Fótbolti

Sonur Dagnýjar tók þátt í fagnaðarlátunum í nótt

Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir. Getty/Maja Hitij
Dagný Brynjarsdóttir og félagar í Portland Thorns unnu flottan 3-0 sigur á Chicago Red Stars í bandarísku deildinni í nótt og eru þar með komnar upp í annað sæti deildarinnar eftir þrjá sigra í síðustu fjórum leikjum.

Leikurinn fór fram á Providence Park og mættu rétt tæplega tuttugu þúsund manns til að styðja við bakið á liðinu.

Dagný spilaði allan leikinn á miðju Portland Thorns og er kominn á fulla ferð eftir barnsburð sem eru mjög góðar fréttir fyrir hana sem og íslenska landsliðið sem hefur saknað hennar í síðustu stóru verkefnum sínum.  

Margaret Purce skoraði tvö mörk fyrir Portland Thorns í þessum leik og þriðja markið skoraði varamaðurinn Marissa Everett

Eftir sigurleikinn í nótt fögnuðu Portland Thorns stelpurnar sigrinum saman út á velli og þar mátti sjá okkar konu með strákinn sinn.

Brynjar, sonur Dagnýjar, vakti mikla athygli eins og sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan.





Dagný var að spila inn á miðri miðjunni við hlið Angelu Salem sem kom inn í byrjunarliðið en Dagný hefur spilað allar mínútur í boði í sigurgöngu Thorns liðsins.

Svipmyndir frá leiknum má sjá hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×