Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist umfram spár Sighvatur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 12:15 Afkastageta Hellisheiðarvirkjunar eykst um 30% í kjölfar stækkunar sem ljúka á við síðar á árinu. Fréttablaðið/Ernir Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist meira en spálíkön gerðu ráð fyrir, segir upplýsingafulltrúi Veitna. Framkvæmdum við stækkun Hellisheiðarvirkjunar var flýtt vegna þessa. Dregið hefur úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn eftir að fólk var hvatt til þess að spara heita vatnið í kuldatíðinni undanfarna daga. Um 90% af notkun á heitu vatni á Íslandi er vegna húshitunar, aðeins tíunda hluta heita vatnsins notum við til þess að fara í bað, sturtu, við þrif og annað. Hjá Norðurorku er tekið í sama streng, viðskiptavinir eru hvattir til að fara vel með heita vatnið. Í frétt á vef Norðurorku kemur fram að hærri rennslistölur hafi sést áður en þar sem áfram er spáð miklu frosti geti framleiðsla minnkað á vinnslusvæði á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.Fjölgun íbúa og ferðamanna áhrif á notkun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að þrátt fyrir að dregið hafið úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhring hafi heildarnotkun aukist hraðar en spálíkön gerðu ráð fyrir. Við þær spár er tekið tillit til fjölgunar íbúa og ferðamanna. „Við höfum verið að reyna að bregðast við því með því að taka í notkun fleiri borholur og við erum að stækka varmastöðina okkar upp í Hellisheiði. Við flýttum þeirri framkvæmd töluvert þegar við sáum að notkun var að aukast meira en spárnar okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Ólöf. Framkvæmdum við næsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar á að ljúka síðar á árinu og þá mun virkjunin skila 30% meira af heitu vatni en hún gerir nú. Ólöf segir að dreifikerfið sé ekki vandamálið, notkun höfuðborgarbúa á heitu vatni teygi sig upp í framleiðslumörk.Vel fylgst með sundlaugum Það er vel fylgst með því hvort loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sundlaugum á Suðurlandi hefur verið lokað vegna kuldans. Heitum pottum og vaðlaug hefur verið lokað í Vesturbæjalaug í Reykjavík en það er vegna lagnakerfis í lauginni sem annar ekki þörf á heitu vatni fyrir potta, vaðlaug og sturtur. Reykjavík Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist meira en spálíkön gerðu ráð fyrir, segir upplýsingafulltrúi Veitna. Framkvæmdum við stækkun Hellisheiðarvirkjunar var flýtt vegna þessa. Dregið hefur úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn eftir að fólk var hvatt til þess að spara heita vatnið í kuldatíðinni undanfarna daga. Um 90% af notkun á heitu vatni á Íslandi er vegna húshitunar, aðeins tíunda hluta heita vatnsins notum við til þess að fara í bað, sturtu, við þrif og annað. Hjá Norðurorku er tekið í sama streng, viðskiptavinir eru hvattir til að fara vel með heita vatnið. Í frétt á vef Norðurorku kemur fram að hærri rennslistölur hafi sést áður en þar sem áfram er spáð miklu frosti geti framleiðsla minnkað á vinnslusvæði á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.Fjölgun íbúa og ferðamanna áhrif á notkun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að þrátt fyrir að dregið hafið úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhring hafi heildarnotkun aukist hraðar en spálíkön gerðu ráð fyrir. Við þær spár er tekið tillit til fjölgunar íbúa og ferðamanna. „Við höfum verið að reyna að bregðast við því með því að taka í notkun fleiri borholur og við erum að stækka varmastöðina okkar upp í Hellisheiði. Við flýttum þeirri framkvæmd töluvert þegar við sáum að notkun var að aukast meira en spárnar okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Ólöf. Framkvæmdum við næsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar á að ljúka síðar á árinu og þá mun virkjunin skila 30% meira af heitu vatni en hún gerir nú. Ólöf segir að dreifikerfið sé ekki vandamálið, notkun höfuðborgarbúa á heitu vatni teygi sig upp í framleiðslumörk.Vel fylgst með sundlaugum Það er vel fylgst með því hvort loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sundlaugum á Suðurlandi hefur verið lokað vegna kuldans. Heitum pottum og vaðlaug hefur verið lokað í Vesturbæjalaug í Reykjavík en það er vegna lagnakerfis í lauginni sem annar ekki þörf á heitu vatni fyrir potta, vaðlaug og sturtur.
Reykjavík Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira