Enski boltinn

Solskjær segir að stuðningsmenn United munu taka vel á móti Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba á æfingu með United í Asíu.
Pogba á æfingu með United í Asíu. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, býst ekki við öðru en að stuðningsmenn félagsins munu taka vel á móti Paul Pogba er nýtt tímabil hefst á Englandi þrátt fyrir allan atganginn í sumar.

Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, sagði fyrr í þessum mánuði að hann væri að vinna að því að koma Pogba burt frá félaginu. Hann vildi nýja áskorun.

Þrátt fyrir þessi ummæli er heimsmeistarinn Pogba með United í Asíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi leiktíð. Norðmaðurinn hefur tröllatrú á Pogba.







„Stuðningsmenn okkar vita hvað Pogba hefur gefið félaginu og hvað hann getur gefið okkur. Auðvitað eru einhverjir í miklum minnihluta,“ sagði Solskjær um minnihlutann sem mun ekki taka vel á móti Pogba.

„Paul hefur verið í toppnum á hópnum og bæði ég og leikmennirnir geta sannað það. Hann hefur ekki í eina sekúndu verið til vandræða. Við erum bara þakklátir þegar hann stendur sig eins vel og hann gerir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×