Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2019 22:57 Myndin er ekki úr leiðangri Vescovo en gríðarlegt magn af plasti er í sjónum. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. Vescovo náði að kafa niður á 11 kílómetra dýpi sem er mesta dýpi sem maðurinn hefur náð að kafa niður á. Í umfjöllun BBC um leiðangur Vescovo kemur fram að hann hafi varið fjórum klukkustundum í það að skoða sjávarbotninn í kafbátnum sínum sem er sérsmíðaður til þess að þola þann mikla þrýsting sem er á svo miklu dýpi. Vescovo fann sjávarlífverur í leiðangrinum en hann fann einnig plastrusl, nammibréf og plastpoka, svo jafnvel á svona miklu dýpi eru áhrif mannsins á plánetuna augljós. Milljónir tonna af plasti fara í sjóinn ár hvert en vísindamenn vita lítið um hvað verður síðan um það. Leiðangur Vescovo í Maríanadjúpálinn var sá þriðji sem menn hafa lagt í á þetta svæði. Þeir fyrstu sem köfuðu niður á svæðið voru þir Don Walsh, bandarískur sjóhermaður, og svissneski verkfræðingurinn Jaques Piccard. Árið 2012 fór síðan bandaríski leikstjórinn James Cameron í köfunarleiðangur í djúpálinn. „Ég get eiginlega ekki lýst því hversu spennt við öllum erum vegna þessa afreks,“ er haft eftir Vescovo á vef BBC. „Bæði kafbáturinn og móðurskipið, og hið ótrúlega hæfileikaríka teymi leiðangursins, lyfti sjávartækninni á næsta stig með því að kafa hratt og endurtekið á dýpsta og hrjúfasta svæði sjávarins,“ segir Vescovo en teymið kafaði alls fimm sinnum niður í djúpálinn. Vescovo telur að í leiðangrinum hafi uppgötvast nokkrar nýjar lífverur sem og nýjar bergtegundir en vegna plastsins sem fannst á sjávarbotninum ætla vísindamenn að kanna hvort að örplast sé að finna í þeim lífverum sem lifa á svæðinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að örplast í umhverfi okkar er mikið vandamál og það finnst jafnvel í sjávarlífverum sem lifa á miklu dýpi. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. 13. maí 2019 11:47 Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00 Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. Vescovo náði að kafa niður á 11 kílómetra dýpi sem er mesta dýpi sem maðurinn hefur náð að kafa niður á. Í umfjöllun BBC um leiðangur Vescovo kemur fram að hann hafi varið fjórum klukkustundum í það að skoða sjávarbotninn í kafbátnum sínum sem er sérsmíðaður til þess að þola þann mikla þrýsting sem er á svo miklu dýpi. Vescovo fann sjávarlífverur í leiðangrinum en hann fann einnig plastrusl, nammibréf og plastpoka, svo jafnvel á svona miklu dýpi eru áhrif mannsins á plánetuna augljós. Milljónir tonna af plasti fara í sjóinn ár hvert en vísindamenn vita lítið um hvað verður síðan um það. Leiðangur Vescovo í Maríanadjúpálinn var sá þriðji sem menn hafa lagt í á þetta svæði. Þeir fyrstu sem köfuðu niður á svæðið voru þir Don Walsh, bandarískur sjóhermaður, og svissneski verkfræðingurinn Jaques Piccard. Árið 2012 fór síðan bandaríski leikstjórinn James Cameron í köfunarleiðangur í djúpálinn. „Ég get eiginlega ekki lýst því hversu spennt við öllum erum vegna þessa afreks,“ er haft eftir Vescovo á vef BBC. „Bæði kafbáturinn og móðurskipið, og hið ótrúlega hæfileikaríka teymi leiðangursins, lyfti sjávartækninni á næsta stig með því að kafa hratt og endurtekið á dýpsta og hrjúfasta svæði sjávarins,“ segir Vescovo en teymið kafaði alls fimm sinnum niður í djúpálinn. Vescovo telur að í leiðangrinum hafi uppgötvast nokkrar nýjar lífverur sem og nýjar bergtegundir en vegna plastsins sem fannst á sjávarbotninum ætla vísindamenn að kanna hvort að örplast sé að finna í þeim lífverum sem lifa á svæðinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að örplast í umhverfi okkar er mikið vandamál og það finnst jafnvel í sjávarlífverum sem lifa á miklu dýpi.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. 13. maí 2019 11:47 Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00 Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
„Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. 13. maí 2019 11:47
Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00
Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37