"Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 08:59 Russi Taylor talsetti Mínu Mús í yfir þrjá áratugi. Áður en hún var valin í starfið, úr hundruð umsækjenda, hitti hún sjálfan Walt Disney en hún var mikill aðdáandi. Vísir/getty Leikkonan Russi Taylor sem er þekkt fyrir að ljá teiknimyndapersónunni Mínu Mús rödd sína, er látin 75 ára að aldri. Taylor talaði fyrir Mínu Mús í meira en þrjá áratugi en vart þarf að taka fram að Mína Mús er skálduð teiknimyndapersóna eftir Walt Disney sem þekkt er á heimsvísu. Taylor talsetti einnig hinar ýmsu persónur Simpsons fjölskyldunnar. Þannig talsetti hún Sherri og Terri, tvíburana með fjólubláa hárið og Martin Prince, skólafélaga Barts Simpson. Taylor lést á föstudag í Kaliforníu að sögn Bob Iger, framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins Disney. Hann tilgreindi ekki dánarorsök í yfirlýsingu sinni.„Guffi“ segir Taylor hafa verið hæfileikaríka og hógværa „Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor,“ sagði Iger sem sagði starfslið Disney afar þakklátt fyrir að hafa fengið að njóta samvistar við hina hæfileikaríku Taylor. „Það voru forréttindi að hafa þekkt hana og heiður að vinna með henni og við huggum okkur við þá tilhugsun að framlag hennar og vinna mun halda áfram að skemmta og hreyfa við kynslóðun um ókomna tíð.“ Bill Farmer sem þekktur er fyrir að ljá Guffa, vini Mínu Mús og Mikka Mús rödd sína, sagði að Taylor hefði verið alveg jafn yndisleg, fyndin, ljúf og Mína Mús. Hún hefði verið gríðarlega hæfileikarík en um leið auðmjúk og hógvær. „Mikki Mús“ og „Mína Mús“ voru raunverulega par Taylor var gift leikaranum Wayne Allwine sem þekktastur er að hafa ljáð Mikka Mús rödd sína. Allwine og Taylor giftu sig árið 1991 en Allwines lést árið 2009. Mikki Mús og Mína Mús eru kærustupar í teiknimyndunum.„Mína Mús“ smellir kossi á Russi Taylor.Vísir/getty Andlát Bandaríkin Disney Hollywood Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Sjá meira
Leikkonan Russi Taylor sem er þekkt fyrir að ljá teiknimyndapersónunni Mínu Mús rödd sína, er látin 75 ára að aldri. Taylor talaði fyrir Mínu Mús í meira en þrjá áratugi en vart þarf að taka fram að Mína Mús er skálduð teiknimyndapersóna eftir Walt Disney sem þekkt er á heimsvísu. Taylor talsetti einnig hinar ýmsu persónur Simpsons fjölskyldunnar. Þannig talsetti hún Sherri og Terri, tvíburana með fjólubláa hárið og Martin Prince, skólafélaga Barts Simpson. Taylor lést á föstudag í Kaliforníu að sögn Bob Iger, framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins Disney. Hann tilgreindi ekki dánarorsök í yfirlýsingu sinni.„Guffi“ segir Taylor hafa verið hæfileikaríka og hógværa „Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor,“ sagði Iger sem sagði starfslið Disney afar þakklátt fyrir að hafa fengið að njóta samvistar við hina hæfileikaríku Taylor. „Það voru forréttindi að hafa þekkt hana og heiður að vinna með henni og við huggum okkur við þá tilhugsun að framlag hennar og vinna mun halda áfram að skemmta og hreyfa við kynslóðun um ókomna tíð.“ Bill Farmer sem þekktur er fyrir að ljá Guffa, vini Mínu Mús og Mikka Mús rödd sína, sagði að Taylor hefði verið alveg jafn yndisleg, fyndin, ljúf og Mína Mús. Hún hefði verið gríðarlega hæfileikarík en um leið auðmjúk og hógvær. „Mikki Mús“ og „Mína Mús“ voru raunverulega par Taylor var gift leikaranum Wayne Allwine sem þekktastur er að hafa ljáð Mikka Mús rödd sína. Allwine og Taylor giftu sig árið 1991 en Allwines lést árið 2009. Mikki Mús og Mína Mús eru kærustupar í teiknimyndunum.„Mína Mús“ smellir kossi á Russi Taylor.Vísir/getty
Andlát Bandaríkin Disney Hollywood Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Sjá meira