Björgunin á Ísafirði: „Hann hékk þarna á klettasyllu og gat sig hvergi hreyft“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. júní 2019 10:35 Mennirnir voru í snarbröttum klettum í Naustahviflt. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn á Ísafirði þurftu næstum því að fara á fjórum fótum til bjargar tveimur mönnum sem komu sér í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði í nótt. Mennina tvo sakaði ekki en voru orðnir kaldir og hraktir. Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp fengu tilkynningu á tólfta tímanum um að tveir menn væru í sjálfheldu í miklu brattlendi í austan megin í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Nautahvilft. Þrír hópar björgunarsveitarmanna gengu á fjallið en aðstæður í fjallinu voru erfiðar, snjór og krapi. Jón Arnar Gestsson er í svæðisstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum og tók hann þátt í aðgerðum í nótt.Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins.Landsbjörg„Veður var mjög gott. Það var ekki það sem var að hrjá. Þetta er í snarbröttum klettum þar sem að þeir komust í sjálfhelduna. Annar þeirra hafði nú ekki komist eins hátt og fljótlega komumst við að honum en hinn var hærra í fjallinu. Það var erfiðara að eiga við hann,” segir Jón Arnar Gestsson, í svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum. Mennirnir höfðu orðið viðskila. Erfitt reyndist að staðsetja þá nákvæmlega en þeir voru í um sjö hundruð metra hæð. Tveimur tímum eftir að útkallið barst komust björgunarsveitarmenn að fyrri manninum og tókst að koma honum úr sjálfheldunni og niður fyrir kletta. „Hann hékk þarna á klettasyllu og gat sig hvergi hreyft. Þeir þurftu að klæða hann í fjallabúnað, mannbrodda og ísaxir og sigbúnað til þess að koma honum þaðan,” segir Jón Arnar.Hér má sjá hvar mennirnir voru í Nausthvilft.LandsbjörgEkki sást til hins mannsins en hann var í kallfæri og heyrði í björgunarsveitarmönnum. Eftir að tekist hafði að staðsetja hann í fjallinu kom í ljós að engin augljós leið væri til hans og var því þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. „Það var ekkert annað í boði. Það var eins og ég segi. Seinni maðurinn sást ekkert fyrr en um seint og um síður og það var ekki hægt að komast að honum, hvorki ofan frá né neðan,” segir Jón Arnar. Á sjötta tímanum í morgun tókst áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að koma manninum niður úr fjallinu eftir að hafa híft hann um borð. Hann var orðinn nokkuð kaldur og hrakinn, en óslasaður. Jón Arnar segir aðstæðurnar í fjallinu mjög hættulegar. Þetta er alveg snarbratt þarna. Menn fóru upp á fjórum fótum eins og maður segir. Ef að menn hefðu misst fæturna þá hefðu þeir rúllað langt niður,” segir Jón Arnar.Hér má sjá þegar annar mannanna er hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar.LHGLandsbjörg Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Voru 700 metra yfir sjávarmáli og í miklum bratta. 9. júní 2019 07:52 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Ísafirði þurftu næstum því að fara á fjórum fótum til bjargar tveimur mönnum sem komu sér í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði í nótt. Mennina tvo sakaði ekki en voru orðnir kaldir og hraktir. Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp fengu tilkynningu á tólfta tímanum um að tveir menn væru í sjálfheldu í miklu brattlendi í austan megin í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Nautahvilft. Þrír hópar björgunarsveitarmanna gengu á fjallið en aðstæður í fjallinu voru erfiðar, snjór og krapi. Jón Arnar Gestsson er í svæðisstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum og tók hann þátt í aðgerðum í nótt.Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins.Landsbjörg„Veður var mjög gott. Það var ekki það sem var að hrjá. Þetta er í snarbröttum klettum þar sem að þeir komust í sjálfhelduna. Annar þeirra hafði nú ekki komist eins hátt og fljótlega komumst við að honum en hinn var hærra í fjallinu. Það var erfiðara að eiga við hann,” segir Jón Arnar Gestsson, í svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum. Mennirnir höfðu orðið viðskila. Erfitt reyndist að staðsetja þá nákvæmlega en þeir voru í um sjö hundruð metra hæð. Tveimur tímum eftir að útkallið barst komust björgunarsveitarmenn að fyrri manninum og tókst að koma honum úr sjálfheldunni og niður fyrir kletta. „Hann hékk þarna á klettasyllu og gat sig hvergi hreyft. Þeir þurftu að klæða hann í fjallabúnað, mannbrodda og ísaxir og sigbúnað til þess að koma honum þaðan,” segir Jón Arnar.Hér má sjá hvar mennirnir voru í Nausthvilft.LandsbjörgEkki sást til hins mannsins en hann var í kallfæri og heyrði í björgunarsveitarmönnum. Eftir að tekist hafði að staðsetja hann í fjallinu kom í ljós að engin augljós leið væri til hans og var því þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. „Það var ekkert annað í boði. Það var eins og ég segi. Seinni maðurinn sást ekkert fyrr en um seint og um síður og það var ekki hægt að komast að honum, hvorki ofan frá né neðan,” segir Jón Arnar. Á sjötta tímanum í morgun tókst áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að koma manninum niður úr fjallinu eftir að hafa híft hann um borð. Hann var orðinn nokkuð kaldur og hrakinn, en óslasaður. Jón Arnar segir aðstæðurnar í fjallinu mjög hættulegar. Þetta er alveg snarbratt þarna. Menn fóru upp á fjórum fótum eins og maður segir. Ef að menn hefðu misst fæturna þá hefðu þeir rúllað langt niður,” segir Jón Arnar.Hér má sjá þegar annar mannanna er hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar.LHGLandsbjörg
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Voru 700 metra yfir sjávarmáli og í miklum bratta. 9. júní 2019 07:52 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Voru 700 metra yfir sjávarmáli og í miklum bratta. 9. júní 2019 07:52