirtar ráðstöfunartekjur þessa aldurshóps aukist um 15%. Á sama tíma hefur raunverð eigna sem eru 70 m2 eða minni hátt í tvöfaldast (93%). Í núverandi uppsveiflu hefur þetta samband rofnað töluvert.“ Árið 2018 var íbúðaverð um 39% yfir langtímameðaltali hlutfalls íbúðaverðs smærri eigna og kaupmáttar 25–34 ára. Má því segja að það ár hafi verið um 39% erfiðara að eignast íbúðí þessum stærðarflokki en að meðaltali á tímabilinu. „Það hefur því aldrei verið erfiðara, miðað við laun, að kaupa fyrstu fasteign en nú þegar horft er til undanfarinna tveggja áratuga.“ Greiningu Íslandsbanka má lesa í heild hér.
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira