Þarf að greiða á þriðja tug farþega bætur vegna verkfalls flugvirkja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2019 09:00 Verkfall flugvirkja reyndist Icelandair kostnaðarsamt. Vísir/vilhelm Icelandair þarf að greiða 23 einstaklingum bætur vegna aflýsingar flugfélagsins á flugferðum sem farþegarnir áttu bókað sæti í. Flugferðunum öllum var aflýst vegna verkfalls flugvirkja sem stóð yfir 17. til 19. desember árið 2017. Allir eiga farþegarnir það sameiginlegt að hafa átt bókað flug með félaginu þann 17. eða 18. desember árið 2017 þegar fjölda ferða flugfélagsins var aflýst vegna verkfallsins. Farþegarnir kvörtuðu til Samgöngustofu eftir að Icelandair hafnaði bótaskyldu en alls er um að ræða ellefu aðskilin mál. Samgöngustofa úrskurðaði í málunum í síðustu viku og þarf Icelandair að greiða 21 farþega 400 evrur í bætur, því sem nemur 55 þúsund krónum á farþega á gengi dagsins í dag. Tveir af þeim sem kvörtuðu fá hins vegar hvor fyrir sig 600 evrur í bætur um, 82 þúsund krónur, þar sem þeir voru á leiðinni frá Bandaríkjunum en samkvæmt EES-reglum eru bætur misháar eftir lengd þess flugs sem um ræðir. Alls þarf Icelandair að greiða farþegunum 23 samtals 9.200 evrur í bætur, um 1,3 milljónir króna. Í úrskurðum Samgöngustofu, sem nálgast má hér (velja 2019), kemur fram að Icelandair hafi hafnað bótaskyldu í málunum þar sem félagið liti svo á að flokka mætti vinnudeilur á borð við þær sem verkfall flugvirkja hafi verið, til óviðráðanlega aðstæðna. Launakröfur flugvirkja hafi verið þess eðlis að þær hafi getað haft í för með sér „alvarlegar pólitískar afleiðingar“. Ekki hafi verið hægt að ætlast til þess að Icelandair myndi ganga að hvaða kröfum sem gerðar væru, til þess að afstýra verkfalli.Örtröð myndaðist í Leifsstöð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair í desember árið 2017. Verkfallið stóð yfir í tvo daga.Fréttablaðið/EyþórÞá taldi félagið sig hafa gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að afstýra aflýsingu fluga á meðan á verkfallinu stóð, meðal annars með því að funda með Flugvirkjafélagi Íslands, óska eftir aðkomu Ríkissáttasemjara og kalla til mannskap úr öðrum deildum félagsins til þess að aðstoða farþega sem urðu fyrir barðinu á verkfallinu.Ekki sýnt fram á að allar nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar Í málunum öllum taldi Samgöngustofa að verkföll starfsmanna flugrekanda geti falið í sér óviðráðanlegar aðstæður sem þyrfti þó að meta í hverju tilviki fyrir sig. Hins vegar hafi mátt ráða af gögnum málsins að Icelandair hafi fyrst gert ráðstafanir til þess að draga úr erfiðleikum og óþægindum fyrir farþega sína vegna verkfallsins þann 17. desember 2017, þá með því að kalla til starfsfólk úr öðrum deildum til að aðstoða í þjónustuveri. Taldi Samgöngustofa Icelandair, í öllum málunum, ekki hafa sýnt fram á að allar nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir þau óþægindi sem farþegarnir sem áttu bókað flug umrædda daga og kröfðust bóta, urði fyrir. Því þyrfti félagið að bera hallann af athafnaleysi sínu í þeim efnum. Því væri félagið bótaskylt í öllum málunum ellefu. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32 Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Nýr kjarasamningur undirritaður 19. desember 2017 04:27 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Icelandair þarf að greiða 23 einstaklingum bætur vegna aflýsingar flugfélagsins á flugferðum sem farþegarnir áttu bókað sæti í. Flugferðunum öllum var aflýst vegna verkfalls flugvirkja sem stóð yfir 17. til 19. desember árið 2017. Allir eiga farþegarnir það sameiginlegt að hafa átt bókað flug með félaginu þann 17. eða 18. desember árið 2017 þegar fjölda ferða flugfélagsins var aflýst vegna verkfallsins. Farþegarnir kvörtuðu til Samgöngustofu eftir að Icelandair hafnaði bótaskyldu en alls er um að ræða ellefu aðskilin mál. Samgöngustofa úrskurðaði í málunum í síðustu viku og þarf Icelandair að greiða 21 farþega 400 evrur í bætur, því sem nemur 55 þúsund krónum á farþega á gengi dagsins í dag. Tveir af þeim sem kvörtuðu fá hins vegar hvor fyrir sig 600 evrur í bætur um, 82 þúsund krónur, þar sem þeir voru á leiðinni frá Bandaríkjunum en samkvæmt EES-reglum eru bætur misháar eftir lengd þess flugs sem um ræðir. Alls þarf Icelandair að greiða farþegunum 23 samtals 9.200 evrur í bætur, um 1,3 milljónir króna. Í úrskurðum Samgöngustofu, sem nálgast má hér (velja 2019), kemur fram að Icelandair hafi hafnað bótaskyldu í málunum þar sem félagið liti svo á að flokka mætti vinnudeilur á borð við þær sem verkfall flugvirkja hafi verið, til óviðráðanlega aðstæðna. Launakröfur flugvirkja hafi verið þess eðlis að þær hafi getað haft í för með sér „alvarlegar pólitískar afleiðingar“. Ekki hafi verið hægt að ætlast til þess að Icelandair myndi ganga að hvaða kröfum sem gerðar væru, til þess að afstýra verkfalli.Örtröð myndaðist í Leifsstöð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair í desember árið 2017. Verkfallið stóð yfir í tvo daga.Fréttablaðið/EyþórÞá taldi félagið sig hafa gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að afstýra aflýsingu fluga á meðan á verkfallinu stóð, meðal annars með því að funda með Flugvirkjafélagi Íslands, óska eftir aðkomu Ríkissáttasemjara og kalla til mannskap úr öðrum deildum félagsins til þess að aðstoða farþega sem urðu fyrir barðinu á verkfallinu.Ekki sýnt fram á að allar nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar Í málunum öllum taldi Samgöngustofa að verkföll starfsmanna flugrekanda geti falið í sér óviðráðanlegar aðstæður sem þyrfti þó að meta í hverju tilviki fyrir sig. Hins vegar hafi mátt ráða af gögnum málsins að Icelandair hafi fyrst gert ráðstafanir til þess að draga úr erfiðleikum og óþægindum fyrir farþega sína vegna verkfallsins þann 17. desember 2017, þá með því að kalla til starfsfólk úr öðrum deildum til að aðstoða í þjónustuveri. Taldi Samgöngustofa Icelandair, í öllum málunum, ekki hafa sýnt fram á að allar nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir þau óþægindi sem farþegarnir sem áttu bókað flug umrædda daga og kröfðust bóta, urði fyrir. Því þyrfti félagið að bera hallann af athafnaleysi sínu í þeim efnum. Því væri félagið bótaskylt í öllum málunum ellefu.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32 Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Nýr kjarasamningur undirritaður 19. desember 2017 04:27 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32