Körfubolti

Alba sá ekki til sólar í úrslitaleiknum og þurfti að sætta sig við silfur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í úrslitaeinvíginu.
Martin í úrslitaeinvíginu. vísir/getty
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín sáu ekki til sólar í oddaleiknum í úrslitaeinvígi Evrópubikarsins er þeir töpuðu 89-63 á Spáni í kvöld.

Það var fínn kraftur í þýska liðinu í upphafi leiks og var stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann. Þá ákváðu þeir einfaldlega að ljúka keppni og það var ekki sjón að sjá þá út leikinn.

Valencia vann annan leikhlutinn með fjórtán stiugm og var yfir í hálfleik, 46-33. Þeir héldu svo tökunum í síðari hálfleik og unnu að lokum með 26 stiga mun.

Martin skoraði fimm stig fyrir Þjóðverjana í kvöld og gaf tvær stoðsendingar en frábær vetur hjá þýska liðinu í Evrópukeppninni þennan veturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×