Lakers í mínus í nótt með LeBron James inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 15:00 LeBron James. Getty/Harry How Það er langt síðan að LeBron James hefur mætt eins úthvíldur til leiks í NBA-deildinni og í nótt þegar NBA-deildin hófst á nýjan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu samt að sætta sig við tíu stiga tap á móti Los Angeles Clippers. Margir bjuggust örugglega við að LeBron James kæmi inn í tímabilið af miklum krafti og þó svo að hann hafi aðeins vantað tvær stoðsendingar (8) og eitt frákast (9) í þrennuna þó voru 18 stig, 37 prósent skotnýting (7 af 19) og tíu stiga tap vonbrigði í augum flestra. Sú tölfræði sem vakti kannski mesta athygli var hversu illa gekk með LeBron James inn á vellinum.LeBron is minus-6, the only Lakers starter with a negative number. But I didn't like the lineup on the court with him early in the 4Q. Vogel needs to find better a rotation. https://t.co/xBrok3Xqvm — J.A. Adande (@jadande) October 23, 2019LeBron James spilaði 36 mínútur í leiknum og Lakers liðið tapaði þeim með átta stigum eins og J.A. Adande benti á í Twitter-færslu. Vanalega hafa lið LeBron James þurft að hafa mestar áhyggjur af þeim mínútum þar sem hann situr á bekknum. Lakers vann sem dæmi þær 37 mínútur sem Anthony Davis spilaði með þremur stigum. Davis var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum og vann 32 mínútur Danny Green með sjö stigum. Danny Green skoraði 28 stig í leiknum og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James og Anthony Davis áttu hins vegar erfitt uppdráttar á móti frábæru varnarliði og það og framlag frá bekknum átti mestan þátt í sigri Clippers liðsins. Saman hittu þeir James og Davis aðeins úr 15 af 40 skotum sínum í leiknum. Clippers fékk síðan 60 stig frá bekknum en varamenn Lakers skoruðu aðeins 19 stig."LeBron was careless w/ the ball. If LeBron's not still an All-NBA, Top 8, MVP-candidate guy, the Lakers don't have any path to getting to where they want to get. ... That was a poor showing by the Lakers, most notably, LeBron." — @getnickwrightpic.twitter.com/xJrqOeGfKC — FOX Sports (@FOXSports) October 23, 2019 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Það er langt síðan að LeBron James hefur mætt eins úthvíldur til leiks í NBA-deildinni og í nótt þegar NBA-deildin hófst á nýjan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu samt að sætta sig við tíu stiga tap á móti Los Angeles Clippers. Margir bjuggust örugglega við að LeBron James kæmi inn í tímabilið af miklum krafti og þó svo að hann hafi aðeins vantað tvær stoðsendingar (8) og eitt frákast (9) í þrennuna þó voru 18 stig, 37 prósent skotnýting (7 af 19) og tíu stiga tap vonbrigði í augum flestra. Sú tölfræði sem vakti kannski mesta athygli var hversu illa gekk með LeBron James inn á vellinum.LeBron is minus-6, the only Lakers starter with a negative number. But I didn't like the lineup on the court with him early in the 4Q. Vogel needs to find better a rotation. https://t.co/xBrok3Xqvm — J.A. Adande (@jadande) October 23, 2019LeBron James spilaði 36 mínútur í leiknum og Lakers liðið tapaði þeim með átta stigum eins og J.A. Adande benti á í Twitter-færslu. Vanalega hafa lið LeBron James þurft að hafa mestar áhyggjur af þeim mínútum þar sem hann situr á bekknum. Lakers vann sem dæmi þær 37 mínútur sem Anthony Davis spilaði með þremur stigum. Davis var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum og vann 32 mínútur Danny Green með sjö stigum. Danny Green skoraði 28 stig í leiknum og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James og Anthony Davis áttu hins vegar erfitt uppdráttar á móti frábæru varnarliði og það og framlag frá bekknum átti mestan þátt í sigri Clippers liðsins. Saman hittu þeir James og Davis aðeins úr 15 af 40 skotum sínum í leiknum. Clippers fékk síðan 60 stig frá bekknum en varamenn Lakers skoruðu aðeins 19 stig."LeBron was careless w/ the ball. If LeBron's not still an All-NBA, Top 8, MVP-candidate guy, the Lakers don't have any path to getting to where they want to get. ... That was a poor showing by the Lakers, most notably, LeBron." — @getnickwrightpic.twitter.com/xJrqOeGfKC — FOX Sports (@FOXSports) October 23, 2019
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti