Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 17:33 Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, á fréttamannafundi í Varsjá í dag. Getty Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki Evrópusambandsins þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd taki höndum saman og fái sambandið til að breyta um stefnu. „Við leggjum grunninn að nýju valdajafnvægi og nýrri orku í Evrópu, og Pólland og Ítalía munu klárlega leiða þetta nýja evrópska vor,“ sagði Salvini í dag, en hann heimsækir nú pólsku höfuðborgina Varsjá. Ítalski innanríkisráðherrann mun þar hitta Jaroslaw Kaczynski sem stýrir pólska stjórnarflokknum Lög og réttlæti (PiS). Salvini segist vilja stefna að því að draga úr áhrifum Frakklands og Þýskalands innan sambandsins. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, kveðst sammála þeirri gagnrýni sem fram hafi komið frá Ítölum. Segir hann sambandið mismuna aðildarríkjum og bendir á að framkvæmdastjórn sambandsins hafi komið í veg fyrir að upphaflegt fjárlagafrumvarp Ítalíustjórnar hafi náð fram að ganga. Framkvæmdastjórnin sagði hallann of mikinn og brjóta í bága við reglur sambandsins um fjármál aðildarríkja. Skuldir Ítalíu eru þær næstmestu af öllum aðildarríkjum sambandsins. Framkvæmdastjórn sambandsins dró fyrr á árinu Pólland fyrir Evrópudómstólinn vegna ákvörðunar þarlendra stjórnvalda að þvinga fjölda hæstaréttardómara á eftirlaun með því að lækka eftirlaunaaldur dómara. Var það sagt brot á reglum um sjálfstæði dómstóla. Pólsk stjórnvöld drógu á endanum ákvörðun sína til baka. Evrópusambandið Ítalía Pólland Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki Evrópusambandsins þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd taki höndum saman og fái sambandið til að breyta um stefnu. „Við leggjum grunninn að nýju valdajafnvægi og nýrri orku í Evrópu, og Pólland og Ítalía munu klárlega leiða þetta nýja evrópska vor,“ sagði Salvini í dag, en hann heimsækir nú pólsku höfuðborgina Varsjá. Ítalski innanríkisráðherrann mun þar hitta Jaroslaw Kaczynski sem stýrir pólska stjórnarflokknum Lög og réttlæti (PiS). Salvini segist vilja stefna að því að draga úr áhrifum Frakklands og Þýskalands innan sambandsins. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, kveðst sammála þeirri gagnrýni sem fram hafi komið frá Ítölum. Segir hann sambandið mismuna aðildarríkjum og bendir á að framkvæmdastjórn sambandsins hafi komið í veg fyrir að upphaflegt fjárlagafrumvarp Ítalíustjórnar hafi náð fram að ganga. Framkvæmdastjórnin sagði hallann of mikinn og brjóta í bága við reglur sambandsins um fjármál aðildarríkja. Skuldir Ítalíu eru þær næstmestu af öllum aðildarríkjum sambandsins. Framkvæmdastjórn sambandsins dró fyrr á árinu Pólland fyrir Evrópudómstólinn vegna ákvörðunar þarlendra stjórnvalda að þvinga fjölda hæstaréttardómara á eftirlaun með því að lækka eftirlaunaaldur dómara. Var það sagt brot á reglum um sjálfstæði dómstóla. Pólsk stjórnvöld drógu á endanum ákvörðun sína til baka.
Evrópusambandið Ítalía Pólland Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira