Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Ari Brynjólfsson skrifar 9. október 2019 07:15 Ísland gæti endað á lista FATF yfir áhættusöm þriðju lönd þar sem ríki á borð við Afghanistan, Írak, Jemen og Úganda eru. Fréttablaðið/Pjetur Viðmælendur Fréttablaðsins innan viðskiptabankanna hafa talsverðar áhyggjur af veru Íslands á svokölluðum gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF. Telja þeir bankana hafa farið í mikla vinnu og gert allt sem í þeirra valdi stendur, einnig gagnvart erlendum bönkum, til að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Í skýrslu FATF frá því í fyrra var talið upp 51 atriði sem stæði út af. Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu frá því á sunnudag að sérfræðingahópur FATF telur að enn standi út af sex atriði sem geti leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ef það verður niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Hyggjast stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, þá fram á næsta ár. Hafa bankar nú þegar rætt við erlenda banka sem telja áhrifin óveruleg á núverandi viðskipti, en það gæti aukið flækju við að stofna til nýrra viðskipta ef Ísland er á listanum. Þá sé ótímabært að ræða hvað slíkt gæti á endanum kostað. Stjórnvöld og ráðgjafar þeirra telja möguleg áhrif óveruleg og er talið að veran á listanum hafi hvorki bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Fjármálaeftirlitið deilir þeirri skoðun ráðuneytisins að unnið hafi verið vel að því að leysa úr öllum atriðunum. Í bréfi stjórnvalda til bankastjóra viðskiptabankanna sem sent var á fimmtudag í síðustu viku segir að taldar séu verulegar líkur á því að Ísland lendi á listanum. Bankarnir eigi því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. Unnið sé hins vegar að því á öllum stöðum innan stjórnkerfisins að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í gær sem koma eiga til móts við athugasemdir FATF. Er þar annars vegar um að ræða frumvarp sem snýr að sölu haldlagðra kyrrsettra eigna og muna en hins vegar frumvarp um skráningarskyldu félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og þann mikla flýti sem einkenndi málin. Vonir ríkisstjórnarinnar standa til að frumvörpin verði afgreidd með hraði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að frumvörpin tvö verði að lögum í dag eða á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Viðmælendur Fréttablaðsins innan viðskiptabankanna hafa talsverðar áhyggjur af veru Íslands á svokölluðum gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF. Telja þeir bankana hafa farið í mikla vinnu og gert allt sem í þeirra valdi stendur, einnig gagnvart erlendum bönkum, til að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Í skýrslu FATF frá því í fyrra var talið upp 51 atriði sem stæði út af. Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu frá því á sunnudag að sérfræðingahópur FATF telur að enn standi út af sex atriði sem geti leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ef það verður niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Hyggjast stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, þá fram á næsta ár. Hafa bankar nú þegar rætt við erlenda banka sem telja áhrifin óveruleg á núverandi viðskipti, en það gæti aukið flækju við að stofna til nýrra viðskipta ef Ísland er á listanum. Þá sé ótímabært að ræða hvað slíkt gæti á endanum kostað. Stjórnvöld og ráðgjafar þeirra telja möguleg áhrif óveruleg og er talið að veran á listanum hafi hvorki bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Fjármálaeftirlitið deilir þeirri skoðun ráðuneytisins að unnið hafi verið vel að því að leysa úr öllum atriðunum. Í bréfi stjórnvalda til bankastjóra viðskiptabankanna sem sent var á fimmtudag í síðustu viku segir að taldar séu verulegar líkur á því að Ísland lendi á listanum. Bankarnir eigi því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. Unnið sé hins vegar að því á öllum stöðum innan stjórnkerfisins að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í gær sem koma eiga til móts við athugasemdir FATF. Er þar annars vegar um að ræða frumvarp sem snýr að sölu haldlagðra kyrrsettra eigna og muna en hins vegar frumvarp um skráningarskyldu félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og þann mikla flýti sem einkenndi málin. Vonir ríkisstjórnarinnar standa til að frumvörpin verði afgreidd með hraði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að frumvörpin tvö verði að lögum í dag eða á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira