Þjóðarsjóður leggst misvel í þingmenn Sveinn Arnarsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Orkan úr iðrum jarðar og fallvötnum er gullkýr okkar Íslendinga. Nú er karpað um hvað gera skuli við tekjurnar. Vísir/Vilhelm Ekki virðist vera eining á þingi um frumvarp Bjarna Benediktssonar um að setja á laggirnar þjóðarsjóð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að einkaaðilar annist sjóðinn og að tekjur af sjávarútvegi og ferðaþjónustu renni ekki í sjóðinn eru helstu ásteytingarsteinar þverpólitískrar samstöðu um málið. Markmið sjóðsins er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið verður fyrir. Sjóðurinn, sem á að heita Þjóðarsjóður, á að hafa það hlutverk að varðveita og ávaxta fjármuni sem ríkissjóður leggur honum til. Framlögin verða jafnhá öllum tekjum sem ríkið hefur af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkis. „Í frumvarpinu er lagt til að einkaaðilar á fjármálamarkaði sjái um að gæta Þjóðarsjóðs og ávaxta hann. Við teljum mikilvægt að umsýsla um þessa fjármuni verði í höndum Seðlabanka Íslands,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd. Oddný G Harðardóttir Rammaáætlun Alþingi„Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til norska olíusjóðsins og látið að því liggja að fyrirmynd útfærslunnar sé sótt til norska olíusjóðsins. Það er hins vegar af og frá. Síðasta haust var ákveðið að halda eignastýringu norska sjóðsins áfram innan sjálfstæðrar einingar í norska seðlabankanum.“ Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann segir gild rök fyrir því að útvista sjóðnum. „Við höfum horft til þess að með því að fela sjálfstæðum aðilum að ávaxta sjóðinn getum við minnkað kostnað við að reka hann og þannig sparað ríkissjóð fé,“ segir Óli Björn. „Þetta er gert að ákveðinni fyrirmynd sem lífeyrissjóðirnir hafa unnið eftir og er samþykkt af Fjármálaeftirliti. Því er eðlilegt að þessi leið sé farin.“Alþingi, Óli Björn Kárason, Lilja Alfreðsdóttirvísir/ernirTalið er að stærð sjóðsins, sem muni taka um hálfan annan áratug að byggja upp, verði tæpir 300 milljarðar íslenskra króna. Ekki er gerð grein fyrir því í frumvarpinu hvenær Þjóðarsjóður verði orðinn hæfilega stór þannig að hægt verði að verja tekjunum í önnur verkefni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að það sé hægt í frumvarpinu eins og það liggur fyrir. Því munu stjórnvöld þurfa að breyta lögum þegar þau vilja nýta fjármunina í önnur verkefni. Oddný segist einnig gagnrýna að eingöngu tekjur af orku renni í sjóðinn. „Við hefðum einnig viljað sjá tekjur af öðrum auðlindum, svo sem veiðigjald af nytjastofnum sjávar. Tekjur af veiðigjaldi eru hreinar auðlindatekjur og því rökrétt að þær rynnu í sjóð frekar en tekjur af fjármagni ríkisins í orkufyrirtækjum,“ segir Oddný. „Það var lagt upp með að setja á laggirnar þjóðarsjóð í pólitískri sátt en nú er ljóst að sú þverpólitíska sátt er ekki fyrir hendi.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. 27. september 2018 07:00 Segir þjóðarsjóð ranga forgangsröðun Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu. 26. janúar 2019 07:00 Leggur til að Þjóðarsjóður sniðgangi fjárfestingar í mengandi iðnaði Andrés Ingi Jónsson stakk upp á fjórum leiðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 30. apríl 2019 15:25 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Sjá meira
Ekki virðist vera eining á þingi um frumvarp Bjarna Benediktssonar um að setja á laggirnar þjóðarsjóð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að einkaaðilar annist sjóðinn og að tekjur af sjávarútvegi og ferðaþjónustu renni ekki í sjóðinn eru helstu ásteytingarsteinar þverpólitískrar samstöðu um málið. Markmið sjóðsins er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið verður fyrir. Sjóðurinn, sem á að heita Þjóðarsjóður, á að hafa það hlutverk að varðveita og ávaxta fjármuni sem ríkissjóður leggur honum til. Framlögin verða jafnhá öllum tekjum sem ríkið hefur af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkis. „Í frumvarpinu er lagt til að einkaaðilar á fjármálamarkaði sjái um að gæta Þjóðarsjóðs og ávaxta hann. Við teljum mikilvægt að umsýsla um þessa fjármuni verði í höndum Seðlabanka Íslands,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd. Oddný G Harðardóttir Rammaáætlun Alþingi„Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til norska olíusjóðsins og látið að því liggja að fyrirmynd útfærslunnar sé sótt til norska olíusjóðsins. Það er hins vegar af og frá. Síðasta haust var ákveðið að halda eignastýringu norska sjóðsins áfram innan sjálfstæðrar einingar í norska seðlabankanum.“ Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann segir gild rök fyrir því að útvista sjóðnum. „Við höfum horft til þess að með því að fela sjálfstæðum aðilum að ávaxta sjóðinn getum við minnkað kostnað við að reka hann og þannig sparað ríkissjóð fé,“ segir Óli Björn. „Þetta er gert að ákveðinni fyrirmynd sem lífeyrissjóðirnir hafa unnið eftir og er samþykkt af Fjármálaeftirliti. Því er eðlilegt að þessi leið sé farin.“Alþingi, Óli Björn Kárason, Lilja Alfreðsdóttirvísir/ernirTalið er að stærð sjóðsins, sem muni taka um hálfan annan áratug að byggja upp, verði tæpir 300 milljarðar íslenskra króna. Ekki er gerð grein fyrir því í frumvarpinu hvenær Þjóðarsjóður verði orðinn hæfilega stór þannig að hægt verði að verja tekjunum í önnur verkefni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að það sé hægt í frumvarpinu eins og það liggur fyrir. Því munu stjórnvöld þurfa að breyta lögum þegar þau vilja nýta fjármunina í önnur verkefni. Oddný segist einnig gagnrýna að eingöngu tekjur af orku renni í sjóðinn. „Við hefðum einnig viljað sjá tekjur af öðrum auðlindum, svo sem veiðigjald af nytjastofnum sjávar. Tekjur af veiðigjaldi eru hreinar auðlindatekjur og því rökrétt að þær rynnu í sjóð frekar en tekjur af fjármagni ríkisins í orkufyrirtækjum,“ segir Oddný. „Það var lagt upp með að setja á laggirnar þjóðarsjóð í pólitískri sátt en nú er ljóst að sú þverpólitíska sátt er ekki fyrir hendi.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. 27. september 2018 07:00 Segir þjóðarsjóð ranga forgangsröðun Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu. 26. janúar 2019 07:00 Leggur til að Þjóðarsjóður sniðgangi fjárfestingar í mengandi iðnaði Andrés Ingi Jónsson stakk upp á fjórum leiðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 30. apríl 2019 15:25 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Sjá meira
Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. 27. september 2018 07:00
Segir þjóðarsjóð ranga forgangsröðun Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu. 26. janúar 2019 07:00
Leggur til að Þjóðarsjóður sniðgangi fjárfestingar í mengandi iðnaði Andrés Ingi Jónsson stakk upp á fjórum leiðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 30. apríl 2019 15:25