Einherjar II unnu sigur á Stormþursum, 22-20, í úrslitaleik í U-19 Eimskipsbikarnum í amerískum fótbolta í dag. Leikurinn fór fram í Egilshöll.
Þetta er í annað sinn sem keppt er um Eimskipsbikarinn.
Í fyrra unnu Stormþursar hann. Tapið í dag var þeirra fyrsta í Eimskipsbikarnum frá upphafi.
Auk Einherja II og Stormþursa tóku Spartverjar þátt í Eimskipsbikarnum í ár.
Sport