Síbrotamaður hótaði starfsmönnum: „I will cut your throat, I will kill your family“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2019 17:47 Maðurinn sagðist ekki ætla aftur í fangelsi. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem lögreglan óttast að haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Lögreglan hefur til rannsóknar fjöldamörg brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið síðastliðna ellefu mánuði. Um er að ræða innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning klukkan sex að morgni sunnudaginn 30. desember síðastliðinn vegna manns sem hafði dregið upp hníf og ógnað starfsmönnum í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang sá hún manninn hlaupa frá starfsmönnum og hvarf sjónum lögreglu á iðnaðarsvæði. Maðurinn hafði skilið eftir bakpoka sem geymdi fatnað ásamt ýmsum munum sem staðfest er að hafa verið stolið í innbrotum í bifreiðar. Lögreglan ræddi við vitni á vettvangi sem sagðist hafa komið að manninum í bifreið sinni. Var búið að brjóta rúðu farþegamegin en vitnið sagðist hafa leitt manninn með sér til að hringja á lögreglu. Maðurinn hafi þá dregið upp hníf og otað að nærstöddum. Samkvæmt vitninu sagði maðurinn: „I will cut your throat, I will kill your family, do you want to die“. Einnig hafi hann sagt „ég fer ekki í fangelsi aftur“. Maðurinn lét sig hverfa en framburður tveggja annarra á vettvangi var á sama veg. Lögreglan handtók manninn klukkan 18 sama dag en maðurinn gekkst við því að hafa brotist inn í bifreiðina og tekið þaðan tvö þúsund krónur í smámynt. Hann kannaðist ekki við að hafa hótað neinum né að hafa dregið upp hníf til að komast undan. Hann sagðist hafa tekið hnífinn upp úr vasa sínum ásamt öðru og var þá hótað af mönnum á vettvangi. Þegar lögreglan spurði hann út í munina sem fundust í bakpoka hans sagði hann hafa fengið þá frá vini hans. Í greinargerð lögreglu kemur fram að hún sé með tólf önnur mál gegn manninum til rannsóknar. Hefur hann áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og sérrefsilagabrot. Hann lauk afplánun á tveggja mánaða dómi í september síðastliðnum. Er hann sagður framfleyta sér og fjármagna vímuefnafíkn sína að einhverju eða öllu leyti með afbrotum.Féllst Landsréttur á að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi til 28. janúar næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem lögreglan óttast að haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Lögreglan hefur til rannsóknar fjöldamörg brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið síðastliðna ellefu mánuði. Um er að ræða innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning klukkan sex að morgni sunnudaginn 30. desember síðastliðinn vegna manns sem hafði dregið upp hníf og ógnað starfsmönnum í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang sá hún manninn hlaupa frá starfsmönnum og hvarf sjónum lögreglu á iðnaðarsvæði. Maðurinn hafði skilið eftir bakpoka sem geymdi fatnað ásamt ýmsum munum sem staðfest er að hafa verið stolið í innbrotum í bifreiðar. Lögreglan ræddi við vitni á vettvangi sem sagðist hafa komið að manninum í bifreið sinni. Var búið að brjóta rúðu farþegamegin en vitnið sagðist hafa leitt manninn með sér til að hringja á lögreglu. Maðurinn hafi þá dregið upp hníf og otað að nærstöddum. Samkvæmt vitninu sagði maðurinn: „I will cut your throat, I will kill your family, do you want to die“. Einnig hafi hann sagt „ég fer ekki í fangelsi aftur“. Maðurinn lét sig hverfa en framburður tveggja annarra á vettvangi var á sama veg. Lögreglan handtók manninn klukkan 18 sama dag en maðurinn gekkst við því að hafa brotist inn í bifreiðina og tekið þaðan tvö þúsund krónur í smámynt. Hann kannaðist ekki við að hafa hótað neinum né að hafa dregið upp hníf til að komast undan. Hann sagðist hafa tekið hnífinn upp úr vasa sínum ásamt öðru og var þá hótað af mönnum á vettvangi. Þegar lögreglan spurði hann út í munina sem fundust í bakpoka hans sagði hann hafa fengið þá frá vini hans. Í greinargerð lögreglu kemur fram að hún sé með tólf önnur mál gegn manninum til rannsóknar. Hefur hann áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og sérrefsilagabrot. Hann lauk afplánun á tveggja mánaða dómi í september síðastliðnum. Er hann sagður framfleyta sér og fjármagna vímuefnafíkn sína að einhverju eða öllu leyti með afbrotum.Féllst Landsréttur á að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi til 28. janúar næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira