Esjuskjólið hélt í Reykjavík en „ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn“ náði út á Seltjarnarnes Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2019 18:53 Veðrinu var misskipt á höfuðborgarsvæðinu í gær. Mjög hvasst var til að mynda í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi en hægari vindur miðsvæðis í Reykjavík. vísir/vilhelm Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, segir ýmislegt athyglisvert við óveðrið sem gengið hefur yfir landið síðan í gær. Um sé að ræða mesta norðanveður sem sést hafi að minnsta kosti síðustu 10 til 20 árin og athyglisvert hversu víðtækt það hafi verið. Mismikil áhrif veðursins á höfuðborgarsvæðinu vekja einnig athygli veðurfræðingsins en hann ræddi óveðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það vakti athygli hversu hvasst var í Vestmannaeyjum, Blönduósi og Ólafsfirði svo ég nefni þéttbýlisstaði þar sem hvessti mjög en líka vakti það athygli að Esjuskjólið hélt í Reykjavík. Það eru kannski flestir þar sem fundu ekki fyrir neinu. Svo er þetta svo sérstakt, ef við erum að tala um höfuðborgarsvæðið að það var mjög hvasst úti á Seltjarnarnesi og sums staðar í norðurhlutanum en svo var miðhlutinn, þar hreyfði varla vind. Veðurstofumælirinn sýndi mest 12 metra á sekúndu. En svo var allt sjóðvitlaust suður í Vallahverfinu og í Straumsvík,“ sagði Einar og bætti við að veðurfræðingar hafi ekki verið vissir um að Esjuskjólið myndi halda líkt og það gerði. „Þá hefði orðið mun hvassara en vestur á Seltjarnarnesi var það kannski frekar ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn sem náði þar inn og lá þar yfir.“ Hann sagði það einnig vekja athygli hversu víðtækt rafmagnstruflanir hafi orðið vegna veðursins. „Þær voru eiginlega um allt land og af ýmsum orsökum. Það kom vindaála við sögu, ísing og selta. Síðan líka það, á þessari tækniöld, er þetta veður áminning um það sem við getum kallað frekari varnir eða varnarleiðir í fjarskiptum. Það hefur stundum mátt litlu muna að fjarskiptasamband hafi dottið út og það hefur dottið út sums staðar eftir því sem ég hef lesið.“ Aðspurður hvort fleiri lægðir í svipuðum dúr væru á leiðinni sagði Einar ekkert slíkt sjást í spánum. „En illviðri og óveður hafa tilhneigingu til að koma dálítið í syrpum og við tölum stundum um fjölskyldur lægða eða lægðasyrpur og þá koma stundum nokkrar svipaðar eða áþekkar sama veturinn. Það fer svona eftir því hvernig vindarnir blása hérna hátt yfir okkur á norðurhveli jarðar. Þannig að bara það að hafa fengið svona veður eykur líkurnar á að það komi aftur en það er samt sem áður ekkert víst og það er ekkert sem bendir til þess í spánum að slíkt verði. Engin lægð sem er svipuð sem kemur á eftir þessari.“ Hlusta má á viðtalið við Einar Sveinbjörnsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Tengdar fréttir Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11. desember 2019 16:22 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, segir ýmislegt athyglisvert við óveðrið sem gengið hefur yfir landið síðan í gær. Um sé að ræða mesta norðanveður sem sést hafi að minnsta kosti síðustu 10 til 20 árin og athyglisvert hversu víðtækt það hafi verið. Mismikil áhrif veðursins á höfuðborgarsvæðinu vekja einnig athygli veðurfræðingsins en hann ræddi óveðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það vakti athygli hversu hvasst var í Vestmannaeyjum, Blönduósi og Ólafsfirði svo ég nefni þéttbýlisstaði þar sem hvessti mjög en líka vakti það athygli að Esjuskjólið hélt í Reykjavík. Það eru kannski flestir þar sem fundu ekki fyrir neinu. Svo er þetta svo sérstakt, ef við erum að tala um höfuðborgarsvæðið að það var mjög hvasst úti á Seltjarnarnesi og sums staðar í norðurhlutanum en svo var miðhlutinn, þar hreyfði varla vind. Veðurstofumælirinn sýndi mest 12 metra á sekúndu. En svo var allt sjóðvitlaust suður í Vallahverfinu og í Straumsvík,“ sagði Einar og bætti við að veðurfræðingar hafi ekki verið vissir um að Esjuskjólið myndi halda líkt og það gerði. „Þá hefði orðið mun hvassara en vestur á Seltjarnarnesi var það kannski frekar ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn sem náði þar inn og lá þar yfir.“ Hann sagði það einnig vekja athygli hversu víðtækt rafmagnstruflanir hafi orðið vegna veðursins. „Þær voru eiginlega um allt land og af ýmsum orsökum. Það kom vindaála við sögu, ísing og selta. Síðan líka það, á þessari tækniöld, er þetta veður áminning um það sem við getum kallað frekari varnir eða varnarleiðir í fjarskiptum. Það hefur stundum mátt litlu muna að fjarskiptasamband hafi dottið út og það hefur dottið út sums staðar eftir því sem ég hef lesið.“ Aðspurður hvort fleiri lægðir í svipuðum dúr væru á leiðinni sagði Einar ekkert slíkt sjást í spánum. „En illviðri og óveður hafa tilhneigingu til að koma dálítið í syrpum og við tölum stundum um fjölskyldur lægða eða lægðasyrpur og þá koma stundum nokkrar svipaðar eða áþekkar sama veturinn. Það fer svona eftir því hvernig vindarnir blása hérna hátt yfir okkur á norðurhveli jarðar. Þannig að bara það að hafa fengið svona veður eykur líkurnar á að það komi aftur en það er samt sem áður ekkert víst og það er ekkert sem bendir til þess í spánum að slíkt verði. Engin lægð sem er svipuð sem kemur á eftir þessari.“ Hlusta má á viðtalið við Einar Sveinbjörnsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Tengdar fréttir Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11. desember 2019 16:22 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11. desember 2019 16:22
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40