Ekki öll nótt úti hjá Manchester United á móti Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 09:00 Sigurmark Barcelona að verða að veruleika. Luis Suarez hefur skallað boltann í Luke Shaw og hann er á leiðinni í markið. Getty/ Robbie Jay Barratt Knattspyrnuspekingur hjá breska ríkisútvarpinu er ekkert allt of svartsýnn á möguleika Manchester United á móti Barcelona á sæti í undanúrslitunum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap á heimavelli í gærkvöldi. Dion Dublin, fyrrum framherji Manchester United, fór yfir stöðuna hjá Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans, eftir 1-0 tapið á móti Barcelona. „Það jákvæðasta sem Manchester United getur tekið út úr tapinu á móti Barcelona á miðvikudagskvöldið en að liðið tapaði leiknum með aðeins einu marki,“ sagði Dion Dublin í útvarpspistli sínum fyrir Radio 5 live á BBC."We did not see enough of the creative side of Pogba's game. He will have to do much better next week." Dion Dublin has spoken!https://t.co/T9cKO0UvLq#mufc#Barcapic.twitter.com/Asrkc6FO9c — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„United liðið gerði ekki nóg til að eiga eitthvað skilið úr þessum fyrsta leik liðanna en úrslitin þýða að Manchester United á enn möguleika í þessu einvígi,“ sagði Dublin. „Auðvitað verður gríðarlega erfitt að vinna Barcelona í þeirra eigin bakgarði en ég trúi því að Ole Gunnar Solskjaer hafi hins vegar vopnin til þess,“ sagði Dublin. Manchester United gerði vissulega betur í fyrri leiknum á móti Barcelona en í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain sem tapaðist 2-0. United tryggði sig áfram með því að vinna seinni leikinn 3-1 í París. „Ef þeir mæta með jákvætt hugarfar þá geta þeir sett Barcelona liðið undir pressu. Við sáum það við og við í þessum fyrsta leik. United þarf bara eitt mark til að jafna einvígið og ég tel að þeir þurfi meira segja ekki að skora snemma í leiknum,“ sagði Dublin.Ole Gunnar Solskjaer still believes... #mufcpic.twitter.com/x8IVKoPaj3 — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„Svo lengi sem staðan helst 1-0 samanlagt þá verður United inn í einvíginu og halda alltaf voninni. Alveg eins og þeir gerðu í þessum seinni leik í síðustu umferð á móti Paris Saint Germain. Við sáum síðan hvað gerðist þar,“ saðgi Dublin. „United var allt of aðgerðalaust í byrjun leiksins á móti Barcelona. Þeirra upplegg var greinilega að leyfa Barcelona að vera með boltann og síðan að reyna að ná skyndisóknum. Ég býst aldrei við slíkri taktík á Old Trafford. Ég vil sjá United sýna að þetta sér þeirra heimavöllur og þar leyfi þeir engu liði að yfirspila sitt lið,“ sagði Dublin. „Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem liðið hans Solskjær reyndi að gera eitthvað. Þá litu þeir vel út og tempóið var gott. Góðu kaflar United voru kannski bara í 20 til 25 mínútur af þessum 90 mínútum en þá var liði að pressa Barcelona hátt og koma mönnum inn í teig Barcelona,“ sagði Dublin. „Barcelona gerði einföldu hlutina mjög vel og sköpuðu fleiri færi. Liðið hans Ernesto Valverde átti sigurinn skilinn og þeir eru líklegri til að komast áfram í undanúrslitin,“ sagði Dublin en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Knattspyrnuspekingur hjá breska ríkisútvarpinu er ekkert allt of svartsýnn á möguleika Manchester United á móti Barcelona á sæti í undanúrslitunum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap á heimavelli í gærkvöldi. Dion Dublin, fyrrum framherji Manchester United, fór yfir stöðuna hjá Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans, eftir 1-0 tapið á móti Barcelona. „Það jákvæðasta sem Manchester United getur tekið út úr tapinu á móti Barcelona á miðvikudagskvöldið en að liðið tapaði leiknum með aðeins einu marki,“ sagði Dion Dublin í útvarpspistli sínum fyrir Radio 5 live á BBC."We did not see enough of the creative side of Pogba's game. He will have to do much better next week." Dion Dublin has spoken!https://t.co/T9cKO0UvLq#mufc#Barcapic.twitter.com/Asrkc6FO9c — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„United liðið gerði ekki nóg til að eiga eitthvað skilið úr þessum fyrsta leik liðanna en úrslitin þýða að Manchester United á enn möguleika í þessu einvígi,“ sagði Dublin. „Auðvitað verður gríðarlega erfitt að vinna Barcelona í þeirra eigin bakgarði en ég trúi því að Ole Gunnar Solskjaer hafi hins vegar vopnin til þess,“ sagði Dublin. Manchester United gerði vissulega betur í fyrri leiknum á móti Barcelona en í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain sem tapaðist 2-0. United tryggði sig áfram með því að vinna seinni leikinn 3-1 í París. „Ef þeir mæta með jákvætt hugarfar þá geta þeir sett Barcelona liðið undir pressu. Við sáum það við og við í þessum fyrsta leik. United þarf bara eitt mark til að jafna einvígið og ég tel að þeir þurfi meira segja ekki að skora snemma í leiknum,“ sagði Dublin.Ole Gunnar Solskjaer still believes... #mufcpic.twitter.com/x8IVKoPaj3 — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„Svo lengi sem staðan helst 1-0 samanlagt þá verður United inn í einvíginu og halda alltaf voninni. Alveg eins og þeir gerðu í þessum seinni leik í síðustu umferð á móti Paris Saint Germain. Við sáum síðan hvað gerðist þar,“ saðgi Dublin. „United var allt of aðgerðalaust í byrjun leiksins á móti Barcelona. Þeirra upplegg var greinilega að leyfa Barcelona að vera með boltann og síðan að reyna að ná skyndisóknum. Ég býst aldrei við slíkri taktík á Old Trafford. Ég vil sjá United sýna að þetta sér þeirra heimavöllur og þar leyfi þeir engu liði að yfirspila sitt lið,“ sagði Dublin. „Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem liðið hans Solskjær reyndi að gera eitthvað. Þá litu þeir vel út og tempóið var gott. Góðu kaflar United voru kannski bara í 20 til 25 mínútur af þessum 90 mínútum en þá var liði að pressa Barcelona hátt og koma mönnum inn í teig Barcelona,“ sagði Dublin. „Barcelona gerði einföldu hlutina mjög vel og sköpuðu fleiri færi. Liðið hans Ernesto Valverde átti sigurinn skilinn og þeir eru líklegri til að komast áfram í undanúrslitin,“ sagði Dublin en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira