Vestfirskir bæjarstjórar bjóða Google Maps birginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2019 09:15 Hluti ábendingarinnar sem Jón Páll Hreinsson sendi til Google. Mynd/Jón Páll Hreinsson Bæjarstjórarnir í Bolungarvík og á Ísafirði eru ekki sáttir við þá staðreynd að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps.Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, vakti athygli á þessari staðreynd á Facebook á dögunum. Þar sagði hann að snjómyndin færi „ferlega í taugarnar“ á honum. Því hafi hann, sem bæjarstjóri Bolungarvíkur, sent inn kvörtun til Google og farið fram á að sumarið fengi að njóta sín, líkt og á öðrum stöðum á Íslandi og víðar um heim. Þegar farið er inn á vef Google Maps og þysjað nær Bolungarvík og Ísafirði má glögglega sjá að þar ræður veturkonungur ríkjum allt árum um kring, eitthvað sem gildir ekki um önnur bæjarfélög á Íslandi. Og þessu vilja bæjarstjórarnir breyta. Í samtali við Vísi segir Jón Páll að líklega sé um baráttu á milli Davíðs og Golíats að ræða en erfiðlega hefur gengið að ná til Google með beiðni um leiðréttingu. Til samanburðar búa um þúsund manns í Bolungarvík, starfsmenn Google eru um hundrað þúsund.Ísfirðingurinn Jón Páll Hreinsson er bæjarstjóri í Bolungarvík.Ein ábending á dag kemur skapinu í lag „Það virkar allavega ekki að senda á google@google.com.“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Þess í stað hefur hann tekið upp á því að senda inn eina athugasemd á dag í gegnum ábendingarkerfi Google Maps. „Ég mun senda inn eina athugasemd á dag þangað til ég næ í gegn,“ segir Jón Páll sem hvetur aðra Vestfirðinga sem láta þetta fara í taugarnar á sér að senda einnig inn ábendingu. Segir hann að jafnvel þótt að oft sé snjór á Vestfjörðum gefi þetta ekki raunsanna mynd af stöðu mála allt árið um kring og að það að þessi hluti Vestfjarða sé alltaf þakinn snjó á Google Maps geti fælt ferðamenn frá svæðinu. Undir orð Jóns Páls tekur Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjórinn á Ísafirði.„Öll erum við einhvern tímann ferðamenn og það fyrsta sem við gerum þegar við erum að fara eitthvað er að velta því fyrir okkur hvert við eigum að fara,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi.Margir kannast ef til vill við að hafa litið á Google Maps til að skoða væntanlega áfangastaði út í heimi.„Við værum ekki að láta þetta fara fyrir brjóstið á okkur ef að þetta skipti ekki máli. Ef að maður setur sig bara í spor einhvers sem er að velta því fyrir sér hvort hann eigi að fara vestur eða norður, ef að þetta er það sem blasir við þér, þú ert kannski búinn að leigja þér Yaris, en það er allt grænt og fallegt annars staðar þá held ég að þú takir þetta inn í jöfnuna í ákvarðanatökunni hvert þig langar til að fara og hvort þú treystir þér til að fara,“ segir Guðmundur.Bolvíkingurinn Guðmundur Gunnarsson er bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriFékk leiðréttingu á vef Wikipedia Segir hann að upplýsingafulltrúi bæjarsins, sem og forveri hans á stóli bæjarstjóra hafi í gegnum tíðina sent inn fjölmargar ábendingar inn til Google vegna málsins, án árangurs.Mögulega tekst Guðmundi betur til en hann hefur ágæta reynslu af því að fá hluti leiðrétta hjá stórum alþjóðlegum vefsíðum.„Nýlega var ég til dæmis að reyna fá það leiðrétt að myndin á mér á Wikipedia er alltaf sett með textanum sem fylgir pabba hennar Bjarkar. Þannig að ég er alltaf 74 ára gamall rafvirki á Wikipedia,“ segir Guðmundur og vísar þar til alnafna síns,Guðmundar Gunnarssonar, föður Bjarkar Guðmundsdóttur. Bæjarstjórinn er hins vegar er ekki lengur 74 ára gamall rafvirki á Wikipedia eftir að leiðréttingarbeiðni hans var tekin til greina.Hvetur Íslendinga sem starfa hjá Google til að hafa samband Þá bendir Guðmundur á að ósamræmi sé í myndbirtingu Google Maps af Ísafirði, sé farið í svokallað Street-View blasir við fallegur sumardagur. Svipaða sögu má segja um Bolungarvík, þó þar sé öllu blautara í Street-View en á Ísafirði. Líkt og sjá má er ekkert nema sól, sól, sól á Ísafirði þegar Google Street View er skoðað.Mynd/Google MapsSegja bæjarstjórarnir að jafnvel þótt að oft sé snjór á Vestfjörðum sé ósanngjarnt að svo sé um að lítast á Google Maps, 365 daga á ári.