Aflið fær átján milljónir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 13:08 Verkefnisstjóri Aflsins segir samningur við ríkið sé árlegur bardagi. Án aðkomu ríkisins sé ljóst að ekki sé hægt að halda úti starfseminni. Stjórnarráðið „Án aðkomu ríkisins gætum við ekki haldið úti starfseminni,“ segir Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnisstjóri Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, á Akureyri um átján milljóna króna framlag sem samtökin hljóta til að standa straum af starfseminni. Um helgina undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Sigubjörg samning sem byggir á samþykkt fjárlaganefndar Alþingis og gildir til 31. desember á næsta ári. „Þessi samningur gerir okkur kleift að halda úti þeirri grunnþjónustu sem við höfum veirð að bjóða uppá, sem eru einstaklingsviðtölin og sjálfshjálparhópar,“ segir Sigurbjörg. Aflið var stofnað árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta og Jafnréttisstöðu til að tryggja brotaþolum á Norðurlandi þjónustu. Sigurbjörg segir að allar götur síðan hafi farið mikil vinna og orka í að reyna að tryggja starfseminni rekstrargrundvöll. „Þetta er í rauninni búinn að vera árlegur bardagi. Á hverju ári höfum við þurft að sækjast eftir þessum samningi. Við höfum reynt síðustu árin að komast á föst fjárlög en það hefur ekki gengið eftir. Við höfum verið að fá í gegnum fjárlaganefndina þessa árssamninga sem samt eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, náttúrulega, en við erum að gera okkur vonir um að á næsta ári, jafnvel, komumst við á föst fjárlög og tryggjum þannig áframhaldandi uppbyggingu.“ Aðspurð hvort það sé nauðsynlegt til geta öðlast framtíðarsýn og stöðuleika fyrir samtökin svarar Sigurbjörg játandi. „Það er algjörlega það sem okkur finnst vanta. Á hverju ári – alveg þangað til núna – vitum við ekki hvort við náum að reka samtökin á næsta ári. Það fer augljóslega mjög mikil vinna í þetta og orka. Draumsýnin okkar er að geta verið á föstum fjárlögum og geta þannig unnið að framtíðarverkefnum og uppbyggingu, enn frekar.“ Sigurbjörg segir að stærstur hluti skjólstæðinga Aflsins sé frá Akureyri en starfsfólk Aflsins þjónustar einnig fólk frá Hvammstanga, Sauðárkróki, Húsavík og frá nærliggjandi bæjum á Norðurlandi. „Enda erum við einu svona samtökin á landsbyggðinni, þannig að við náum til margra og í ljósi þess þyrfti enn frekar að reyna að tryggja starfseminni öruggan rekstrargrundvöll.“ Akureyri Alþingi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Án aðkomu ríkisins gætum við ekki haldið úti starfseminni,“ segir Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnisstjóri Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, á Akureyri um átján milljóna króna framlag sem samtökin hljóta til að standa straum af starfseminni. Um helgina undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Sigubjörg samning sem byggir á samþykkt fjárlaganefndar Alþingis og gildir til 31. desember á næsta ári. „Þessi samningur gerir okkur kleift að halda úti þeirri grunnþjónustu sem við höfum veirð að bjóða uppá, sem eru einstaklingsviðtölin og sjálfshjálparhópar,“ segir Sigurbjörg. Aflið var stofnað árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta og Jafnréttisstöðu til að tryggja brotaþolum á Norðurlandi þjónustu. Sigurbjörg segir að allar götur síðan hafi farið mikil vinna og orka í að reyna að tryggja starfseminni rekstrargrundvöll. „Þetta er í rauninni búinn að vera árlegur bardagi. Á hverju ári höfum við þurft að sækjast eftir þessum samningi. Við höfum reynt síðustu árin að komast á föst fjárlög en það hefur ekki gengið eftir. Við höfum verið að fá í gegnum fjárlaganefndina þessa árssamninga sem samt eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, náttúrulega, en við erum að gera okkur vonir um að á næsta ári, jafnvel, komumst við á föst fjárlög og tryggjum þannig áframhaldandi uppbyggingu.“ Aðspurð hvort það sé nauðsynlegt til geta öðlast framtíðarsýn og stöðuleika fyrir samtökin svarar Sigurbjörg játandi. „Það er algjörlega það sem okkur finnst vanta. Á hverju ári – alveg þangað til núna – vitum við ekki hvort við náum að reka samtökin á næsta ári. Það fer augljóslega mjög mikil vinna í þetta og orka. Draumsýnin okkar er að geta verið á föstum fjárlögum og geta þannig unnið að framtíðarverkefnum og uppbyggingu, enn frekar.“ Sigurbjörg segir að stærstur hluti skjólstæðinga Aflsins sé frá Akureyri en starfsfólk Aflsins þjónustar einnig fólk frá Hvammstanga, Sauðárkróki, Húsavík og frá nærliggjandi bæjum á Norðurlandi. „Enda erum við einu svona samtökin á landsbyggðinni, þannig að við náum til margra og í ljósi þess þyrfti enn frekar að reyna að tryggja starfseminni öruggan rekstrargrundvöll.“
Akureyri Alþingi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00