Fyrirliði Man. United fékk 1 af 10 í einkunn á móti Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 15:00 Ashley Young í leiknum í gær. Getty/Simon Stacpoole Ashley Young var með fyrirliðabandið hjá Manchester United á móti Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi en sorgleg frammistaða hans hefur kallað á mikla gagnrýni hjá bæði fjölmiðlamönnum og stuðningsmönnum United. Tölfræði Ashley Young úr leiknum er líka mjög sláandi. Þar stingur mest í augun að allar ellefu fyrirgjafir hans mistókust og hann tapaði boltanum alls 30 sinnum til Barcelona í leiknum. Manchester Evening News var ekkert að fela neitt í frammistöðumati sínu eftir leikinn og gaf Ashley Young 1 af 10 í einkunn. „Hann hefur ekki verið að spila vel í þó nokkurn tíma og hún hefur aldrei verið verri en á móti Barcelona. Gat ekki losað sig við boltann nógu fljótt,“ segir meðal annars í umfjöllun Manchester Evening News um hinn 33 ára gamla Young. 73 prósent sendinga Ashley Young í leiknum heppnuðust, hann vann boltann 9 sinnum af leikmönnum Barcelona og hafði betur í 60 prósent tæklinganna.No player has attempted more crosses without one successfully reaching a teammate (11) in a single Champions League match since 2016/17 than Ashley Young. Wayward. pic.twitter.com/xil9KLGeem — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019 Hinn 22 ára gamli og reynslulitli Scott McTominay fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína inn á miðjunni en hægri bakvörðurinn var út á túni. Kannski var hluti af vandamálinu hjá Manchester United í leik á móti eins sterku liði og Barcelona að þurfa að vera með 33 ára Ashley Young í byrjunarliðinu. Miðað við þessa frammistöðu eru ekki miklar líkur á því að hann fá margar mínútur í seinni leiknum á Nývangi og þá ætti að vera nokkuð öruggt að hann byrji heldur ekki leik Manchester United um helgina.Ashley Young í leiknum í gærkvöldi.Getty/y Tom Purslow Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Sjá meira
Ashley Young var með fyrirliðabandið hjá Manchester United á móti Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi en sorgleg frammistaða hans hefur kallað á mikla gagnrýni hjá bæði fjölmiðlamönnum og stuðningsmönnum United. Tölfræði Ashley Young úr leiknum er líka mjög sláandi. Þar stingur mest í augun að allar ellefu fyrirgjafir hans mistókust og hann tapaði boltanum alls 30 sinnum til Barcelona í leiknum. Manchester Evening News var ekkert að fela neitt í frammistöðumati sínu eftir leikinn og gaf Ashley Young 1 af 10 í einkunn. „Hann hefur ekki verið að spila vel í þó nokkurn tíma og hún hefur aldrei verið verri en á móti Barcelona. Gat ekki losað sig við boltann nógu fljótt,“ segir meðal annars í umfjöllun Manchester Evening News um hinn 33 ára gamla Young. 73 prósent sendinga Ashley Young í leiknum heppnuðust, hann vann boltann 9 sinnum af leikmönnum Barcelona og hafði betur í 60 prósent tæklinganna.No player has attempted more crosses without one successfully reaching a teammate (11) in a single Champions League match since 2016/17 than Ashley Young. Wayward. pic.twitter.com/xil9KLGeem — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019 Hinn 22 ára gamli og reynslulitli Scott McTominay fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína inn á miðjunni en hægri bakvörðurinn var út á túni. Kannski var hluti af vandamálinu hjá Manchester United í leik á móti eins sterku liði og Barcelona að þurfa að vera með 33 ára Ashley Young í byrjunarliðinu. Miðað við þessa frammistöðu eru ekki miklar líkur á því að hann fá margar mínútur í seinni leiknum á Nývangi og þá ætti að vera nokkuð öruggt að hann byrji heldur ekki leik Manchester United um helgina.Ashley Young í leiknum í gærkvöldi.Getty/y Tom Purslow
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Sjá meira