Alltaf með annan fótinn í Metropolitan Elín Albertsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:30 Dísella er með annan fótinn í New York og oft lengi að heiman. Hún segist vera í stöðugu sambandi við fjölskyldu sína í gegnum Skype þann tíma. MYND/ERNIR Dísella Lárusdóttir er nýkomin heim frá New York þar sem hún söng hlutverk Serviliu í óperunni La Clemenza di Tito eftir Mozart í Metropolitan-óperunni. Þar hefur Dísella sungið undanfarin ár með reglulegu millibili. Dísella segir að það hafi ekki hentað sér að búa og starfa í New York. Hún er með tvo unga drengi og vill að þeir alist upp á Íslandi og læri móðurmálið. „Skólar í New York eru mjög dýrir og það hentar mér betur að fara út með reglulegu millibili og dvelja hér heima þess á milli,“ segir hún en synir hennar, Jökull Orri og Bjartur Lárus, eru 4 og 9 ára. „Þetta er púsl en gengur ágætlega. Ég var núna í burtu í sex vikur en maðurinn minn, Bragi Jónsson, kom með strákana og var með mér síðustu vikuna,“ segir Dísella en maður hennar er rekstrarstjóri leigumarkaðar BYKO. „Í haust dvaldi ég í tvo mánuði og mun gera aftur næsta haust. Einnig fer ég í sumar en þá get ég tekið þá með mér,“ útskýrir hún. „Skype er helsti vinur minn á ferðunum því ég er í stöðugu sambandi við fjölskylduna í gegnum tölvuna, get hjálpað við heimalærdóminn og lesið í svefn og svona þegar ég er að heiman. Það er þó ekki nóg að vera Skype-mamma þannig að við eigum okkar gæðastundir þegar ég er heima og get verið alveg til staðar. Ég vona að ég geti verið meira heima á næsta ári,“ bætir hún við.Dísella á mikið safn af glæsilegum síðkjólum enda þurfa söngkonur sífellt að koma fram í nýjum dressum. Hér er hún í fallegum bláum síðkjól.Dísella hefur ekki sungið mikið hér heima undanfarið en vonast til að það geti orðið breyting á því. „Ég er að undirbúa útgáfu geisladisks með klassískri tónlist og tveimur dægurlögum sem er mjög skemmtilegt. Hann er fyrir íslenskan markað,“ segir hún. Í júní syngur Dísella í nýrri óperu, Proserpine eftir Silviu Colasanti, á Spoleto Festival dei Due Mondi á Ítalíu og hlakkar mikið til þess.Glæsilegir indverskir kjólar Þótt Dísella klæðist ákveðnum búningum í óperuuppfærslum þá þarf hún að eiga mikið af glæsikjólum til að mæta á hinar ýmsu uppákomur og koma fram á tónleikum. „Ég hef fundið alls konar indverskar brúðarkjólaverslanir í New York. Þær bjóða hádramatíska, pallíettuskreytta glæsilega síðkjóla. Þetta eru litríkir kjólar sem henta mjög vel á sviði. Það er partur af „showinu“ að vera svolítið skrautlegur. Ég á orðið allt of marga kjóla sem fylla alla skápa. Þetta er að verða vandamál þar sem þeir taka mikið pláss. Ætli ég þurfi ekki að selja eitthvað af þessu til að grisja,“ segir hún. „Ég reyni að eiga sem flesta liti af kjólum sem henta við hin ýmsu tækifæri. Sumir eru aðsniðnir en aðrir með prinsessupilsi. Þegar ég söng á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015 leitaði ég að alveg sérstökum kjól þar sem ég átti að flytja lag úr Frozen. Ég varð að finna bláan prinsessukjól fyrir litlu aðdáendur þeirrar teiknimyndar í salnum,“ segir Dísella og hlær. „Þegar ég er utan sviðsljóssins vel ég frekar gallabuxur og þægilegan fatnað. Það er mjög erfitt fyrir bakið að vinna á hallandi sviði, eins og þau eru oft, og þess vegna geng ég orðið alltaf í strigaskóm til að verja það dagsdaglega.