Bubbi hefur reynt að leita réttar síns vegna auðkennisþjófnaðar í tvö ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. maí 2019 19:00 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár reynt að leita réttar síns vegna Instagram-reiknings þar sem einhver hefur þóst vera hann og sent konum og stúlkum kynferðisleg skilaboð. Hann hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. Bubbi fékk fyrst fréttir af fölskun Instagram-reikningi í hans nafni árið 2017. „Ég fór að fá pósta frá konum sem sögðu Bubbi, ég held að þetta sé ekki frá þér. Síðan fylgdi sjáskot af síðu þar sem var bara prófíl mynd af mér og flest allar myndir sem ég hef birt af fjölskyldunni minni,“ segir Bubbi. Í ljós kom að einhver aðili sem ekki er vitað hver er hefur verið að senda kynferðisleg skilaboð til kvenna og stúlkna í hans nafni. Bubbi reyndi að kæra málið til lögreglu sem að hans sögn gerði ekkert í málinu. Þá leitaði hann til tölvusérfræðings sem tókst að loka síðunni. „Viku seinna þá er hún komið í gagnið aftur. Og það hafa lögfræðingar frá mér skrifað Instagram en það er ekkert gert,“ segir Bubbi. Nú tveimur árum síðar er síðan enn í gangi og segir Bubbi þetta valda sér miklum óþægindum. „Persónan mín gæti jafnvel orðið fyrir miklum skaða,“ segir Bubbi og nefnir dæmi um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem karlmaður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum. Maðurinn þóttist vera annar ungur maður í brotum sínum og var sá ranglega sakaður um nauðgun í nokkra mánuði vegna málsins. Auðkennisþjófnaðurinn var kærður til lögreglu en málið látið niður falla þar sem slíkt er ekki refsivert samkvæmt hegningarlögum. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt og sérstaklega fyrir ungt fólk eins og þetta dæmi um daginn sýndi mér. Ég hugsaði bara vá, einmitt. Þetta getur bara gerst. Það þarf að binda þetta í lög og gera þetta refsivert,“ segir Bubbi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, hefur fylgst með umræðunni um auðkennisþjófnað síðustu daga. Hún segist ekki hafa fengið formlegt erindi frá lögreglu um það hvort það þurfi að endurskoða lögin. Hún muni nú kalla eftir umsögn lögreglu. „Við erum sömuleiðis með refsiréttarnefnd og ég mun fela henni það að skoða hvort það þurfi að gera þessar breytingar. Með breyttri tækni þá breytast áskoranir og vandamál og löggjöfin þarf auðvitað að endurspegla þá breyttu tíma,“ segir Þórdís Kolbrún. Dómsmál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45 Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár reynt að leita réttar síns vegna Instagram-reiknings þar sem einhver hefur þóst vera hann og sent konum og stúlkum kynferðisleg skilaboð. Hann hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. Bubbi fékk fyrst fréttir af fölskun Instagram-reikningi í hans nafni árið 2017. „Ég fór að fá pósta frá konum sem sögðu Bubbi, ég held að þetta sé ekki frá þér. Síðan fylgdi sjáskot af síðu þar sem var bara prófíl mynd af mér og flest allar myndir sem ég hef birt af fjölskyldunni minni,“ segir Bubbi. Í ljós kom að einhver aðili sem ekki er vitað hver er hefur verið að senda kynferðisleg skilaboð til kvenna og stúlkna í hans nafni. Bubbi reyndi að kæra málið til lögreglu sem að hans sögn gerði ekkert í málinu. Þá leitaði hann til tölvusérfræðings sem tókst að loka síðunni. „Viku seinna þá er hún komið í gagnið aftur. Og það hafa lögfræðingar frá mér skrifað Instagram en það er ekkert gert,“ segir Bubbi. Nú tveimur árum síðar er síðan enn í gangi og segir Bubbi þetta valda sér miklum óþægindum. „Persónan mín gæti jafnvel orðið fyrir miklum skaða,“ segir Bubbi og nefnir dæmi um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem karlmaður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum. Maðurinn þóttist vera annar ungur maður í brotum sínum og var sá ranglega sakaður um nauðgun í nokkra mánuði vegna málsins. Auðkennisþjófnaðurinn var kærður til lögreglu en málið látið niður falla þar sem slíkt er ekki refsivert samkvæmt hegningarlögum. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt og sérstaklega fyrir ungt fólk eins og þetta dæmi um daginn sýndi mér. Ég hugsaði bara vá, einmitt. Þetta getur bara gerst. Það þarf að binda þetta í lög og gera þetta refsivert,“ segir Bubbi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, hefur fylgst með umræðunni um auðkennisþjófnað síðustu daga. Hún segist ekki hafa fengið formlegt erindi frá lögreglu um það hvort það þurfi að endurskoða lögin. Hún muni nú kalla eftir umsögn lögreglu. „Við erum sömuleiðis með refsiréttarnefnd og ég mun fela henni það að skoða hvort það þurfi að gera þessar breytingar. Með breyttri tækni þá breytast áskoranir og vandamál og löggjöfin þarf auðvitað að endurspegla þá breyttu tíma,“ segir Þórdís Kolbrún.
Dómsmál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45 Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15
Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45
Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30