Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 70-102 | Njarðvíkingar á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson í Smáranum skrifar 10. mars 2019 21:30 Elvar Már skoraði 18 stig. vísir/bára Njarðvík tyllti sér á topp Domino's deildar karla með sigri á Breiðabliki, 70-102, í Smáranum í kvöld. Stjarnan getur endurheimt toppsætið með sigri á Grindavík annað kvöld. Eins og lokatölurnar gefa til kynna höfðu Njarðvíkingar mikla yfirburði gegn föllnum Blikum sem hafa tapað 16 leikjum í röð. Gestirnir tóku strax völdin, voru 13 stigum yfir eftir 1. leikhluta, 13-26, og í hálfleik var staðan 30-53. Bilið breikkaði í seinni hálfleik og þegar uppi var staðið var munurinn á liðunum 32 stig, 70-102. Tíu leikmenn Njarðvíkur komust á blað í leiknum í kvöld. Eric Katenda var þeirra stigahæstur með 22 stig. Sveinbjörn Jóhannesson var stigahæstur Blika með 17 stig.Hvers vegna vann Njarðvík? Njarðvíkingar eru með miklu betra lið og sýndu það í kvöld. Þeir höfðu mikla yfirburði inni í teig og hittu auk þess vel fyrir utan. Það sama var ekki að segja um Blika sem hittu afleitlega fyrir utan.Hverjir stóðu upp úr? Heimamenn réðu lítið við Katenda sem skoraði 22 stig og tók tíu fráköst. Elvar Már Friðriksson spilaði aðeins í rúmar 20 mínútur en skoraði 18 stig á þeim tíma. Sveinbjörn sýndi ágæta takta í Blikasókninni og sömu sögu var að segja af Arnóri Hermannssyni. Hann lauk leik með 16 stig.Hvað gekk illa? Eins og svo oft áður í vetur var Blikavörnin hripleik. Njarðvík fékk þau skot sem liðið vildi og nýtti þau vel. Ekki bætti úr skák fyrir Blika að þeir hittu afar illa úr þriggja stiga skotunum sínum (20%).Hvað gerist næst? Njarðvík mætir hinu fallliðinu, Skallagrími, í lokaumferðinni á fimmtudaginn. Til að verða deildarmeistarar þurfa Njarðvíkingar að vinna þann leik og vonast til að Stjörnumenn misstígi sig, annað hvort gegn Grindvíkingum á morgun eða Haukum á fimmtudaginn. Breiðablik sækir Íslandsmeistara KR heim í síðasta leik sínum í efstu deild í bili.Einar Árni: Á von á hörkuleik gegn Skallagrími Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, kvaðst sáttur eftir sigurinn á Breiðabliki í kvöld. „Ég var ánægður með margt og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn. Vörnin var þétt og í sókninni hreyfðum við boltann vel og vorum duglegir að leita inn á stóru strákana,“ sagði Einar Árni eftir leik. „Það er kannski erfitt að ætlast til þess að það væri þvílíkur fítonskraftur í vörninni í seinni hálfleik. Sigurinn var þannig lagað í höfn. En heilt yfir er ég sáttur.“ Líkamlegir burðir Njarðvíkinga eru mun meiri en Blika og það nýttu gestirnir sér ítrekað með því að koma boltanum inn í teig á þá Mario Matasovic og Eric Katenda. „Við vorum duglegir að finna þá og þeir kláruðu færin sín vel báðir,“ sagði Einar Árni. Á fimmtudaginn fær Njarðvík Skallagrím í heimsókn. Einar Árni á von á erfiðum leik þrátt fyrir að Borgnesingar séu fallnir. „Ég á von á hörkuleik. Skallagrímur hefur átt erfitt uppdráttar í vetur en ég þykist vita að Finnur Jónsson berji í þá hörku og þeir vilja klára mótið með sæmd. Við þurfum að eiga alvöru leik,“ sagði Einar Árni að endingu.Pétur: Við ofurefli að etja Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, viðurkenndi að sínir menn hafi átt erfitt uppdráttar gegn Njarðvík í kvöld. „Það var við ofurefli að etja. Þetta er mjög öflugt lið sem á örugglega eftir að gera harða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum í vor. Við erum klárlega ekki á þeim stað,“ sagði Pétur eftir leik. Hann sagði að einhverja ljósa punkta hafi verið að finna í leik Blika en skortur á hæð og styrk hafi reynst þeim erfiður. Njarðvíkingar leituðu óspart að sínum stóru mönnum sem smávaxnir Blikar réðu líitð við. „Þetta var svipað og í síðustu leikjum. Við erum litlir og vantar kjöt inni í teig, þannig að þetta er erfitt. En við lærum eitthvað af þessu,“ sagði Pétur að lokum. Dominos-deild karla
