Netanjahú varar við írönsku kjarnorkusprengjuregni í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 13:38 Netanjahú gremst það sem hann kallar friðkaup Evrópu við Íran. Vísir/EPA Tilraunir Evrópuríkja til að halda lífi í kjarnorkusamningnum við Íran fer fyrir brjóstið á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem líkir þeim við friðkaup við Þýskaland nasismans í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Segir hann að Evrópusambandið átti sig mögulega ekki á hættunni sem því stafi af Íran fyrr en „íranskar kjarnorkusprengjur falla á evrópska fold“. Kjarnorkusamningurinn sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015 er við það að fara út um þúfur. Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa síðan sagst ætla að auðga úran meira en heimilt er samkvæmt samningum til þess að þrýsta á Evrópuríki að halda lífi í samningnum og tryggja viðskipti við Íran. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa fundað um örlög kjarnorkusamningsins í Brussel. Haft var eftir þeim í morgun að brot Írana á samningnum til þessa væru ekki veruleg. Netanjahú er ósáttur við afstöðu Evrópusambandsins í garð Írans. Í myndbandi sem hann sendi frá sér sagði hann hana minna sig á friðkaup Evrópu á 4. áratugnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Líka þá var einhver með höfuðið grafið í sandinum og sá ekki hættuna sem steðjaði að. Svo virðist sem að það séu einhverjir í Evrópu sem munu ekki vakna fyrr en írönsk kjarnorkuskeyti falla á evrópska fold og þá verður það að sjálfsögðu of seint,“ sagði ísraelski forsætisráðherrann. Ísraelsk stjórnvöld hafa frá upphafi fundið kjarnorkusamningnum flest til foráttu. Íranir og Ísraelar hafa enda lengið elda grátt silfur saman. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilverurétt Ísraels og hafa hótað ríkinu gereyðingu. Evrópusambandið Íran Ísrael Tengdar fréttir Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Tilraunir Evrópuríkja til að halda lífi í kjarnorkusamningnum við Íran fer fyrir brjóstið á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem líkir þeim við friðkaup við Þýskaland nasismans í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Segir hann að Evrópusambandið átti sig mögulega ekki á hættunni sem því stafi af Íran fyrr en „íranskar kjarnorkusprengjur falla á evrópska fold“. Kjarnorkusamningurinn sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015 er við það að fara út um þúfur. Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa síðan sagst ætla að auðga úran meira en heimilt er samkvæmt samningum til þess að þrýsta á Evrópuríki að halda lífi í samningnum og tryggja viðskipti við Íran. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa fundað um örlög kjarnorkusamningsins í Brussel. Haft var eftir þeim í morgun að brot Írana á samningnum til þessa væru ekki veruleg. Netanjahú er ósáttur við afstöðu Evrópusambandsins í garð Írans. Í myndbandi sem hann sendi frá sér sagði hann hana minna sig á friðkaup Evrópu á 4. áratugnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Líka þá var einhver með höfuðið grafið í sandinum og sá ekki hættuna sem steðjaði að. Svo virðist sem að það séu einhverjir í Evrópu sem munu ekki vakna fyrr en írönsk kjarnorkuskeyti falla á evrópska fold og þá verður það að sjálfsögðu of seint,“ sagði ísraelski forsætisráðherrann. Ísraelsk stjórnvöld hafa frá upphafi fundið kjarnorkusamningnum flest til foráttu. Íranir og Ísraelar hafa enda lengið elda grátt silfur saman. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilverurétt Ísraels og hafa hótað ríkinu gereyðingu.
Evrópusambandið Íran Ísrael Tengdar fréttir Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45
Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25
Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34