Lögreglan á Suðurnesjum sektaði um helgina ökumann um 150 þúsund krónur eftir að hann mældist á 134 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að nokkrir til viðbótar hafi verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu. Þá hafi fáeinir til viðbótar gerst brotlegir við umferðarlög með öðrum hætti, svo sem að stinga af frá umferðaróhöppum.
Nokkur umferðaróhöpp urðu í umdæminu um helgina. Jepplingur og flutningabifreið rákust saman á Garðbraut. Ekki urðu slys á fólki.
Þá varð árekstur á hringtorgi á Reykjanesbraut þar sem ökumaður virti ekki biðskyldu við hringtorgið en ók viðstöðulaust inn á það og hafnaði á bifreið sem var þar fyrir. Ökumenn sluppu við meiðsl,“ segir í tilkynningunni.
Fékk 150 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Ofbýður hvað Reykjavík er ljót
Innlent








Diljá Mist boðar til fundar
Innlent