Mbappé kom af bekknum og skoraði þrennu | Loks vann Real | Dybala bjargaði Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2019 21:30 Mbappé gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í kvöld. Vísir/Getty PSG valtaði yfir Brugge í síðari hálfleik Frakklandsmeistarar PSG áttu ekki í vandræðum með Club Brugge á útivelli í kvöld. Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 sigri gestanna. Þá vann Real Madrid 1-0 sigur á Galatasaray í Tyrklandi. Ángel Di Maria kom Paris Saint-Germain yfir strax á 7. mínútu eftir sendingu frá landa sínum Mauro Icardi. Brugge tókst að halda PSG í skefjum þangað til í hálfleik og staðan því enn 1-0 í hálfleik. Á 52. mínútu kom áðurnefndur Mbappé inn á og tók það hann aðeins níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í kvöld. Tveimur mínútum síðar hafði Mbappé svo lagt upp mark fyrir Icardi og staðan orðin 3-0. Mbappé skoraði svo tvívegis með fjögurra mínútna millibili eftir sendingar frá Di Maria undir lok leiks og tryggði þar með þrennu sína sem og 5-0 sigur gestanna frá París. Í Tyrklandi nældi Real Madrid svo í sinn fyrsta sigur í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni þökk sé marki Toni Kroos á 18. mínútu. Real getur reyndar þakkað markverði sínum Thibaut Courtois fyrir stigin þrjú í kvöld en sá belgíski hefur legið undir mikilli gagnrýni í vetur en hann svaraði því á vellinum í kvöld. Staðan í A-riðli er þannig að PSG er með fullt hús stiga þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Real Madrid kemur þar á eftir með fjögur stig, Club Brugge með tvö stig og Galatasary rekur svo lestina með eitt stig.Dybala kom Juventus til bjargarSíðari leikur D-riðils var viðureign Juventus og Lokomotiv Moskvu. Gestirnir frá Rússlandi komu eflaust sjálfum sér á óvart þegar þeir komust yfir á 30. mínútu leiksins, þar var að verki Aleksey Miranchuk og var staðan 1-0 Lokomotiv í vil allt þangað til á 77. mínútu leiksins er Paulo Dybala jafnaði metin með frábæru skoti sem endaði alveg út við stöng. Dybala var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hann afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið eftir að Guilherme Marinato, markvörður Lokomotiv, hafði varið langskot Alex Sandro. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Juventus er því á toppi D-riðils með sjö stig, líkt og Atletico Madrid eftir sigur spænska liðsins á Bayer Leverkusen fyrr í dag. Lokomotiv er í þriðja sæti með þrjú stig á meðan Leverkusen eru enn án stiga. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Rauða Stjarnan réð ekkert við Tottenham Erik Lamela | Bayern í basli í Grikklandi Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 22. október 2019 21:00 Varamennirnir tryggðu Atletico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir Atletico og Real Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt. 22. október 2019 19:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira
PSG valtaði yfir Brugge í síðari hálfleik Frakklandsmeistarar PSG áttu ekki í vandræðum með Club Brugge á útivelli í kvöld. Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 sigri gestanna. Þá vann Real Madrid 1-0 sigur á Galatasaray í Tyrklandi. Ángel Di Maria kom Paris Saint-Germain yfir strax á 7. mínútu eftir sendingu frá landa sínum Mauro Icardi. Brugge tókst að halda PSG í skefjum þangað til í hálfleik og staðan því enn 1-0 í hálfleik. Á 52. mínútu kom áðurnefndur Mbappé inn á og tók það hann aðeins níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í kvöld. Tveimur mínútum síðar hafði Mbappé svo lagt upp mark fyrir Icardi og staðan orðin 3-0. Mbappé skoraði svo tvívegis með fjögurra mínútna millibili eftir sendingar frá Di Maria undir lok leiks og tryggði þar með þrennu sína sem og 5-0 sigur gestanna frá París. Í Tyrklandi nældi Real Madrid svo í sinn fyrsta sigur í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni þökk sé marki Toni Kroos á 18. mínútu. Real getur reyndar þakkað markverði sínum Thibaut Courtois fyrir stigin þrjú í kvöld en sá belgíski hefur legið undir mikilli gagnrýni í vetur en hann svaraði því á vellinum í kvöld. Staðan í A-riðli er þannig að PSG er með fullt hús stiga þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Real Madrid kemur þar á eftir með fjögur stig, Club Brugge með tvö stig og Galatasary rekur svo lestina með eitt stig.Dybala kom Juventus til bjargarSíðari leikur D-riðils var viðureign Juventus og Lokomotiv Moskvu. Gestirnir frá Rússlandi komu eflaust sjálfum sér á óvart þegar þeir komust yfir á 30. mínútu leiksins, þar var að verki Aleksey Miranchuk og var staðan 1-0 Lokomotiv í vil allt þangað til á 77. mínútu leiksins er Paulo Dybala jafnaði metin með frábæru skoti sem endaði alveg út við stöng. Dybala var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hann afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið eftir að Guilherme Marinato, markvörður Lokomotiv, hafði varið langskot Alex Sandro. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Juventus er því á toppi D-riðils með sjö stig, líkt og Atletico Madrid eftir sigur spænska liðsins á Bayer Leverkusen fyrr í dag. Lokomotiv er í þriðja sæti með þrjú stig á meðan Leverkusen eru enn án stiga.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Rauða Stjarnan réð ekkert við Tottenham Erik Lamela | Bayern í basli í Grikklandi Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 22. október 2019 21:00 Varamennirnir tryggðu Atletico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir Atletico og Real Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt. 22. október 2019 19:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira
Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15
Rauða Stjarnan réð ekkert við Tottenham Erik Lamela | Bayern í basli í Grikklandi Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 22. október 2019 21:00
Varamennirnir tryggðu Atletico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir Atletico og Real Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt. 22. október 2019 19:00