Sterling áttundi Englendingurinn sem skorar þrennu í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2019 14:30 Sterling er kominn með fjögur mörk í Meistaradeildinni í vetur. vísir/getty Raheem Sterling varð í gær áttundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeild Evrópu. Sterling skoraði þrjú marka Manchester City í 5-1 sigri á Atalanta á Etihad í gær. Englandsmeistararnir eru með fullt hús stiga á toppi C-riðils og komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit keppninnar. Með þrennunni komst Sterling í hóp sjö annarra landa sinna sem hafa skorað þrjú mörk í einum og sama leiknum í Meistaradeildinni.Mike Newell afrekaði það fyrstur Englendinga. Hann skoraði þrjú mörk á níu mínútum þegar Blackburn Rovers vann Rosenborg, 4-1, í desember 1995. Í 16 ár var Newell sá leikmaður sem hafði skorað þrennu á stystum tíma í Meistaradeildinni. Frakkinn Bafétimbi Gomis sló met Newells þegar hann skoraði þrjú mörk á sjö mínútum í 7-1 sigri Lyon á Dinamo Zagreb 2011. Andy Cole skoraði tvær þrennur fyrir Manchester United í Meistaradeildinni; gegn Feyenoord 1997 og Anderlecht 2000.Owen skoraði þrennu í 1-3 útisigri Manchester United á Wolfsburg 2009.vísir/gettyMichael Owen skoraði tvær þrennur í Meistaradeildinni með sjö ára millibili; fyrir Liverpool gegn Spartak Moskvu 2002 og Manchester United gegn Wolfsburg 2009. Owen er eini Englendingurinn sem hefur skorað þrennu fyrir fleiri en eitt félag í Meistaradeildinni. Alan Shearer skoraði þrennu í 3-1 sigri Newcastle United á Bayer Leverkusen 2003. Ári síðar skoraði Wayne Rooney þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik; 6-2 sigri United á Fenerbache. Það er jafnframt eina þrenna hans í Meistaradeildinni. Þá skoraði Danny Welbeck þrennu í 4-1 sigri Arsenal á Galatasary 2014 og Harry Kane í 3-0 sigri Tottenham á APOEL 2017. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Raheem Sterling varð í gær áttundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeild Evrópu. Sterling skoraði þrjú marka Manchester City í 5-1 sigri á Atalanta á Etihad í gær. Englandsmeistararnir eru með fullt hús stiga á toppi C-riðils og komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit keppninnar. Með þrennunni komst Sterling í hóp sjö annarra landa sinna sem hafa skorað þrjú mörk í einum og sama leiknum í Meistaradeildinni.Mike Newell afrekaði það fyrstur Englendinga. Hann skoraði þrjú mörk á níu mínútum þegar Blackburn Rovers vann Rosenborg, 4-1, í desember 1995. Í 16 ár var Newell sá leikmaður sem hafði skorað þrennu á stystum tíma í Meistaradeildinni. Frakkinn Bafétimbi Gomis sló met Newells þegar hann skoraði þrjú mörk á sjö mínútum í 7-1 sigri Lyon á Dinamo Zagreb 2011. Andy Cole skoraði tvær þrennur fyrir Manchester United í Meistaradeildinni; gegn Feyenoord 1997 og Anderlecht 2000.Owen skoraði þrennu í 1-3 útisigri Manchester United á Wolfsburg 2009.vísir/gettyMichael Owen skoraði tvær þrennur í Meistaradeildinni með sjö ára millibili; fyrir Liverpool gegn Spartak Moskvu 2002 og Manchester United gegn Wolfsburg 2009. Owen er eini Englendingurinn sem hefur skorað þrennu fyrir fleiri en eitt félag í Meistaradeildinni. Alan Shearer skoraði þrennu í 3-1 sigri Newcastle United á Bayer Leverkusen 2003. Ári síðar skoraði Wayne Rooney þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik; 6-2 sigri United á Fenerbache. Það er jafnframt eina þrenna hans í Meistaradeildinni. Þá skoraði Danny Welbeck þrennu í 4-1 sigri Arsenal á Galatasary 2014 og Harry Kane í 3-0 sigri Tottenham á APOEL 2017.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15