Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2019 10:45 Ísland stefnir nú hraðbyri á lista með löndum á borð við Afganistan, Jemen, Íran, Úganda og fleiri ríkum hvar ætlað er að peningaþvætti sé stundað af miklum móð. Getty/Caspar Benson Bankamenn óttast að Ísland lendi á gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF (The Financial Action Task Force) vegna sleðaháttar stjórnvalda í aðgerðum og vörnum gegn peningaþvætti. Þetta hlýtur meðal annars að standa uppá Fjármálaeftirlitið hvers meginhlutverk er að standa vörð um heilbrigði og traust fjármálamarkaðarins. Í þessu samhengi hefur Eva Hauksdóttir lögfræðingur vakið athygli á því sem hún kallar háðsk gullkorn í stjórnarsáttmálanum: „Skattrannsóknir verða efldar samhliða því að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgari vinnumarkaði. Áframhaldandi áhersla þarf að vera á alþjóðlegt samstarf gegn skattundanskotum og skattsvikum þannig að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja sem berjast gegn skattaskjólum.“Andvaraleysið algert En ef marka má FATF eru þetta orðin tóm, andvaraleysið er algert. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, sem hefur fjallað ítarlega um peningaþvætti í miklum greinaflokki á sínum miðli, fagnar því að þetta sé loksins komið á dagskrá, staða sem hefur legið fyrir í tæpt eitt og hálft ár; að Ísland hafi varla uppi nokkrar varnir gegn peningaþvætti.Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hefur lengi talað fyrir daufum eyrum um Ísland og peningaþvætti. Menn eru nú loks að vakna til vitundar um vandann.Vísir/Egill AðalsteinssonÞar er staðan ein rjúkandi rúst og stefnir í að Ísland fari á lista yfir ósamvinnuþýð ríki með Afganistan, Jemen, Íran, Úganda og fleirum. „Það er stórmál – eitt það stærsta – að svona hafi staðan verið. Hér hafa meira að segja verið settar upp leiðir af Seðlabankanum til að þvo peninga og veita þeim heilbrigðisvottorð,“ segir Þórður Snær á Facebooksíðu sinni.Ísland risavaxin peningaþvottastöð Hann segir jafnframt fáa hafa sýnt málinu áhuga, enginn stjórnmálamaður tekið málið föstum tökum og enginn virtist ætla að gera neitt í þessu, ekki fyrr en FATF hótaði að setja Ísland á listann, sem myndi þá hafa t.d. áhrif á getu banka til að fjármagna sig alþjóðlega.Enginn hefur enn kallað eftir því að það verði rannsakað í þaula hvort að Ísland hafi verið risavaxin peningaþvottastöð. Björn Leví Gunnarsson þingmaður staðfestir þetta áhuga- og andvaraleysi. „Við fáum nákvæmlega núll áhuga þegar við spyrjum um þessi mál á þingi. Það mætir kannski einhver á stuttan fund þar sem svör við spurningum fara alla hringi sem hægt er að hugsa sér og svo klárast tíminn og ekkert ... gerist.“ Alþingi Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Ísland á gráum lista FATF Peningaþvætti norrænna banka Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Sjá meira
Bankamenn óttast að Ísland lendi á gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF (The Financial Action Task Force) vegna sleðaháttar stjórnvalda í aðgerðum og vörnum gegn peningaþvætti. Þetta hlýtur meðal annars að standa uppá Fjármálaeftirlitið hvers meginhlutverk er að standa vörð um heilbrigði og traust fjármálamarkaðarins. Í þessu samhengi hefur Eva Hauksdóttir lögfræðingur vakið athygli á því sem hún kallar háðsk gullkorn í stjórnarsáttmálanum: „Skattrannsóknir verða efldar samhliða því að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgari vinnumarkaði. Áframhaldandi áhersla þarf að vera á alþjóðlegt samstarf gegn skattundanskotum og skattsvikum þannig að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja sem berjast gegn skattaskjólum.“Andvaraleysið algert En ef marka má FATF eru þetta orðin tóm, andvaraleysið er algert. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, sem hefur fjallað ítarlega um peningaþvætti í miklum greinaflokki á sínum miðli, fagnar því að þetta sé loksins komið á dagskrá, staða sem hefur legið fyrir í tæpt eitt og hálft ár; að Ísland hafi varla uppi nokkrar varnir gegn peningaþvætti.Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hefur lengi talað fyrir daufum eyrum um Ísland og peningaþvætti. Menn eru nú loks að vakna til vitundar um vandann.Vísir/Egill AðalsteinssonÞar er staðan ein rjúkandi rúst og stefnir í að Ísland fari á lista yfir ósamvinnuþýð ríki með Afganistan, Jemen, Íran, Úganda og fleirum. „Það er stórmál – eitt það stærsta – að svona hafi staðan verið. Hér hafa meira að segja verið settar upp leiðir af Seðlabankanum til að þvo peninga og veita þeim heilbrigðisvottorð,“ segir Þórður Snær á Facebooksíðu sinni.Ísland risavaxin peningaþvottastöð Hann segir jafnframt fáa hafa sýnt málinu áhuga, enginn stjórnmálamaður tekið málið föstum tökum og enginn virtist ætla að gera neitt í þessu, ekki fyrr en FATF hótaði að setja Ísland á listann, sem myndi þá hafa t.d. áhrif á getu banka til að fjármagna sig alþjóðlega.Enginn hefur enn kallað eftir því að það verði rannsakað í þaula hvort að Ísland hafi verið risavaxin peningaþvottastöð. Björn Leví Gunnarsson þingmaður staðfestir þetta áhuga- og andvaraleysi. „Við fáum nákvæmlega núll áhuga þegar við spyrjum um þessi mál á þingi. Það mætir kannski einhver á stuttan fund þar sem svör við spurningum fara alla hringi sem hægt er að hugsa sér og svo klárast tíminn og ekkert ... gerist.“
Alþingi Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Ísland á gráum lista FATF Peningaþvætti norrænna banka Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Sjá meira
Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15