Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla í Reykjavík ætla að fylgja börnum yfir Hringbraut í fyrramálið eftir að ekið var á skólastúlku þar í morgun. Vesturbæingar hafa lengi óskað eftir gangbrautarvörðum í morgunumferðinni við Hringbraut og í dag ákvað Reykjavíkurborg að veita fjármagni til þess. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig segjum við frá íbúafundi í Árborg þar sem hygmyndin um alþjóðaflugvöll við Stokkseyri var kynnt.

Við segjum frá mannráni í Noregi sem hefur farið leynt í tíu vikur og höldum áfram að segja frá ástandinu á bráðamóttöku Landspítalans.

Einnig segjum við frá gangi kjaraviðræðna en annar fundur var hjá ríkissáttasemjara í dag og fjöllum um yfirvofandi gjaldþrot Bílanausts.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×