120 frumvörp urðu að lögum á löngu þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 11:45 Frá þingi í vikunni þar sem var nóg um að vera áður en þingmenn fóru í sumarfrí. vísir/vilhelm Alþingi var frestað í gærkvöldi og mun koma saman að nýju seint í ágúst til þess að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingvetrinum, eða alls 120 talsins, samkvæmt samantekt á vef Alþingis. Þá voru alls 47 þingsályktunartillögur samþykktar, þar á meðal fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 og breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Þingið var óvenju langt nú, og er í raun ekki lokið þar sem orkupakkanum var frestað fram á sérstakt síðsumarþing, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta því þann 5. júní síðastliðinn. Þing fór því tvær vikur fram úr áætluninni, aðallega vegna ágreinings vegna um það hvernig afgreiða skyldi þriðja orkupakkann.Kynrænt sjálfræði, fiskeldi og ný umferðarlög Á meðal þeirra mála sem urðu að lögum voru ný umferðarlög, lög um kynrænt sjálfræði, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem og frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Í síðastnefnda frumvarpinu sem varð að lögum í gær er meðal annars áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest auk þess sem innleiddir voru fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi til að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Með nýjum umferðarlögum var leyfilegt magn vínanda í blóði minnkað þar sem það fór úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Þá er sveitarfélögum og Vegagerðinni nú heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Með lögum um kynrænt sjálfræði er fólki síðan nú heimilt að skilgreina kyn sitt sjálft. Þannig getur fólk nú farið í og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum skilríkjum án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Þá þarf viðkomandi ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður.Hægt er að kynna sér hvaða mál fóru í gegnum þingið og hver ekki nánar á vef Alþingis. Alþingi Fiskeldi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41 Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Alþingi var frestað í gærkvöldi og mun koma saman að nýju seint í ágúst til þess að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingvetrinum, eða alls 120 talsins, samkvæmt samantekt á vef Alþingis. Þá voru alls 47 þingsályktunartillögur samþykktar, þar á meðal fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 og breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Þingið var óvenju langt nú, og er í raun ekki lokið þar sem orkupakkanum var frestað fram á sérstakt síðsumarþing, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta því þann 5. júní síðastliðinn. Þing fór því tvær vikur fram úr áætluninni, aðallega vegna ágreinings vegna um það hvernig afgreiða skyldi þriðja orkupakkann.Kynrænt sjálfræði, fiskeldi og ný umferðarlög Á meðal þeirra mála sem urðu að lögum voru ný umferðarlög, lög um kynrænt sjálfræði, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem og frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Í síðastnefnda frumvarpinu sem varð að lögum í gær er meðal annars áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest auk þess sem innleiddir voru fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi til að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Með nýjum umferðarlögum var leyfilegt magn vínanda í blóði minnkað þar sem það fór úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Þá er sveitarfélögum og Vegagerðinni nú heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Með lögum um kynrænt sjálfræði er fólki síðan nú heimilt að skilgreina kyn sitt sjálft. Þannig getur fólk nú farið í og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum skilríkjum án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Þá þarf viðkomandi ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður.Hægt er að kynna sér hvaða mál fóru í gegnum þingið og hver ekki nánar á vef Alþingis.
Alþingi Fiskeldi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41 Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01
Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41
Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56