„Manni finnst svona, sérstaklega ef maður horfir á kortin af öðrum landsvæðum þá finnst manni að þetta ætti að vera örlítið raunsannara. Við höfum ekkert á móti snjónum og stundum erum við hérna gargandi okkur hás til að fá meiri snjó til að geta opnað skíðasvæðin en þetta er ekki alveg sú raunsanna mynd sem er frá degi til dags. Þetta er svolítið kuldalegt,“ segir Guðmundur.Vonast þeir báðir, Guðmundur og Jón Páll til þess að ná til Google. Jón Páll er með alla anga úti vegna málsins og vill hann fá liðsinni Íslendinga sem kunni að vinna hjá Google til þess að ná eyrum forráðamanna stórfyrirtækisins.„Ef það eru einhverjir Íslendingar sem vinna hjá Google þá geta þeir fundið númerið mitt á já.is“ Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Google Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ísfirðingur ræður ríkjum í Bolungarvík Jón Páll Hreinsson er nýr bæjarstjóri í Bolungarvík. 8. júní 2016 10:09 Bæjarstjóri Bolungarvíkur bauð íbúum aðstoð sína við snjómokstur "Það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira“ 17. janúar 2018 18:34 Eldhressir Íslendingar á Google Street View Vísi barst nokkrar skemmtilegar myndir frá lesendum sem urðu á vegi Google-bílanna. 11. október 2013 16:59 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Bæjarstjórarnir í Bolungarvík og á Ísafirði eru ekki sáttir við þá staðreynd að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps.Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, vakti athygli á þessari staðreynd á Facebook á dögunum. Þar sagði hann að snjómyndin færi „ferlega í taugarnar“ á honum. Því hafi hann, sem bæjarstjóri Bolungarvíkur, sent inn kvörtun til Google og farið fram á að sumarið fengi að njóta sín, líkt og á öðrum stöðum á Íslandi og víðar um heim. Þegar farið er inn á vef Google Maps og þysjað nær Bolungarvík og Ísafirði má glögglega sjá að þar ræður veturkonungur ríkjum allt árum um kring, eitthvað sem gildir ekki um önnur bæjarfélög á Íslandi. Og þessu vilja bæjarstjórarnir breyta. Í samtali við Vísi segir Jón Páll að líklega sé um baráttu á milli Davíðs og Golíats að ræða en erfiðlega hefur gengið að ná til Google með beiðni um leiðréttingu. Til samanburðar búa um þúsund manns í Bolungarvík, starfsmenn Google eru um hundrað þúsund.Ísfirðingurinn Jón Páll Hreinsson er bæjarstjóri í Bolungarvík.Ein ábending á dag kemur skapinu í lag „Það virkar allavega ekki að senda á google@google.com.“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Þess í stað hefur hann tekið upp á því að senda inn eina athugasemd á dag í gegnum ábendingarkerfi Google Maps. „Ég mun senda inn eina athugasemd á dag þangað til ég næ í gegn,“ segir Jón Páll sem hvetur aðra Vestfirðinga sem láta þetta fara í taugarnar á sér að senda einnig inn ábendingu. Segir hann að jafnvel þótt að oft sé snjór á Vestfjörðum gefi þetta ekki raunsanna mynd af stöðu mála allt árið um kring og að það að þessi hluti Vestfjarða sé alltaf þakinn snjó á Google Maps geti fælt ferðamenn frá svæðinu. Undir orð Jóns Páls tekur Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjórinn á Ísafirði.„Öll erum við einhvern tímann ferðamenn og það fyrsta sem við gerum þegar við erum að fara eitthvað er að velta því fyrir okkur hvert við eigum að fara,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi.Margir kannast ef til vill við að hafa litið á Google Maps til að skoða væntanlega áfangastaði út í heimi.