Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2019 06:23 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð vera skortur á sanngirni. Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar, sem leidd er af Demókrötum, hefur haft meint embættisbrot Trump til rannsóknar. Hin meintu brot snúa að samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Að því er fram kemur á vef Guardian undirbýr nefndin nú að ljúka þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að því að finna út allar staðreyndir málsins. Í kjölfarið skoðar nefndin hvort Bandaríkjaforseti verði mögulega ákærður fyrir embættisbrot vegna samskipta hans við Úkraínuforseta. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við tökum þátt í skýrslutöku á meðan það er ekki búið að nafngreina öll vitni og á meðan það liggur ekki ljóst fyrir hvort dómsmálanefndin muni gæta sanngirni gagnvart forsetanum í komandi vitnaleiðslum,“ segir í bréfi sem Pat Cipollone, ráðgjafi í Hvíta húsinu, sendi formanni nefndarinnar. Hann vísaði jafnframt í skort á sanngirni hingað til í ferlinu gagnvart Trump en útilokaði ekki að forsetinn gæfi skýrslu í málinu síðar meir, ef hnökrarnir sem forsetinn og menn hans telja að séu til staðar, verða lagaðir. Trump hefur verið mjög gagnrýninn á málareksturinn í fulltrúadeildinni og talað um nornaveiðar. Þá hefur hann alfarið neitað því að hafa brotið af sér í starfi. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð vera skortur á sanngirni. Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar, sem leidd er af Demókrötum, hefur haft meint embættisbrot Trump til rannsóknar. Hin meintu brot snúa að samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Að því er fram kemur á vef Guardian undirbýr nefndin nú að ljúka þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að því að finna út allar staðreyndir málsins. Í kjölfarið skoðar nefndin hvort Bandaríkjaforseti verði mögulega ákærður fyrir embættisbrot vegna samskipta hans við Úkraínuforseta. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við tökum þátt í skýrslutöku á meðan það er ekki búið að nafngreina öll vitni og á meðan það liggur ekki ljóst fyrir hvort dómsmálanefndin muni gæta sanngirni gagnvart forsetanum í komandi vitnaleiðslum,“ segir í bréfi sem Pat Cipollone, ráðgjafi í Hvíta húsinu, sendi formanni nefndarinnar. Hann vísaði jafnframt í skort á sanngirni hingað til í ferlinu gagnvart Trump en útilokaði ekki að forsetinn gæfi skýrslu í málinu síðar meir, ef hnökrarnir sem forsetinn og menn hans telja að séu til staðar, verða lagaðir. Trump hefur verið mjög gagnrýninn á málareksturinn í fulltrúadeildinni og talað um nornaveiðar. Þá hefur hann alfarið neitað því að hafa brotið af sér í starfi.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira