Kirkjan að loka á ellefu alda búskap í Skálholti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2019 07:00 Búfjárhald var í Skálholti nær óslitið frá landnámi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Útlit er fyrir að búskapur leggist af í Skálholti í vor þegar núverandi ábúðarsamningur rennur sitt skeið. Kirkjuráðsmaður segir ástæðuna þá að fjósbygging á staðnum sé úrelt og að lagfæringar komi ekki til með að standa undir kostnaði. Búskapur hefur verið í Skálholti nær óslitið frá því að Ísland var numið. Jörðin hefur verið eign kirkjunnar eftir hún fékk hana að gjöf frá ríkinu árið 1963. Fyrir fimm árum var til skoðunar hvort hætta ætti að leigja jörðina til ábúðar en að endingu var afráðið að gera fimm ára leigusamning. Á síðasta fundi kirkjuráðs var hins vegar samþykkt að stefna að því að búskap ljúki á jörðinni í vor. „Miðað við þá aðstöðu sem er til búskapar þarna, það er fjósbygginguna, og greiðslumarkið sem fylgir jörðinni þá er þetta í raun hið eina í stöðunni,“ segir kirkjuráðsmaðurinn Stefán Magnússon. „Fjósið er barn síns tíma og stenst eiginlega ekki þær kröfur sem nú eru gerðar. Miðað við þá öru þróun sem verið hefur í mjólkurframleiðslu undanfarin ár og áratugi þá eru framleiðslutækin úrelt. Mjólkurframleiðsla sætir býsna ströngum kröfum og reglugerðum og það er fyrst og fremst það sem býr að baki. Nú standa menn frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að setja 200 milljónir í nýbyggingu eða að hætta búskap,“ segir Stefán. Óljóst sé hvað verði um þær byggingar sem tengjast rekstrinum. Íbúðarhúsið verði vafalaust áfram nýtt og sennilegt er að túnin verði leigð út. Þá er sennilegast að mjólkurkvóti jarðarinnar, undir hundrað þúsund lítrum, verði með tímanum seldur þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um það. „Það er ekki mikill kvóti þarna. Eðlilegast er að hann verði seldur. Metnaður kirkjunnar liggur að sjálfsögðu ekki í því að standa í framleiðslu á mjólk enda væri það nokkuð skrítið ef hún færi að standa í slíku,“ segir Stefán. Aðspurður segir Stefán að núverandi ábúandi hafi viljað framlengja samninginn en vilji til þess sé ekki fyrir hendi hjá kirkjunni. Fréttablaðið reyndi að ná tali af ábúanda jarðarinnar en hann var vant við látinn við að hafa uppi á nautgrip sem sloppið hafði úr fjósinu. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Þjóðkirkjan Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Útlit er fyrir að búskapur leggist af í Skálholti í vor þegar núverandi ábúðarsamningur rennur sitt skeið. Kirkjuráðsmaður segir ástæðuna þá að fjósbygging á staðnum sé úrelt og að lagfæringar komi ekki til með að standa undir kostnaði. Búskapur hefur verið í Skálholti nær óslitið frá því að Ísland var numið. Jörðin hefur verið eign kirkjunnar eftir hún fékk hana að gjöf frá ríkinu árið 1963. Fyrir fimm árum var til skoðunar hvort hætta ætti að leigja jörðina til ábúðar en að endingu var afráðið að gera fimm ára leigusamning. Á síðasta fundi kirkjuráðs var hins vegar samþykkt að stefna að því að búskap ljúki á jörðinni í vor. „Miðað við þá aðstöðu sem er til búskapar þarna, það er fjósbygginguna, og greiðslumarkið sem fylgir jörðinni þá er þetta í raun hið eina í stöðunni,“ segir kirkjuráðsmaðurinn Stefán Magnússon. „Fjósið er barn síns tíma og stenst eiginlega ekki þær kröfur sem nú eru gerðar. Miðað við þá öru þróun sem verið hefur í mjólkurframleiðslu undanfarin ár og áratugi þá eru framleiðslutækin úrelt. Mjólkurframleiðsla sætir býsna ströngum kröfum og reglugerðum og það er fyrst og fremst það sem býr að baki. Nú standa menn frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að setja 200 milljónir í nýbyggingu eða að hætta búskap,“ segir Stefán. Óljóst sé hvað verði um þær byggingar sem tengjast rekstrinum. Íbúðarhúsið verði vafalaust áfram nýtt og sennilegt er að túnin verði leigð út. Þá er sennilegast að mjólkurkvóti jarðarinnar, undir hundrað þúsund lítrum, verði með tímanum seldur þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um það. „Það er ekki mikill kvóti þarna. Eðlilegast er að hann verði seldur. Metnaður kirkjunnar liggur að sjálfsögðu ekki í því að standa í framleiðslu á mjólk enda væri það nokkuð skrítið ef hún færi að standa í slíku,“ segir Stefán. Aðspurður segir Stefán að núverandi ábúandi hafi viljað framlengja samninginn en vilji til þess sé ekki fyrir hendi hjá kirkjunni. Fréttablaðið reyndi að ná tali af ábúanda jarðarinnar en hann var vant við látinn við að hafa uppi á nautgrip sem sloppið hafði úr fjósinu.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Þjóðkirkjan Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira