Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 18:42 Arnar Freyr Arnarsson hitar upp á landsliðsæfingunni í dag. vísir/tom Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, æfir með hlífðargrímu vegna nefbrots sem að hann varð fyrir í desember en út af brotinu var hann ekki með á æfingamótinu í Noregi. Bannað er að spila með slíka grímu og þarf Arnar því að taka slaginn inn á línunni á HM. Og inn á línunni er svo sannarlega slagur. Nefið er ekki að öllu gróið og því er Arnar að fórna nebbanum fyrir málstaðinn. „Ég má ekki fá þungt högg. Ég er smá tæpur en þetta er bara nefbrot. Læknarnir segja að þetta eigi að vera það gróið að það þurfi mikið högg til þess að brotna aftur. Þeir sögðu mér að kýla á þetta og því er ekkert annað í stöðunni. Ef ég fæ annað högg brotnar þetta aftur. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Arnar Freyr sem er ekki aðdáandi grímunnar.Arnar með grímuna á æfingu í dag.vísir/tom„Það var mjög óþægilegt á fyrstu æfingunum en þetta venst. Þetta þrengir mikið sýnina á línunni. Í dag var þetta bara fínt og í fyrradag líka. Þetta bara venst,“ segir hann. Línumannsstaðan er ein sú veikasta hjá liðinu en á eftir Arnari, sem er að spila í Meistaradeildinni með Kristianstad, er Ýmir Örn Gíslason sem varð að línumanni í Olís-deildinni fyrir nokkrum mánuðum. Ábyrgðin er því mikil á Arnari. „Ég er bara mjög spenntur og þetta er eiginlega fyrsta mótið sem ég finn bara fyrir tilhlökkun. Ég er rosalega spenntur fyrir því að byrja mótið og fara að spila. Ábyrgðin hefur alltaf verið síðan að ég byrjaði í landsliðinu en maður verður bara að fíla þetta og ég er bara spenntur fyrir því að byrja mótið,“ segir Arnar sem er í þrusu standi. „Ég er alveg í mjög góðu standi. Það er smá ókostur að ég náði ekki að spila þessa leiki í Noregi því þar hefði ég náð að komast aðeins meira inn í þetta. Ég er samt eins tilbúinn í þetta og mögulega verður og ég get ekki beðið eftir því að byrja,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. 10. janúar 2019 12:30 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, æfir með hlífðargrímu vegna nefbrots sem að hann varð fyrir í desember en út af brotinu var hann ekki með á æfingamótinu í Noregi. Bannað er að spila með slíka grímu og þarf Arnar því að taka slaginn inn á línunni á HM. Og inn á línunni er svo sannarlega slagur. Nefið er ekki að öllu gróið og því er Arnar að fórna nebbanum fyrir málstaðinn. „Ég má ekki fá þungt högg. Ég er smá tæpur en þetta er bara nefbrot. Læknarnir segja að þetta eigi að vera það gróið að það þurfi mikið högg til þess að brotna aftur. Þeir sögðu mér að kýla á þetta og því er ekkert annað í stöðunni. Ef ég fæ annað högg brotnar þetta aftur. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Arnar Freyr sem er ekki aðdáandi grímunnar.Arnar með grímuna á æfingu í dag.vísir/tom„Það var mjög óþægilegt á fyrstu æfingunum en þetta venst. Þetta þrengir mikið sýnina á línunni. Í dag var þetta bara fínt og í fyrradag líka. Þetta bara venst,“ segir hann. Línumannsstaðan er ein sú veikasta hjá liðinu en á eftir Arnari, sem er að spila í Meistaradeildinni með Kristianstad, er Ýmir Örn Gíslason sem varð að línumanni í Olís-deildinni fyrir nokkrum mánuðum. Ábyrgðin er því mikil á Arnari. „Ég er bara mjög spenntur og þetta er eiginlega fyrsta mótið sem ég finn bara fyrir tilhlökkun. Ég er rosalega spenntur fyrir því að byrja mótið og fara að spila. Ábyrgðin hefur alltaf verið síðan að ég byrjaði í landsliðinu en maður verður bara að fíla þetta og ég er bara spenntur fyrir því að byrja mótið,“ segir Arnar sem er í þrusu standi. „Ég er alveg í mjög góðu standi. Það er smá ókostur að ég náði ekki að spila þessa leiki í Noregi því þar hefði ég náð að komast aðeins meira inn í þetta. Ég er samt eins tilbúinn í þetta og mögulega verður og ég get ekki beðið eftir því að byrja,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. 10. janúar 2019 12:30 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36
Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00
Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00
Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. 10. janúar 2019 12:30