Forsetinn valdi Urban Nomad hillur Björk Eiðsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 12:00 Ragna segist hafa fyllst stolti og ánægju við að forsetinn valdi hönnun FÓLKs sem verðlaunagripi. Mynd/Saga Sig Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLKs, segir það ákveðna viðurkenningu að forseti Íslands valdi að gefa verðlaunahöfum Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands Urban Nomad hillur. Ragna Sara segist hafa fyllst stolti og ánægju þegar hún fékk tölvupóst frá forsetaembættinu, fyrst með fyrirspurnum varðandi hillurnar og í framhaldi um þá ákvörðun að hafa þær sem verðlaunagripi. Urban Nomad vegghillurnar urðu til úr samstarfi FÓLKs og Jóns Helga Hólmgeirssonar vöruhönnuðar.„Fyrir okkur hjá FÓLKi, sem framleiðum íslenska hönnun, og fyrir Jón Helga Hólmgeirsson sem er hönnuður hillanna er þetta auðvitað ákveðin viðurkenning. Að baki þróun á einni svona vöru liggur mun meiri vinna en flestir gera sér grein fyrir. Áður en við settum vöruna á markað höfðum við tryggt ákveðin gæði, bæði í hönnunarferlinu og framleiðsluferlinu. Við erum að sjá núna að vörurnar okkar standast vel notkun og eftirspurn eftir þeim eykst stöðugt. Þetta er frábær þróun og gaman að geta boðið upp á íslenska hönnunarvöru sem er samkeppnishæf við hágæða erlenda hönnunarvöru hvað gæði og verð varðar.“ Í upphafi samstarfs vöruhönnuðarins Jóns Helga Hólmgeirssonar og FÓLKs var lagt upp með að hanna vöru sem færi eftir viðmiðum um sjálfbærni í hönnun. „Við vildum fá tækifæri til að þróa vörur sem fylgdu hugmyndafræði sjálfbærrar hönnunar. Í því felst viðurkenning á því tækifæri sem við höfum með hönnun og framleiðslu vara að skapa samfélag sem hefur minni neikvæð umhverfisáhrif og betri jákvæð samfélagsáhrif en við sjáum í dag. Þessi hugsun þarf að vera til staðar alveg frá upphafi hönnunarferlisins og lögðum við upp með að stuðla að þessu í öllu lífsferli vörunnar, það er hönnun og þróun, framleiðslu, flutningum, notkun og förgun vörunnar,“ segir Ragna Sara.Bás FÓLKs á Stockholm Furniture Fair vakti verðskuldaða athygli.Góð viðbrögð erlendis Ragna segir undanfarna mánuði hafa verið mjög viðburðaríka. „Í janúar tókum við í fyrsta sinn þátt sem sýnendur á alþjóðlegri vörusýningu. Við erum að sýna þær tvær vörulínur sem við erum nú þegar með í sölu, Urban Nomad hillurnar og hluti úr marmara sem við köllum Lifandi hluti, eftir Ólínu Rögnudóttur vöruhönnuð. Á Maison & Objet sýningunni í París fengum við frábærar viðtökur. Þetta er rosalega stór sýning með hátt í 100.000 gesti og var stöðugur straumur af fólki á básnum okkar. Við fengum góða kontakta þar og vonandi fæðast ný viðskiptasambönd út úr þeirri sýningu.“ Í síðustu viku voru vörur FÓLKs svo til sýnis á stærstu hönnunarsýningu Norðurlanda, Stockholm Furniture Fair. „Það var einnig mjög góð upplifun og við fengum virkilega góð viðbrögð. Við horfumst samt sem áður í augu við að það er langtímaverkefni að komast inn á nýja markaði, en við erum bjartsýn eftir þessar fyrstu sýningar og finnum það á viðbrögðunum að við erum að skapa eitthvað sem er eftirsóknarvert og spennandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLKs, segir það ákveðna viðurkenningu að forseti Íslands valdi að gefa verðlaunahöfum Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands Urban Nomad hillur. Ragna Sara segist hafa fyllst stolti og ánægju þegar hún fékk tölvupóst frá forsetaembættinu, fyrst með fyrirspurnum varðandi hillurnar og í framhaldi um þá ákvörðun að hafa þær sem verðlaunagripi. Urban Nomad vegghillurnar urðu til úr samstarfi FÓLKs og Jóns Helga Hólmgeirssonar vöruhönnuðar.„Fyrir okkur hjá FÓLKi, sem framleiðum íslenska hönnun, og fyrir Jón Helga Hólmgeirsson sem er hönnuður hillanna er þetta auðvitað ákveðin viðurkenning. Að baki þróun á einni svona vöru liggur mun meiri vinna en flestir gera sér grein fyrir. Áður en við settum vöruna á markað höfðum við tryggt ákveðin gæði, bæði í hönnunarferlinu og framleiðsluferlinu. Við erum að sjá núna að vörurnar okkar standast vel notkun og eftirspurn eftir þeim eykst stöðugt. Þetta er frábær þróun og gaman að geta boðið upp á íslenska hönnunarvöru sem er samkeppnishæf við hágæða erlenda hönnunarvöru hvað gæði og verð varðar.“ Í upphafi samstarfs vöruhönnuðarins Jóns Helga Hólmgeirssonar og FÓLKs var lagt upp með að hanna vöru sem færi eftir viðmiðum um sjálfbærni í hönnun. „Við vildum fá tækifæri til að þróa vörur sem fylgdu hugmyndafræði sjálfbærrar hönnunar. Í því felst viðurkenning á því tækifæri sem við höfum með hönnun og framleiðslu vara að skapa samfélag sem hefur minni neikvæð umhverfisáhrif og betri jákvæð samfélagsáhrif en við sjáum í dag. Þessi hugsun þarf að vera til staðar alveg frá upphafi hönnunarferlisins og lögðum við upp með að stuðla að þessu í öllu lífsferli vörunnar, það er hönnun og þróun, framleiðslu, flutningum, notkun og förgun vörunnar,“ segir Ragna Sara.Bás FÓLKs á Stockholm Furniture Fair vakti verðskuldaða athygli.Góð viðbrögð erlendis Ragna segir undanfarna mánuði hafa verið mjög viðburðaríka. „Í janúar tókum við í fyrsta sinn þátt sem sýnendur á alþjóðlegri vörusýningu. Við erum að sýna þær tvær vörulínur sem við erum nú þegar með í sölu, Urban Nomad hillurnar og hluti úr marmara sem við köllum Lifandi hluti, eftir Ólínu Rögnudóttur vöruhönnuð. Á Maison & Objet sýningunni í París fengum við frábærar viðtökur. Þetta er rosalega stór sýning með hátt í 100.000 gesti og var stöðugur straumur af fólki á básnum okkar. Við fengum góða kontakta þar og vonandi fæðast ný viðskiptasambönd út úr þeirri sýningu.“ Í síðustu viku voru vörur FÓLKs svo til sýnis á stærstu hönnunarsýningu Norðurlanda, Stockholm Furniture Fair. „Það var einnig mjög góð upplifun og við fengum virkilega góð viðbrögð. Við horfumst samt sem áður í augu við að það er langtímaverkefni að komast inn á nýja markaði, en við erum bjartsýn eftir þessar fyrstu sýningar og finnum það á viðbrögðunum að við erum að skapa eitthvað sem er eftirsóknarvert og spennandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira