Ekkert barn er nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins vegna E. coli-sýkingar og þá hefur ekkert nýtt E. coli-tilfelli greinst í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni á vef landlæknis en þar segir að í dag hafi verið rannsökuð sýni frá níu einstaklingum sem grunur lék á að væru með E. coli-sýkingu.
Enginn þeirra greindist með sýkinguna og því hafa nítján börn greinst frá því að faraldurinn hófst.
„Ekkert barn er nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins af völdum STEC E. coli
Enn er beðið er eftir frekari staðfestingu á greiningu hjá barninu í Bandaríkjunum sem grunað er um alvarlega E. coli sýkingu.
Búist er við að E. coli faraldurinn sé að renna sitt skeið á enda en þessi vika mun að líkindum skera úr um það,“ segir á vef landlæknis.
Ekkert barn á spítala vegna E. coli-sýkingar
Tengdar fréttir
Nítján börn greind með E. coli-sýkingu
Í dag var staðfest E.coli STEC sýking hjá tveimur börnum en alls voru 37 sýni rannsökuð með tilliti til STEC í dag.
Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II
Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð.
Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín
Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar.