Fótbolti

Juventus án Ronaldo gegn Ajax?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo er meiddur.
Ronaldo er meiddur. vísir/getty
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus, er tæpur fyrir fyrri leikinn gegn Ajax í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna meiðsla.

Fimmfaldi Meistaradeildar-meistarinn fór útaf meiddur á mánudaginn í landsleik með Portúgal er liðið mætti Serbíu. Það var ekki liðinn hálftími er hann yfirgaf völlinn.

Ronaldo talaði um eftir hann hefði ekki miklar áhyggjur af meiðslunum en þau eru þó alvarleg að Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, er ekki viss hvort hann verð klár í fyrri leiknum gegn Ajax.

„Hann er byrjaður að hreyfa sig en hann mun ekki mæta á æfingar fyrr en hann verður klár. Það er hætta á því að hann missi af fyrri leiknum gegn Ajax,“ sagði Allegri.

„Við þurfum að vara okkur því við eigum erfiða leiki framundan. Það er betra að hann missi af einum leik og komi til baka þegar hann er hundrað prósent klár. Það er betra að hann sé meiddur í einn leik heldur en tvo mánuði.“

Fyrri leikur Ajax og Real Madrid verður spilaður á Cruijff Arena þann tíunda apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×