Njarðvík tyllti sér á topp Domino's deildar karla með sigri á Breiðabliki, 70-102, í Smáranum í kvöld. Stjarnan getur endurheimt toppsætið með sigri á Grindavík annað kvöld. Eins og lokatölurnar gefa til kynna höfðu Njarðvíkingar mikla yfirburði gegn föllnum Blikum sem hafa tapað 16 leikjum í röð. Gestirnir tóku strax völdin, voru 13 stigum yfir eftir 1. leikhluta, 13-26, og í hálfleik var staðan 30-53. Bilið breikkaði í seinni hálfleik og þegar uppi var staðið var munurinn á liðunum 32 stig, 70-102. Tíu leikmenn Njarðvíkur komust á blað í leiknum í kvöld. Eric Katenda var þeirra stigahæstur með 22 stig. Sveinbjörn Jóhannesson var stigahæstur Blika með 17 stig.Hvers vegna vann Njarðvík? Njarðvíkingar eru með miklu betra lið og sýndu það í kvöld. Þeir höfðu mikla yfirburði inni í teig og hittu auk þess vel fyrir utan. Það sama var ekki að segja um Blika sem hittu afleitlega fyrir utan.Hverjir stóðu upp úr? Heimamenn réðu lítið við Katenda sem skoraði 22 stig og tók tíu fráköst. Elvar Már Friðriksson spilaði aðeins í rúmar 20 mínútur en skoraði 18 stig á þeim tíma. Sveinbjörn sýndi ágæta takta í Blikasókninni og sömu sögu var að segja af Arnóri Hermannssyni. Hann lauk leik með 16 stig.Hvað gekk illa? Eins og svo oft áður í vetur var Blikavörnin hripleik. Njarðvík fékk þau skot sem liðið vildi og nýtti þau vel. Ekki bætti úr skák fyrir Blika að þeir hittu afar illa úr þriggja stiga skotunum sínum (20%).Hvað gerist næst? Njarðvík mætir hinu fallliðinu, Skallagrími, í lokaumferðinni á fimmtudaginn. Til að verða deildarmeistarar þurfa Njarðvíkingar að vinna þann leik og vonast til að Stjörnumenn misstígi sig, annað hvort gegn Grindvíkingum á morgun eða Haukum á fimmtudaginn. Breiðablik sækir Íslandsmeistara KR heim í síðasta leik sínum í efstu deild í bili.Einar Árni: Á von á hörkuleik gegn Skallagrími Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, kvaðst sáttur eftir sigurinn á Breiðabliki í kvöld. „Ég var ánægður með margt og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn. Vörnin var þétt og í sókninni hreyfðum við boltann vel og vorum duglegir að leita inn á stóru strákana,“ sagði Einar Árni eftir leik. „Það er kannski erfitt að ætlast til þess að það væri þvílíkur fítonskraftur í vörninni í seinni hálfleik. Sigurinn var þannig lagað í höfn. En heilt yfir er ég sáttur.“ Líkamlegir burðir Njarðvíkinga eru mun meiri en Blika og það nýttu gestirnir sér ítrekað með því að koma boltanum inn í teig á þá Mario Matasovic og Eric Katenda. „Við vorum duglegir að finna þá og þeir kláruðu færin sín vel báðir,“ sagði Einar Árni. Á fimmtudaginn fær Njarðvík Skallagrím í heimsókn. Einar Árni á von á erfiðum leik þrátt fyrir að Borgnesingar séu fallnir. „Ég á von á hörkuleik. Skallagrímur hefur átt erfitt uppdráttar í vetur en ég þykist vita að Finnur Jónsson berji í þá hörku og þeir vilja klára mótið með sæmd. Við þurfum að eiga alvöru leik,“ sagði Einar Árni að endingu.Pétur: Við ofurefli að etja Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, viðurkenndi að sínir menn hafi átt erfitt uppdráttar gegn Njarðvík í kvöld. „Það var við ofurefli að etja. Þetta er mjög öflugt lið sem á örugglega eftir að gera harða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum í vor. Við erum klárlega ekki á þeim stað,“ sagði Pétur eftir leik. Hann sagði að einhverja ljósa punkta hafi verið að finna í leik Blika en skortur á hæð og styrk hafi reynst þeim erfiður. Njarðvíkingar leituðu óspart að sínum stóru mönnum sem smávaxnir Blikar réðu líitð við. „Þetta var svipað og í síðustu leikjum. Við erum litlir og vantar kjöt inni í teig, þannig að þetta er erfitt. En við lærum eitthvað af þessu,“ sagði Pétur að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum