Yrði forvitnilegt að yfirheyra Miðflokksmenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2019 20:00 Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klausturbar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni. Í úrskurðinum segir að upptakan brjóti í bága við persónuverndarlög og hefur Báru verið gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní.Hefur hún þegar gert það?„Nei hún hefur ekki gert það. Hún er erlendis og hún hefur talað um að ef til vill muni hún bara taka það upp og hafa það hátíðlegt," segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru.Ragnar Aðalsteinsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmenn Báru.Skjáskot/Stöð 2Lögmenn Báru segja þó jákvætt að henni hafi ekki verið gert að greiða sekt þrátt fyrir að þingmenn Miðflokksins, sem kærðu málið, hafi ítrekað krafist þess. „Nefndin hefur skilning á því hvers vegna Bára tók upp á því að taka upp samtöl í þessu opinbera rými, samtöl þessara framámanna þjóðfélagsins. Það var vegna þess hvað þeir voru að segja, sem er aðalatriðið," segir Ragnar Aðalsteinsson, annar lögmaður Báru. Vegna þess að upptakan stóð yfir í fjórar klukkustundir telur Persónuvernd að hún flokkist undir rafræna vöktun, líkt og öryggismyndavélar. Þetta er fordæmalaus túlkun með stakar símaupptökur. „Vegna þessarar tæknilegu útfærsla sleppur Bára ekki. Vegna þess að af þessu leiðir að þetta telst ekki vera fréttamennska, sem er mjög víðtækt hugtak í persónurétti," segir Ragnar.Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.VísirMeð úrskurðinn að vopni geta þingmenn Miðflokksins nú farið með málið lengra. „Þau hafa frá upphafi talað um að þau hafi áhuga á að fara með þetta í dómsmál, það gæti þá annað hvort verið til þess að fá úrskurðinn ógiltan eða til þess að krefjast miskabóta," segir Auður. Ragnar telur líklegt miðað við fyrri yfirlýsingar að þingmennirnir höfði skaðabótamál. „Það verður afar forvitnilegt að reka það mál og yfirheyra sexmenningana um hvað þeir voru að gera þarna þetta kvöld," segir Ragnar. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klausturbar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni. Í úrskurðinum segir að upptakan brjóti í bága við persónuverndarlög og hefur Báru verið gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní.Hefur hún þegar gert það?„Nei hún hefur ekki gert það. Hún er erlendis og hún hefur talað um að ef til vill muni hún bara taka það upp og hafa það hátíðlegt," segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru.Ragnar Aðalsteinsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmenn Báru.Skjáskot/Stöð 2Lögmenn Báru segja þó jákvætt að henni hafi ekki verið gert að greiða sekt þrátt fyrir að þingmenn Miðflokksins, sem kærðu málið, hafi ítrekað krafist þess. „Nefndin hefur skilning á því hvers vegna Bára tók upp á því að taka upp samtöl í þessu opinbera rými, samtöl þessara framámanna þjóðfélagsins. Það var vegna þess hvað þeir voru að segja, sem er aðalatriðið," segir Ragnar Aðalsteinsson, annar lögmaður Báru. Vegna þess að upptakan stóð yfir í fjórar klukkustundir telur Persónuvernd að hún flokkist undir rafræna vöktun, líkt og öryggismyndavélar. Þetta er fordæmalaus túlkun með stakar símaupptökur. „Vegna þessarar tæknilegu útfærsla sleppur Bára ekki. Vegna þess að af þessu leiðir að þetta telst ekki vera fréttamennska, sem er mjög víðtækt hugtak í persónurétti," segir Ragnar.Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.VísirMeð úrskurðinn að vopni geta þingmenn Miðflokksins nú farið með málið lengra. „Þau hafa frá upphafi talað um að þau hafi áhuga á að fara með þetta í dómsmál, það gæti þá annað hvort verið til þess að fá úrskurðinn ógiltan eða til þess að krefjast miskabóta," segir Auður. Ragnar telur líklegt miðað við fyrri yfirlýsingar að þingmennirnir höfði skaðabótamál. „Það verður afar forvitnilegt að reka það mál og yfirheyra sexmenningana um hvað þeir voru að gera þarna þetta kvöld," segir Ragnar.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41
Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07
Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00