“Dísella er óhrædd við liti og hún á kjóla í öllum regnbogans litum.Dísella segist vera dugleg að hreyfa sig og göngutúrar séu í mestu uppáhaldi. „Mér finnst gott að fara út og labba í ferska loftinu. Svo er ég að reyna að lyfta meira til að styrkja mig. Þar sem ég er alltaf á ferðalögum get ég þó ekki fest mig í einni líkamsræktarstöð. Í þessu starfi er engu að síður nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega. Maður þarf að geta notað allan líkamann í söngtúlkuninni.“Frábær ferill Dísella útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík árið 2002 og fór þaðan í meistaranám við Westminster Choir College, Rider University í Princeton í Bandaríkjunum. Þaðan útskrifaðist hún í maí 2005. Stuttu síðar bar hún sigur úr býtum í Astral Artistic Services 2006 National Auditions, komst í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition, og í undanúrslit í söngkeppni Plácido Domingo, Operalia 2006. Árið 2007 bar hún sigur úr býtum í Greenfield-keppni Fíladelfíu-hljómsveitarinnar. Síðan hefur verið nóg að gera hjá söngkonunni.Sumir kjólarnir eru fyrirferðarmiklir og það setur skápapláss í uppnám á heimilinu. Allir skápar fullir af síðkjólum, segir söngkonan.Hún hefur lítið sungið í Evrópu en því meira í Bandaríkjunum og mest hjá Metropolitan-óperunni í New York. Fyrir tveimur árum söng hún titilhlutverkið í óperunni Lulu eftir Alban Berg í Róm. „Núna er draumur minn að syngja meira hér heima. Því miður eru tækifærin ekki mörg í íslenska óperuheiminum en það er ágætt að minna á sig með plötu,“ segir söngkonan en eins og flestir vita er mikil tónlist í ætt hennar. Móðir hennar, Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona, söng í revíum á fjölum leikhússins og faðir hennar, Lárus heitinn Sveinsson, var trompetleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þá hafa systur hennar tvær, Þórunn og Ingibjörg, báðar verið öflugar söngkonur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Dísella Lárusdóttir er nýkomin heim frá New York þar sem hún söng hlutverk Serviliu í óperunni La Clemenza di Tito eftir Mozart í Metropolitan-óperunni. Þar hefur Dísella sungið undanfarin ár með reglulegu millibili. Dísella segir að það hafi ekki hentað sér að búa og starfa í New York. Hún er með tvo unga drengi og vill að þeir alist upp á Íslandi og læri móðurmálið. „Skólar í New York eru mjög dýrir og það hentar mér betur að fara út með reglulegu millibili og dvelja hér heima þess á milli,“ segir hún en synir hennar, Jökull Orri og Bjartur Lárus, eru 4 og 9 ára. „Þetta er púsl en gengur ágætlega. Ég var núna í burtu í sex vikur en maðurinn minn, Bragi Jónsson, kom með strákana og var með mér síðustu vikuna,“ segir Dísella en maður hennar er rekstrarstjóri leigumarkaðar BYKO. „Í haust dvaldi ég í tvo mánuði og mun gera aftur næsta haust. Einnig fer ég í sumar en þá get ég tekið þá með mér,“ útskýrir hún. „Skype er helsti vinur minn á ferðunum því ég er í stöðugu sambandi við fjölskylduna í gegnum tölvuna, get hjálpað við heimalærdóminn og lesið í svefn og svona þegar ég er að heiman. Það er þó ekki nóg að vera Skype-mamma þannig að við eigum okkar gæðastundir þegar ég er heima og get verið alveg til staðar. Ég vona að ég geti verið meira heima á næsta ári,“ bætir hún við.Dísella á mikið safn af glæsilegum síðkjólum enda þurfa söngkonur sífellt að koma fram í nýjum dressum. Hér er hún í fallegum bláum síðkjól.Dísella hefur ekki sungið mikið hér heima undanfarið en vonast til að það geti orðið breyting á því. „Ég er að undirbúa útgáfu geisladisks með klassískri