„Við værum ekki að láta þetta fara fyrir brjóstið á okkur ef að þetta skipti ekki máli. Ef að maður setur sig bara í spor einhvers sem er að velta því fyrir sér hvort hann eigi að fara vestur eða norður, ef að þetta er það sem blasir við þér, þú ert kannski búinn að leigja þér Yaris, en það er allt grænt og fallegt annars staðar þá held ég að þú takir þetta inn í jöfnuna í ákvarðanatökunni hvert þig langar til að fara og hvort þú treystir þér til að fara,“ segir Guðmundur.Bolvíkingurinn Guðmundur Gunnarsson er bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriFékk leiðréttingu á vef Wikipedia Segir hann að upplýsingafulltrúi bæjarsins, sem og forveri hans á stóli bæjarstjóra hafi í gegnum tíðina sent inn fjölmargar ábendingar inn til Google vegna málsins, án árangurs.Mögulega tekst Guðmundi betur til en hann hefur ágæta reynslu af því að fá hluti leiðrétta hjá stórum alþjóðlegum vefsíðum.„Nýlega var ég til dæmis að reyna fá það leiðrétt að myndin á mér á Wikipedia er alltaf sett með textanum sem fylgir pabba hennar Bjarkar. Þannig að ég er alltaf 74 ára gamall rafvirki á Wikipedia,“ segir Guðmundur og vísar þar til alnafna síns,Guðmundar Gunnarssonar, föður Bjarkar Guðmundsdóttur. Bæjarstjórinn er hins vegar er ekki lengur 74 ára gamall rafvirki á Wikipedia eftir að leiðréttingarbeiðni hans var tekin til greina.Hvetur Íslendinga sem starfa hjá Google til að hafa samband Þá bendir Guðmundur á að ósamræmi sé í myndbirtingu Google Maps af Ísafirði, sé farið í svokallað Street-View blasir við fallegur sumardagur. Svipaða sögu má segja um Bolungarvík, þó þar sé öllu blautara í Street-View en á Ísafirði. Líkt og sjá má er ekkert nema sól, sól, sól á Ísafirði þegar Google Street View er skoðað.Mynd/Google MapsSegja bæjarstjórarnir að jafnvel þótt að oft sé snjór á Vestfjörðum sé ósanngjarnt að svo sé um að lítast á Google Maps, 365 daga á ári.„Manni finnst svona, sérstaklega ef maður horfir á kortin af öðrum landsvæðum þá finnst manni að þetta ætti að vera örlítið raunsannara. Við höfum ekkert á móti snjónum og stundum erum við hérna gargandi okkur hás til að fá meiri snjó til að geta opnað skíðasvæðin en þetta er ekki alveg sú raunsanna mynd sem er frá degi til dags. Þetta er svolítið kuldalegt,“ segir Guðmundur.Vonast þeir báðir, Guðmundur og Jón Páll til þess að ná til Google. Jón Páll er með alla anga úti vegna málsins og vill hann fá liðsinni Íslendinga sem kunni að vinna hjá Google til þess að ná eyrum forráðamanna stórfyrirtækisins.„Ef það eru einhverjir Íslendingar sem vinna hjá Google þá geta þeir fundið númerið mitt á já.is“
Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Google Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ísfirðingur ræður ríkjum í Bolungarvík Jón Páll Hreinsson er nýr bæjarstjóri í Bolungarvík. 8. júní 2016 10:09 Bæjarstjóri Bolungarvíkur bauð íbúum aðstoð sína við snjómokstur "Það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira“ 17. janúar 2018 18:34 Eldhressir Íslendingar á Google Street View Vísi barst nokkrar skemmtilegar myndir frá lesendum sem urðu á vegi Google-bílanna. 11. október 2013 16:59 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Ísfirðingur ræður ríkjum í Bolungarvík Jón Páll Hreinsson er nýr bæjarstjóri í Bolungarvík. 8. júní 2016 10:09
Bæjarstjóri Bolungarvíkur bauð íbúum aðstoð sína við snjómokstur "Það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira“ 17. janúar 2018 18:34
Eldhressir Íslendingar á Google Street View Vísi barst nokkrar skemmtilegar myndir frá lesendum sem urðu á vegi Google-bílanna. 11. október 2013 16:59