Stærðarinnar sprenging í efnaverksmiðju í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2019 10:01 Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Yancheng og er skordýraeitur framleitt þar. Mynd/Weibo Stærðarinnar sprenging varð í verksmiðju í austurhluta Kína í morgun. Slys sem þessi þykja algeng í Kína. Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Yancheng og er skordýraeitur framleitt þar. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi látið lífið en tólf eru sagðir hafa slasast. Slökkviliðsmenn vinna að því að slökkva elda í verksmiðjunni.Samkvæmt South China Morning Post olli sprengingin miklum skemmdum á nærliggjandi byggingum og öðrum hlutum og greindist þriggja stiga jarðskjálfti sem rakinn er til sprengingarinnar. Íbúi borgarinnar sem býr í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni segir allar rúðurnar í íbúð sinni hafa sprungið.Myndbönd af sprengingunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Kína.视频转自微博 盐城市响水县化工厂爆炸 蘑菇云都炸出来了 第一件做的事是赶紧控制一下舆论??? 上一秒还可以看的视频 下一秒就不可见了??? pic.twitter.com/6UWZisYKo7 — Darren.Liu (@Darren2000Han) March 21, 2019 Eins og áður segir þykja iðnaðarslys algeng í Kína. AFP fréttaveitan rifjar upp að nú í nóvember sprakk gámabíll í loft upp við efnaverksmiðju í Zhanghiakou og 23 létu lífið. Í júlí varð sprenging í efnaverksmiðju í Sichuan og þar dóu 19 manns. Einnig má rifja upp brunann í birgðageymslu fyrir eldfim efni í Tianjin árið 2015. Gífurlega stórar sprengingar urðu þar og dóu minnst 165 manns. Sprengingarnar ollu einstaklega miklum skemmdum. Reiði Kínverja gagnvart þessum slysum hefur aukist á undanförnum árum og hafa yfirvöld heitið því að bæta öryggi og umsjón með efnaverksmiðjum í landinu. Deilt er þó um hve mikill árangur hefur náðst í þeim efnum. Til dæmis þá hefur fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna verið sektað sex sinnum vegna mengunar, lélegs frágangs úrgangs og annarra mála sem snúa að öryggi og umhverfisskaða, samkvæmt SCMP. Hér að neðan má sjá samantekt af myndböndum frá brunanum og sprengingunum í Tianjin. Kína Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Stærðarinnar sprenging varð í verksmiðju í austurhluta Kína í morgun. Slys sem þessi þykja algeng í Kína. Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Yancheng og er skordýraeitur framleitt þar. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi látið lífið en tólf eru sagðir hafa slasast. Slökkviliðsmenn vinna að því að slökkva elda í verksmiðjunni.Samkvæmt South China Morning Post olli sprengingin miklum skemmdum á nærliggjandi byggingum og öðrum hlutum og greindist þriggja stiga jarðskjálfti sem rakinn er til sprengingarinnar. Íbúi borgarinnar sem býr í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni segir allar rúðurnar í íbúð sinni hafa sprungið.Myndbönd af sprengingunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Kína.视频转自微博 盐城市响水县化工厂爆炸 蘑菇云都炸出来了 第一件做的事是赶紧控制一下舆论??? 上一秒还可以看的视频 下一秒就不可见了??? pic.twitter.com/6UWZisYKo7 — Darren.Liu (@Darren2000Han) March 21, 2019 Eins og áður segir þykja iðnaðarslys algeng í Kína. AFP fréttaveitan rifjar upp að nú í nóvember sprakk gámabíll í loft upp við efnaverksmiðju í Zhanghiakou og 23 létu lífið. Í júlí varð sprenging í efnaverksmiðju í Sichuan og þar dóu 19 manns. Einnig má rifja upp brunann í birgðageymslu fyrir eldfim efni í Tianjin árið 2015. Gífurlega stórar sprengingar urðu þar og dóu minnst 165 manns. Sprengingarnar ollu einstaklega miklum skemmdum. Reiði Kínverja gagnvart þessum slysum hefur aukist á undanförnum árum og hafa yfirvöld heitið því að bæta öryggi og umsjón með efnaverksmiðjum í landinu. Deilt er þó um hve mikill árangur hefur náðst í þeim efnum. Til dæmis þá hefur fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna verið sektað sex sinnum vegna mengunar, lélegs frágangs úrgangs og annarra mála sem snúa að öryggi og umhverfisskaða, samkvæmt SCMP. Hér að neðan má sjá samantekt af myndböndum frá brunanum og sprengingunum í Tianjin.
Kína Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira