Erlent

Risa­stór ís­jaki losnaði á Suður­skauts­landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Jakinn, sem kallaður er D28 losnaði frá íshellunni 26. september.
Jakinn, sem kallaður er D28 losnaði frá íshellunni 26. september. COPERNICUS DATA/SENTINEL-1/@STEFLHERMITTE
Risastór ísjaki losnaði á dögunum frá Amery-íshellunni á Suðurskautslandinu að sögn vísindamanna en jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. Þyngd jakans er áætluð 315 milljaðar tonna.

Jakinn, sem kallaður er D28 losnaði frá íshellunni þann 26. september. Stærð jakans gerir það að verkum að nauðsynlegt er að fylgjast með ferðum hans þar sem hann gæti skapað hættu fyrir skip á siglingu á suðurhveli.

Vísindamenn segja loftslagsbreytingar ekki hafa haft áhrif í þessu tilfelli heldur losna slíkir risajakar af og til. Síðast gerðist það á þessu svæði árið 1963. Þó óttast menn að atvikið muni leiða til hraðari bráðnunar á íshellunni sjálfri.

Amery er þriðja stærsta íshellan á Suðurskautslandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×