tónlist og tveimur dægurlögum sem er mjög skemmtilegt. Hann er fyrir íslenskan markað,“ segir hún. Í júní syngur Dísella í nýrri óperu, Proserpine eftir Silviu Colasanti, á Spoleto Festival dei Due Mondi á Ítalíu og hlakkar mikið til þess.Glæsilegir indverskir kjólar Þótt Dísella klæðist ákveðnum búningum í óperuuppfærslum þá þarf hún að eiga mikið af glæsikjólum til að mæta á hinar ýmsu uppákomur og koma fram á tónleikum. „Ég hef fundið alls konar indverskar brúðarkjólaverslanir í New York. Þær bjóða hádramatíska, pallíettuskreytta glæsilega síðkjóla. Þetta eru litríkir kjólar sem henta mjög vel á sviði. Það er partur af „showinu“ að vera svolítið skrautlegur. Ég á orðið allt of marga kjóla sem fylla alla skápa. Þetta er að verða vandamál þar sem þeir taka mikið pláss. Ætli ég þurfi ekki að selja eitthvað af þessu til að grisja,“ segir hún. „Ég reyni að eiga sem flesta liti af kjólum sem henta við hin ýmsu tækifæri. Sumir eru aðsniðnir en aðrir með prinsessupilsi. Þegar ég söng á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015 leitaði ég að alveg sérstökum kjól þar sem ég átti að flytja lag úr Frozen. Ég varð að finna bláan prinsessukjól fyrir litlu aðdáendur þeirrar teiknimyndar í salnum,“ segir Dísella og hlær. „Þegar ég er utan sviðsljóssins vel ég frekar gallabuxur og þægilegan fatnað. Það er mjög erfitt fyrir bakið að vinna á hallandi sviði, eins og þau eru oft, og þess vegna geng ég orðið alltaf í strigaskóm til að verja það dagsdaglega.“Dísella er óhrædd við liti og hún á kjóla í öllum regnbogans litum.Dísella segist vera dugleg að hreyfa sig og göngutúrar séu í mestu uppáhaldi. „Mér finnst gott að fara út og labba í ferska loftinu. Svo er ég að reyna að lyfta meira til að styrkja mig. Þar sem ég er alltaf á ferðalögum get ég þó ekki fest mig í einni líkamsræktarstöð. Í þessu starfi er engu að síður nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega. Maður þarf að geta notað allan líkamann í söngtúlkuninni.“Frábær ferill Dísella útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík árið 2002 og fór þaðan í meistaranám við Westminster Choir College, Rider University í Princeton í Bandaríkjunum. Þaðan útskrifaðist hún í maí 2005. Stuttu síðar bar hún sigur úr býtum í Astral Artistic Services 2006 National Auditions, komst í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition, og í undanúrslit í söngkeppni Plácido Domingo, Operalia 2006. Árið 2007 bar hún sigur úr býtum í Greenfield-keppni Fíladelfíu-hljómsveitarinnar. Síðan hefur verið nóg að gera hjá söngkonunni.Sumir kjólarnir eru fyrirferðarmiklir og það setur skápapláss í uppnám á heimilinu. Allir skápar fullir af síðkjólum, segir söngkonan.Hún hefur lítið sungið í Evrópu en því meira í Bandaríkjunum og mest hjá Metropolitan-óperunni í New York. Fyrir tveimur árum söng hún titilhlutverkið í óperunni Lulu eftir Alban Berg í Róm. „Núna er draumur minn að syngja meira hér heima. Því miður eru tækifærin ekki mörg í íslenska óperuheiminum en það er ágætt að minna á sig með plötu,“ segir söngkonan en eins og flestir vita er mikil tónlist í ætt hennar. Móðir hennar, Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona, söng í revíum á fjölum leikhússins og faðir hennar, Lárus heitinn Sveinsson, var trompetleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þá hafa systur hennar tvær, Þórunn og Ingibjörg, báðar verið öflugar söngkonur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira